Morgunblaðið - 27.10.2009, Side 12

Morgunblaðið - 27.10.2009, Side 12
12 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÍSLENSKU viðskiptabankarnir þurfa bæði að hækka útlánsvexti og lækka innlánsvexti. Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabanka Íslands sem kynnt var í gær, en í henni kemur jafnframt fram að nauðsyn- legt er að frekari samþjöppun eigi sér stað á bankamarkaði. Bankarnir búa við umtalsvert gjaldeyrismisvægi þar sem þeir fjármagna lán í erlendri mynt á lágum vöxtum með innlánum í ís- lenskum krónum. Þetta leiðir til minni vaxtamunar og dregur þar með úr arðsemi bankanna. Til að snúa þessari þróun við þurfa inn- lánavextir að lækka og útlánavextir að hækka. Í skýrslunni er bent á að hægt sé að ná þessu fram með því að skuldbreyta erlendum lánum yf- ir í innlend óverðtryggð lán. Útlán bankakerfisins til íslenskra fyrir- tækja og eignarhaldsfélaga nema um 4.600 milljörðum króna og eru 70% þeirra gengisbundin sam- kvæmt fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans. Á næstu tólf mán- uðum eru 750 milljarðar af geng- isbundnum lánum á gjalddaga. Samkvæmt gjaldeyrisreglum er ekki heimilt að veita ný erlend lán og þar af leiðandi kann skuldbreyt- ing þeirra að koma til álita verði þau ekki framlengd. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að útlán bankanna dragist saman í ár og á næsta ári og er búist við því að „ný erlend lán“, eins og það er orðað í skýrslunni, og endurfjár- mögnun eldri erendra lána miðist við endurheimtur. Þetta þýðir að stór hluti endurfjármögnunar ís- lenskra fyrirtækja á næstu miss- erum mun verða í íslenskum krón- um. Í skýrslunni kemur fram að ís- lensku bankarnir þurfi ekki ein- göngu að draga úr gengisbundnum lánum heldur þurfa þeir einnig að draga úr umsvifum. Samkvæmt Seðlabankanum stefnir í að kostn- aðarhlutfall þeirra verði um 50% innan fárra missera og því þurfi að koma til frekari samþjöppunar á bankamarkaði auk hagræðingar í formi fækkunar starfsmanna og útibúa og annarrar hagræðingar. Þörf á hækkun útlánavaxta Seðlabanki metur fjármálastöðugleika Morgunblaðið/Ómar Banki Seðlabankinn kynnti skýrslu um fjármálastöðugleika í gær. ● TAP varð á rekstri Nýherja á þriðja fjórðungi þessa árs og nam það 107 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins 258 millj- ónum. Hagnaður fyrir skatta og fjármagns- liði (EBIDTA) var hins vegar jákvæður um 107 milljónir króna á þriðja árs- fjórðungi í ár. Unnið hefur verið að því undanfarin misseri að draga úr kostnaði hjá fyrir- tækinu og hefur stöðugildum t.a.m. verið fækkað um rúm hundrað. Þrátt fyrir það hefur launakostnaður í krón- um talið aukist milli ára, en það skýrist af launagreiðslum til erlendra starfs- manna, sem hafa hækkað um 46% í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er haft eftir Þórði Sverr- issyni forstjóra að sala á búnaði og þjónustu hafi aukist eftir því sem liðið hafi á tímabilið, sem gefi vísbendingar um betri horfur. bjarni@mbl.is Umskipti Nýherja ÞETTA HELST ... ● ÁVÖXTUNARKRAFA á íbúðabréfum og ríkisskuldabréfum hækkaði lítillega í viðskiptum gærdagsins, mest á stystu íbúðabréfunum, þar sem hún hækkaði um 0,08 prósentustig. Krafan lækkaði reyndar á lengsta íbúðabréfaflokknum, en aðeins um 0,02 prósentustig. Velta á skuldabréfamarkaði nam 10,7 millj- örðum króna í gær. bjarni@mbl.is Rólegt í Kauphöllinni HAMBORGARAR McDonald’s munu ekki fást hér á landi frá og með næstu mánaðamótum, en Lyst ehf. mun þá hætta samstarfi við McDonald’s skyndibitakeðjuna. Lyst rekur þrjá veitingastaði hér á landi samkvæmt sérleyfi frá McDonald’s. Rekstri staðanna verð- ur haldið áfram undir nafninu Metro og matseðillinn svipaður því sem verið hefur, að því er kemur fram í tilkynningu. Segir þar að ástæðan fyrir breyt- ingunni sé erfitt efnahagsumhverfi hér á landi. Þar ráði hrun gengis ís- lensku krónunnar mestu. Lyst ehf. hafi undanfarin ár keypt mest hrá- efni í McDonald’s réttina, kjöt, ost, grænmeti og önnur aðföng af er- lendum birgjum samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s. Gengishrunið, ásamt háum toll- um á innfluttar búvörur, hafi tvö- faldað hráefniskostnað fyrirtæk- isins og gert afkomuna erfiða. Aðilar hafi ekki trú á að efnahags- aðstæður hér batni nægilega til að rekstur veitingastaða undir merkj- um McDonald’s verði arðbær til lengri tíma. bjarni@mbl.is McDonald’s fórnarlamb kreppu og veiks gengis Metro Svona mun Metro staðurinn við Suðurlandsbraut líta út eftir breytingu. FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁKVÆÐI í Icesave-samkomulag- inu við Breta og Hollendinga þýða að hvað gengi krónunnar varðar eru Ís- lendingar í ákveðinni sjálfheldu. Veikist krónan mun höfuðstóll er- lendu lánanna hækka og þar með vaxtabyrðin. Styrkist krónan hins vegar mun greiðslubyrðin aukast vegna ákvæða um þak á greiðslum. Í stað þess að uppsöfnuð greiðslu- byrði Tryggingasjóðs innstæðueig- enda, og þar með ríkisins, taki mið af uppsöfnuðum hagvexti á samnings- tímanum mun greiðslubyrði hvers árs fyrir sig eftir 2015 taka mið af þessum uppsafnaða hagvexti. Er þetta umtalsverð breyting frá þeim fyrirvara, sem Alþingi hafði áður sett og getur aukið greiðslubyrðina verulega. Þegar hugsanleg greiðslubyrði hvers árs er reiknuð er annars vegar skoðuð landsframleiðsla árið 2008 og hins vegar landsframleiðsla á greiðslutíma hverju sinni. Mismun- urinn, reiknaður í evrum eða pund- um, ræður því hve háa fjárhæð Ís- lendingar þurfa að greiða. Uppreiknaður hagvöxtur Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins er gert ráð fyrir því að uppsafn- aður hagvöxtur árin 2009-2015 verði á bilinu 8-14 prósent. Gefum okkur að bjartsýnni spáin rætist og að uppsafnaður hagvöxtur til ársins 2015 verði 14 prósent, en að hagvöxtur verði hins vegar enginn næstu fimm árin á eftir. Breytir það engu um útreiknaða greiðslubyrði, heldur mun hún ávallt taka mið af þeim 14 prósenta mun sem er á landsframleiðslu árið 2008 og þeirri landsframleiðslu sem er á hverjum greiðsludegi fyrir sig eftir árið 2015. Fyrirvarinn, sem Alþingi hafði áð- ur sett í lög, fól í sér að tekið var tillit til hugsanlegra stöðnunartímabila. Nú er staðan hins vegar sú að svo lengi sem einhver uppsafnaður hag- vöxtur er til staðar þá gætu Íslend- ingar þurft að greiða af láninu. Eins og áður segir er við útreikn- inginn ekki miðað við krónur, heldur evrur og pund og er grunngengið 128,4 krónur á evru og 160,6 krónur á pund. Miðað við óbreytt gengi og hagvaxtarspá fjármálaráðuneytis reiknast því hagvöxtur frá árinu 2008 til ársins 2015 enn neikvæður og ekki kemur til greiðslu. Styrkist krónan hins vegar á samningstíman- um eykst umreiknuð landsfram- leiðsla Íslands og þar með greiðslu- byrðin. Í tilviki breska lánsins þarf krónan ekki að styrkjast mikið til að það gerist, eða um 10 prósent. Með öðrum orðum hækkar greiðslubyrðin því meiri sem upp- safnaður hagvöxtur er og því meiri sem styrking krónunnar verður. Eins og áður hefur verið bent á í Morgunblaðinu hækkar greiðslu- byrði af höfuðstól lánsins hins vegar með lækkandi gengi krónunnar og þar með greiðslubyrðin sömuleiðis. Stafar það af því að krafa Trygg- ingasjóðs innstæðueigenda í þrotabú Landsbankans er í íslenskum krón- um, en skuldir hans eru í erlendri mynt. Íslendingar í sjálfheldu gengis  Við útreikning á „þaki“ á greiðslum til Hollendinga og Breta er miðað við uppsafnaðan hagvöxt á lánstímanum, en ekki hagvöxt á hverju ári  Getur þetta þýtt ójafna dreifingu greiðslna milli ára Styrkist krónan má segja að þak á greiðslum vegna Icesave hækki og greiðslubyrðin aukist þar af leiðandi. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SÍFELLT algengara er að smásöluverslanir bjóði fram sína eigin vöruflokka til að keppa við gamalgróna framleiðendur. Thomas Queck, einn helsti sérfræð- ingur Norðurlanda á sviði neytendahegðunar og smá- sölufræða, segir að framleiðendur eigi í verulegum vanda, því smásalar færi sig sífellt upp á skaftið í því að bjóða upp á eigin framleiðslulínur í samkeppni við upp- runalegar vörur – og það á lægra verði. Queck segir að á Íslandi sé samheitaframleiðsla matvöruverslana kom- in nokkuð langt. Hann segir þó að matvöruverslanir er- lendis séu komnar enn lengra í þessum málum, til að mynda bjóði breska keðjan Tesco jafnan upp á fjölda mismunandi gæðaflokka af eigin framleiðsluvörum. Queck segir mikinn vöxt á þessu sviði, raunar svo mikinn að smásöluverslanir veiti í dag hefðbundnum framleiðendum mikla samkeppni. „Smásalar geta jafn- an boðið upp á vöru sem er 20-25% ódýrari en vara hins upprunalega framleiðanda. Í mörgum tilfellum er líka ódýrara fyrir þá að framleiða sínar vörur,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Hefðbundnir framleið- endur eru að tapa bardaganum, enda ráða smásalarnir alfarið ferðinni. Stóra spurningin er sú hvort neytendur muni tapa á þessari þróun til langs tíma,“ segir Queck. „Ekki er víst að jafn öflug vöruþróun muni eiga sér stað ef smásalar stýra í auknum mæli vöruframleiðslu, þar sem þeirra framleiðsla líkir eftir öðrum.“ Smásöluverslanir selja frekar vörur undir eigin nafni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.