Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Opið hús í Ingunnarskóla, þriðjud. 27. október, kl. 17.00 - 18.30
Umræður um framtíðarskipulag í þínu hverfi
Vinnuhópar með aðferðum Air Opera.
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, kynnir stuttlega
vinnu við nýtt aðalskipulag áður en umræður hefjast.
Hugmyndasmiðja
Hugmynda- og teiknivinna með
ungum arkitektum.
Vinnustofa fyrir börn
Undir stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík.
www.adalskipulag.is
Hvað getur Karadzic reiknað
með þungum dómi?
Verði hann sakfelldur má hann bú-
ast við ævilöngu fangelsi. Kar-
adzic er 64 ára gamall.
Hvað er búist við að rétt-
arhöldin taki langan tíma?
Búist er við að þau standi í tvö ár.
Af hverju eru réttarhöldin núna
14 árum eftir að stríðinu lauk?
Fljótlega eftir að stríðinu lauk fóru
Karadzic og Ratko Mladic, herfor-
ingi Bosníu-Serba, í felur. Karadzic
var handtekinn í Belgrad í júlí á
síðasta ári. Hann var síðan fram-
seldur til Haag.
S&S
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
RADOVAN Karadzic, fyrrverandi
forseti Bosníu-Serba, virðist stað-
ráðinn í því að tefja réttarhöld yfir
sér sem eiga að hefjast í dag í Haag í
Hollandi. Karadzic mætti ekki í rétt-
arsal í gær, en hann er ákærður í 11
liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð,
stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyn-
inu. Karadzic neitar sök.
Það er Alþjóðlegi stríðsglæpa-
dómstóllinn í málefnum fyrrum
Júgóslavíu sem fjallar um mál Kar-
adzic. Réttarhöldunum hefur tvisvar
verið frestað. Karadzic átti að koma
fyrir dóm í gær, en hann lét ekki sjá
sig. Hann segist þurfa lengri tíma til
að undirbúa vörn sína. Karadzic hef-
ur hafnað allri lögfræðilegri aðstoð
af hálfu réttarins og segist ætla að
verja sig sjálfur. O-Gon Kwon, dóm-
ari við réttinn, sagði í gær að dóm-
stóllinn gæti skipað Karadzic verj-
anda ef hann héldi fast við að tefja
fyrir réttinum með framkomu sinni.
Talsmaður Karadzic í Belgrad sagði
hins vegar að hann myndi ekki mæta
í réttinn í dag og að hann ætlaði að
hafna verjanda sem honum yrði
skipaður.
Margir aðstandendur þeirra sem
létust í stríðinu í Bosníu eru komnir
til Haag til að fylgjast með réttar-
höldunum. Greinileg reiði var í hópi
þeirra í gær yfir framkomu Kar-
adzic. Hann væri að hafa heiminn að
fífli.
Mikilvæg réttarhöld
Aðstandendur fórnarlamba stríðs-
ins binda vonir við að með réttar-
höldunum yfir Karadzic fari fram
uppgjör vegna stríðsins í Bosníu.
Slíkt uppgjör hafi aldrei farið fram.
Slobodan Milosevic, fyrrverandi for-
seti Serbíu, var á sínum tíma dreginn
fyrir dóm, en hann lést í fangaklefa
áður en tókst að dæma í máli hans.
Michael Scharf, lagaprófessor við
háskóla í Cleveland í Ohio, segir að
það sé alveg skýrt að Karadzic beri
meiri og skýrari ábyrgð en Milosevic
á þjóðernishreinsunum í Bosníu. Um
100 þúsund manns létust í stríðs-
átökunum á Balkanskaga á fyrri
hluta 10. áratugarins og er talið að
Bosníu-Serbar beri mestu ábyrgðina
á mannfallinu. Karadzic er ákærður
fyrir að bera ábyrgð á dauða 12.000
manna sem féllu þegar Bosníu-Serb-
ar sátu um Sarajevo í 44 mánuði.
Hann er ennfremur kærður fyrir að
bera ábyrgð á því þegar um 7.000
Bosníu-múslímar voru drepnir við
Srebrenica.
„Þessi réttarhöld eru mikilvæg
fyrir fórnarlömbin þegar þau sjá
réttlætinu loksins fullnægt,“ sagði
Serge Brammertz saksóknari í sam-
tali við AFP. „Þegar þú talar við
konu sem segir frá því að 21 mann-
eskja úr fjölskyldu hennar hafi verið
myrt og enginn viti hvar sum líkin
eru niðurkomin, þá skilur þú mik-
ilvægi þessara réttarhalda.“
14 ár eru síðan Bosníustríðinu
lauk. Karadzic var í leyni í 13 ár.
Reuters
Fjöldamorð Suhra Malic og Hasan Malic skoða minnismerki um þá sem féllu í fjöldamorðunum í Srebrenica 1995.
Þau eru í hópi þeirra sem beðið hafa í 14 ár eftir því að dæmt verði í máli þeirra sem báru ábyrgð á morðunum.
Karadzic neitar að mæta
og segist þurfa meiri tíma
Þegar réttarhöld yfir Radovan
Karadzic hófust í gær var sæti
hans autt. Hann neitar að mæta
og krefst meiri tíma til að undir-
búa vörn sína, en hann ætlar að
verja sig sjálfur.
Fórnarlömb stríðsins í Bosníu hafa í 14 ár beðið eftir dómi yfir Radovan Karadzic
komu mannsins sem var sektaður
um 780 evrur. Alex W. áfrýjaði hins
vegar málinu og þegar það var tek-
ið fyrir náði hann að lauma eldhús-
hníf inn í réttarsalinn. Þar réðst
hann á Sherbini og stakk hana 16
sinnum. Hún lést af sárum sínum.
Elwy Ali Okaz, eiginmaður hennar,
særðist þegar hann reyndi að verja
konu sína. Lögreglumaður skaut
hann í fótinn þar sem hann hélt að
hann væri árásarmaðurinn. Sonur
þeirra var í dómshúsinu þegar
Sherbini lést. Hún var komin þrjá
mánuði á leið þegar hún var myrt.
Réttarhöldin sem nú eru að hefj-
ast fara fram í réttarsalnum þar
sem Sherbini var myrt. Gríðarleg
öryggisgæsla er á staðnum.
Okaz mætti í réttarsal í gær með
mynd af konu sinni. Alex W. er at-
vinnulaus Þjóðverji. egol@mbl.is
UM 200 lögreglumenn gæta örygg-
is við réttarhöldin yfir 29 ára göml-
um manni sem í júlí á þessu ári
stakk ófríska konu af egypskum
ættum í dómsal í Dresden í Þýska-
landi. Morðið hefur kallað á afar
hörð viðbrögð í heimi Islam. Mót-
mæli voru í Egyptalandi, Íran og
Tyrklandi.
Þetta mál hófst á barnaleikvangi
árið 2008. Marwa Sherbini, 31 árs
lyfjafræðingur, kom þangað með
þriggja ára son sinn og bað Alex
W., sem sat í rólu, að færa sig. Hann
neitaði og kallaði Sherbini öllum ill-
um nöfnum. Hann sagði m.a. að hún
væri hryðjuverkamaður, íslamisti
og drusla. Sherbini kærði fram-
Dæmdur í dómsalnum
þar sem morðið var framið
Morð Alex W á leið til dómhússins
þar sem hann myrti Sherbini.
Neitaði þegar hann var beðinn um að fara úr rólunni
ALLT að þriðjungur þeirra sem eru
smitaðir af alnæmisveirunni í Evr-
ópu veit ekki af því samkvæmt upp-
lýsingum framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins. Slíkt eykur
smithættu en samkvæmt tölum ESB
hefur íbúum á ESB-svæðinu sem
eru annaðhvort smitaðir af veir-
unni eða þegar komnir með alnæmi
fjölgað úr 1,5 milljónum árið 2001 í
2,2 milljónir árið 2007.
ESB hvetur yfirvöld aðildarlanda
til að herða baráttuna gegn alnæmi
en hálfri öld eftir að sjúkdómurinn
kom fram hefur hvorki bóluefni né
lækning fundist. „Við þurfum að
hvetja fólk til ábyrgðar með því að
ræða og stunda öruggt kynlíf og
fara í alnæmispróf,“ segir í yfirlýs-
ingu. Í Frakklandi, Spáni og Portú-
gal er hlutfall smitaðra á aldrinum
15-49 ára nokkuð hátt eða um 0,5%.
Þriðjungur veit
ekki að hann hefur
HIV-veiruna
Reuters
Úkraína 1,6% úkraínsku þjóð-
arinnar eru smituð af alnæmi.
BANDARÍSK hlutabréf eru sögð
yfirverðlögð og bandaríska hluta-
bréfavísitalan S&P-500 mun falla
um allt að 40% þegar Seðlabanki
Bandaríkjanna hættir kaupum á
fjármálagerningum á opnum mark-
aði. Þetta er mat bandaríska grein-
ingarfyrirtækisins Smithers & Co,
en greint var frá þessu á Bloomberg.
Seðlabankar beggja vegna Atl-
antsála hafa á síðustu misserum eytt
gífurlegum fjárhæðum til að kaupa
upp ýmsar eignir af fjármálafyr-
irtækjum í vanda. Nú sér fyrir end-
ann á þessum aðgerðum peninga-
málayfirvalda.
Efnahagsreikningur Seðlabanka
Bandaríkjanna hefur tvöfaldast frá
upphafi fjármálakreppunnar og er
nú 2.100 milljarðar dala. thg@mbl.is
Bandarísk hlutabréf
eru sögð of dýr