Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 14
14 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Eftir nokkurn
tíma fór belg-
urinn í horni
skrifstofu
fréttablaðsins
að hreyfast.
Fréttateymi blaðsins starði agn-
dofa á belginn í horni skrifstofunnar.
Hann hafði hangið þarna hreyfing-
arlaus frá því að Lena lirfa hvarf en
núna hristist hann og skalf. Eftir
nokkrar mínútur breyttust hreyf-
ingarnar í rykki og kippi.
„Ég átta mig ekki á þessu …,“
hvíslaði Maggi. „Hvað ef þetta er
einhvers konar dýr … sem étur
pöddur?“ og þar með tók hann á
sprett. Hann komst ekki langt því
hann datt og fór að rúlla. Hann rúll-
aði yfir Rikka maur og í gegnum
maurahrúguna líkt og kúla í keilu-
spili.
„Til atlögu!“ hrópaði Matta þegar
maurarnir flugu í allar áttir.
„Mér þykir þetta leitt,“ sagði
Maggi margfætla við Rikka maur og
rétti honum arm til að hjálpa honum
upp. „Það var ekki meiningin að
rúlla svona yfir ykkur eins og í
keilu.“
„Allt í lagi,“ sagði Rikki. „Við er-
um bardagamenn.“ „Það þarf meira
en rúllandi margfætlu til að skaða
okkur. Ekki satt félagar?“
„Mikið rétt, foringi!“ hrópuðu
maurarnir fyrir aftan. En Maggi tók
eftir því að nokkrir maurar nudduðu
á sér höfuðið.
„Sjáiðið þetta,“ kallaði Kata
könguló.
Belgurinn var galopinn. Beint fyr-
ir framan augu þeirra, birtist hið
fegursta fiðrildi á dularfullan hátt
upp úr rifnum belgnum. Allir voru
heillaðir af appelsínugulum, rauðum
og fjólubláum litum sem fyrir augu
þeirra bar. Enginn hreyfði sig og
enginn sagði orð. Allir bara störðu
agndofa með opinn munninn.
„Heyrið öll, fríið er búið!“ til-
kynnti fiðrildið. „Hafið þið saknað
mín?“ Um leið og fiðrildið tók til
máls var leyndardómurinn afhjúp-
aður.
„Lena lirfa, ert þetta þú?“ sagði
Jónsi. „Hvað varð um þig?“
„Það er löng saga að segja frá því.
Ég hefði líklega átt að segja ykkur
frá þessu áður en ég fór í púpuhýð-
ið,“ sagði Lena. „En þetta gerðist
frekar snöggt.“
„Fyrirgefðu að ég skyldi næstum
kremja þig,“ sagði Konni. „En ég
vissi ekki að þetta varst þú inni í
þessum hlut.“ Og Konni sagði Lenu
alla sólarsöguna um hnefa-
leikaæfinguna.
„Þetta hefði getað farið illa,“ sagði
Lena. „Takk fyrir að kremja mig
ekki.“ Síðan teygði hún sig og kýldi
handlegginn á Konna. Allir hlógu á
meðan Konni hörfaði undan Lenu og
reyndi að bera sig vel.
„Hvað hafið þig svo verið að gera,
annað en að reyna að kremja mig?“
spurði Lena.
„Ó, Lena,“ byrjaði Jónsi flugu-
fréttaritari. „Þú myndir ekki trúa
öllu sem hefur gerst. Við erum þeg-
ar búin að gefa út tvö tölublöð af
Fréttablaðinu Fluga á vegg. Við höf-
um bætt við þrautum og auglýs-
ingum og nú taka meira að segja
hunangsflugurnar þátt í vinnunni.
„Vá, þetta er frábært! Vonandi er
ennþá til vinna fyrir mig hérna,“
sagði Lena svolítið áhyggjufull.
„Þar sem þú getur flogið núna,
held ég að þú gætir orðið fréttaritari
eins og ég,“ stakk Jónsi upp á.
„Góð hugmynd félagi,“ sagði Kata
könguló.
„Takk amma,“ svaraði Jónsi léttur
í bragði.
„Ég … held … að þetta sé góð
hugmynd …,“ bætti Sara drottning
við þar sem hún lenti nálægt hópn-
um. Hópurinn var svo uppveðraður
yfir því að sjá Lenu aftur að enginn
hafði tekið eftir komu Söru.
„Ég er með nýja frétt sem aðrir
eru ekki með. Það er eitthvað í gangi
við vatnið. Hundruð manna eru sam-
an komin í kringum vatnið,“ til-
kynnti Sara.
„Já, þetta hljómar eins og þetta sé
fyrsta fréttin sem við þurfum að
rannsaka saman, félagi,“ sagði Jónsi
þar sem hann beið eftir Lenu, svíf-
andi yfir trjágrein.
„Hljómar vel! Drífum okkur!“
Nýju og litfögru vængirnir hennar
Lenu sveifluðust hægt þar sem hún
hóf sig til flugs í fyrsta sinn sem fiðr-
ildi.
Hið nýja tvíeyki flaug saman og
teymi Fréttablaðsins Fluga á vegg
var nú fullkomnað.
Leyndardómurinn afhjúpaður
8. kafli
Höfundur texta: Cathy Sewell
Myndir: Blaise Sewell
Styrktaraðili: The Curriculum Clo-
set (www.curriculum close.com)
Endurprentað í samvinnu við
World Association of Newspapers
and News Publishing og með leyfi
The Curriculum Closet Productions
Inc. Öll réttindi áskilin.
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Þ
að var annaðhvort að hefja þenn-
an rekstur eða láta reka sig úr
vinnunni,“ sagði Richard Wood-
head, útfararstjóri hjá Útfar-
arþjónustu Suðurnesja. Fyr-
irtækið hefur hann nú rekið í 10 ár en
jafnmörg ár þar á undan hafði hann séð um
útfararþjónustu í nafni Lionsklúbbsins
Garðs, en klúbburinn hóf að bjóða þá þjón-
ustu í fjáröflunarskyni.
Dauðinn er í senn hversdagslegt og hræði-
legt fyrirbæri. Þrátt fyrir vissuna um að eiga
dauðann vísan hræðast flestir tilhugsunina
og mörgum er illa við að tala um hann. Þó
eru til einstaklingar sem vilja sjálfir skipu-
leggja sína eigin útför þegar ljóst er að dauð-
inn er innan seilingar. „Ég hef verið kallaður
að dánarbeði oftar en einu sinni þar sem fólk
fer yfir óskir sínar varðandi eigin útför,“
sagði Richard, sem hefur á þessum langa
starfsferli lært að taka starfinu eins og það
er, þó hann segi að sumt venjist aldrei.
Starfið er vissulega ekki hefðbundið og Rich-
ard sá eini á Suðurnesjum sem sinnir útfar-
arstjórn.
En hvernig kom það til að Richard fór í
þetta starf?
„Þannig var að við í Lionsklúbbnum Garði
vildum fara aðrar leiðir við fjáröflun en að
ganga í hús. Það vildi til að einn Lionsmanna
var staddur í kirkjugarðinum í Fossvogi og
fékk fregnir af því að selja ætti einn líkbíl-
anna. Hann bar upp þá hugmynd á næsta
fundi að kaupa bílinn og hefja útfararþjón-
ustu og það var samþykkt,“ sagði Richard.
Málin æxluðust þannig að útfararþjónustan
varð að mestu hans verkefni. „Sími Lions-
klúbbsins var í minni umsjón, ég tók við
beiðnunum og málin þróuðust þannig að ég
tók þetta að mér.“
Sér um allt nema dánarvottorðið
Eins og alltaf er með líknarstörf eins og
Lionsklúbbar sinna, eru störfin unnin í sjálf-
boðavinnu. Richard segir í samtali við blaða-
mann að hann hafi oft þurft að taka sér frí
frá störfum til að sinna útfararþjónustunni
og að það hafi á endanum orðið illa séð.
Hann hafði því litið á það sem tækifæri að
kaupa bílinn og setja á fót Útfararþjónustu
Suðurnesja þegar Lionsklúbburinn ákvað að
hætta með þjónustuna og selja bílinn fyrir 10
árum.
Richard sagði misjafnt hvaða þjónustu fólk
keypti af honum en hann sér um allt ferlið
frá andláti að útför, óski fólk eftir því. Hann
sækir líkið og kemur í líkhús, keyrir og sæk-
ir úr krufningu ef þess þarf, talar við að-
standendur, gengur frá líkinu í kistu og und-
irbýr útför. „Ég býðst til að hjálpa við að
velja sálmana ef fólk vill, sendi fyrir það and-
láts- og útfarartilkynningu í fjölmiðla, útbý
útfararskrá, kem í prentun og sæki og að-
stoða við að útvega veislusali, veisluþjónustu
og blómaskreytingar. Í raun sé ég um allt
nema að fara með dánarvottorð til sýslu-
mannsins. Ég legg mig fram við að kaupa
þjónustuna á svæðinu og allar líkkisturnar
eru smíðaðar af Stefáni Bjarnasyni í Njarð-
vík.“
Í starfi sínu sem útfararstjóri þarf að
Richard að vera á vakt allan sólarhringinn
allan ársins hring, þar sem dauðinn gerir
sjaldnast boð á undan sér. Hann sinnir útfar-
arþjónustunni einn og Útfararþjónusta Suð-
urnesja er eina útfararþjónustan á svæðinu.
„Sonur minn Frank hefur leyst mig af og
hefur aðstoðað mig ef þarf, annars sinni ég
þessu einn.“ Richard sagðist ekki sjá fyrir
sér mikla nýliðun í starfi á næstunni en hef-
ur þó upplifað að fá unga stúlku í starfskynn-
ingu til sín. „Já, það var 15 ára gömul stúlka
úr Vogunum sem vildi koma í starfskynningu
og var hjá mér einn dag. Hún aðstoðaði mig
við að undirbúa lík í kistu og við sóttum eitt í
krufningu. Hún hafði frá nógu að segja í
skólanum daginn eftir.“
Allir fái sína virðingu
-Hvaða kostum þarf góður útfararstjóri að
vera gæddur?
„Fyrst og fremst að bera virðingu fyrir
vinnunni og sýna aðstandendum alltaf fullan
trúnað. Allir þurfa að fá sína virðingu og ég
hef að leiðarljósi að vinna hvert verk eins vel
og ég get og eins og ég myndi vilja hafa
þetta sjálfur.“
Richard sagði nokkuð um það að fólk vildi
taka þátt í undirbúningi fyrir kistulagningu
en þeim beiðnum hefði þó hvorki fækkað né
fjölgað frá því að hann hóf störf sem útfar-
arstjóri. Hins vegar sagði hann ákveðna þró-
un hafa orðið í þá átt að reyna að létta at-
hafnirnar. „Reynsla aðstandenda við andlát
ástvinar er nógu erfið svo ekki sé verið að
þyngja athöfnina með þungum sálmum. Það
hefur færst í vöxt að fólk velji léttari lög,
jafnvel ættjarðarlög eða dægurlög sem tengj-
ast hinum látna. Þá er ekki óalgengt að sagð-
ar séu skemmtisögur í minningarorðum.“
Richard er sjálfur þekktur fyrir að hafa
húmor fyrir vinnunni sinni. „Léttleikinn
verður að vera með, það þekkja allir sem við
þetta starfa. Virðingin er alltaf til staðar og
nærgætnin en sorgin og gleðin eru jú syst-
ur.“ Við hlið líkbílanna í bílskúrnum er Rolls
Royce silver shadow árgerð 1972 sem Rich-
ard notar við gleðistundir eins og brúðkaup
og önnur tímamót. Á þann hátt leitar hann
jafnvægis milli gleðinnar og sorgarinnar.
Meiri léttleiki yfir útförum nú en áður
Richard Woodhead er eini starfandi útfararstjórinn á Suðurnesjum
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Vinalegt andrúmsloft Richard Woodhead útfararstjóri vildi skapa notarlegt andrúmsloft á
útfararstofunni og setti brot úr versi Sigurðar Jónssonar frá Prestshólum á vegginn.