Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Sérhver sásem sækisteftir og
hreppir skrif-
borðssætið í egg-
lagaskrifstofunni í
Hvíta húsinu þarf að vera
upplagður fyrir ákvarðanir.
Tilefni þeirra hrannast upp og
flest eru þau af stærri gerð-
inni. Þessu er Obama Banda-
ríkjaforseti farinn að kynnast.
Hann kom til starfs með fljúg-
andi fánum og með mikið fylgi
hjá þingi og þjóð. Þingfylgið
mun halda til haustsins 2010
en stuðningur almennings fer
þverrandi og er fall hans ör-
ara en spekingar höfðu spáð.
Það eru ekki góð tíðindi því
Bandaríkjaforseti þarf nú
mjög á traustum bakstuðningi
að halda. Hann hafði sveigt
frá mjög ágengri stefnu gagn-
vart Íran í trausti þess að
draga mætti þar með úr tor-
tryggni og fjandskap þar-
lendra stjórnvalda. En svo
virðist sem Íran líti á stefnu-
breytinguna sem merki um
veiklyndi og það spilar ekki
með. Leiðtogar þess virða
ekki fresti, sem þeim eru sett-
ir, og setja fram tilboð aftur
og aftur sem fyrirfram er vit-
að að Vesturlönd í samstarfi
við Rússland og Kína geti ekki
sætt sig við. Á meðan þokast
landið hægt en
örugglega að því
marki að verða
fært um að smíða
sér kjarnorku-
sprengjur.
Og aðeins austar hangir
annað erfitt og óleyst mál yfir
Obama. Hann virðist ekki
geta gert upp við sig hvort
Afganistan sé í raun tapað og
því sé best að halda sem fyrst
á burt með sitt hafurtask eða
hvort mat hershöfðingjanna
sé rétt og sigur geti unnist
verði fjölgað í herliðinu um 40
þúsund hermenn. Þau ríki
sem taka þátt í þessari herför
eru orðin hikandi og fréttir
um mannfall og vaxandi orð-
rómur um spillingu og getu-
leysi stjórnarinnar í Kabúl
munu enn draga úr staðfestu
þeirra. Forseti Bandaríkj-
anna stendur því frammi fyrir
vondum kostum og eðlilegt að
hann vilji hugsa sitt ráð. En
því meiri tíma, sem hann tek-
ur sér til þess, því meir styrk-
ist sú ímynd að hann sé úr-
ræðalaus og hikandi. Og
andstæðingar forsetans grípa
hvert tækifæri til að ýta undir
slíkar skoðanir. Og ekki verð-
ur betur séð en þeim hafi þeg-
ar orðið töluvert ágengt. Vin-
sældafall forsetans bendir
óneitanlega til þess.
Obama virðist hik-
andi en verkefni
hans er mjög snúið. }
Obama í klemmu
Áform rík-isstjórn-
arinnar, sem birt-
ust fyrst í
fjárlagafrumvarpi
næsta árs, um að
leggja sextán
milljarða króna nýjan orku-
skatt á fólk og fyrirtæki í
landinu, hafa þegar haft afar
neikvæðar afleiðingar. Í
Morgunblaðinu í gær var
rætt um þessi mál við Eyjólf
Árna Rafnsson, fram-
kvæmdastjóra Mannvits,
einnar stærstu verkfræði-
stofu landsins. Þar kom fram
að ekki hefðu liðið nema
nokkrar klukkustundir frá
því fréttist af þessari fyrir-
ætlan ríkisstjórnarinnar og
þar til fyrirtæki, sem hafði
áformað að fjárfesta hér á
landi, hefði sett þau áform í
biðstöðu. Alls hefur Mannvit
verið að vinna með sjö er-
lendum fyrirtækjum að und-
irbúningi fjárfestinga þeirra
hér á landi en fyrirtækin hafa
nú öll sett verkefnin í bið.
Því fer fjarri að erlend fyr-
irtæki sem hafa verið í
tengslum við Mannvit séu
þau einu sem hafa frestað
áformum um fjárfestingar
hér á landi vegna
aðgerða stjórn-
valda. Fleiri inn-
lendir aðilar hafa
sömu sögu að
segja þó að sumir
þeirra kjósi að
segja ekki opinberlega frá
þeirri reynslu sinni.
Nú eru að mörgu leyti kjör-
aðstæður hér á landi til að ná
í erlent fjármagn, jafnt í
orkufrekum iðnaði sem í öðr-
um geirum. Ef rétt væri á
málum haldið mætti ná mikl-
um árangri í þessu efni.
Á hinn bóginn er líka til-
tölulega einfalt að fæla þessa
áhugasömu erlendu fjárfesta
frá landinu. Ein skjótvirkasta
leiðin er að kynna áform um
gríðarlega mikla nýja skatt-
heimtu á viðkvæmum sviðum.
Með því eru send út þau
skilaboð að hér á landi sé um-
hverfi beinlínis fjandsamlegt
fjárfestum.
Fréttum af þessu viðhorfi
stjórnvalda verður ekki hald-
ið leyndum fyrir erlendum
fjárfestum og það vita stjórn-
völd mætavel. Vandinn er sá
að þeim er í besta falli alveg
sama þótt erlendir fjárfestar
hrekist frá landinu.
Fjöldi erlendra fjár-
festinga er í hættu
vegna áformaðra
skattahækkana. }
Fjárfestar hraktir á brott
E
ru þeir eitthvað galnir? Vita þeir
ekki að það eru tveir mánuðir
þangað til?“
Andlitið á þeirri sex ára lýsir
yfirdrifinni hneykslan þegar hún
hnussar þessu út úr sér, ekki í fyrsta skiptið.
Frasarnir frá í fyrra eru henni greinilega í
fersku minni, en þá um svipað leyti byrjuðum
við mæðgurnar að fjasa á þessum nótum með
tilheyrandi fussi og svei-i. Sú saga virðist ætla
að endurtaka sig af tvöföldum krafti í ár.
Skammirnar eru ætlaðar kaupmönnum enda er
illskiljanlegt fyrir litlar skottur að öll dagblöð og
auglýsingatímar ljósvakamiðlanna séu að fyllast
af jólaauglýsingum þótt enn sé fjarskalega – allt
of – langt í hátíð ljóssins. „Kunna þeir ekki á
dagatal?“
Það er af sem áður var þegar jólasveinninn í
Rammagerðinni var sá eini sem leyfði sér að
þjófstarta og koma til byggða nokkrum vikum fyrir jól. Það
var þó ekki fyrr en í nóvember og þótti flestum samt nóg
um.
Ég hugsa að foreldrar mínir hafi verið afskaplega fegnir
því að jólaáreitið varði ekki lengur en nokkurn veginn des-
embermánuð þegar ég var á sama aldri og dóttir mín er nú.
Annað hefði sennilega verið óbærilegt fyrir fjölskylduna í
heild sinni því eftirvæntingin eftir jólahaldinu var slík að
iðulega rændi hún mig nætursvefni og kom almennu rugli á
tilveruna vikurnar fyrir jól. Í minni æskuminningu fór
spennan þó ekki að láta kræla á sér fyrir alvöru fyrr en
fyrsti jólasveinninn kom til byggða, með til-
heyrandi góðgæti í skóinn.
Í dag byrja jólasveinarnir hins vegar að
glenna sig mörgum mánuðum fyrir hátíðirnar
framan í börnin, í það minnsta í blaða- og skjá-
auglýsingum. Ekki að undra að yngsta kyn-
slóðin í dag haldi að aðventan sé heil árstíð,
enda á lengd við meðalsumar, sé miðað við það
hvenær kaupmenn hefja auglýsingaherferðir
sínar.
Kannski má hafa vissa samúð með sjónar-
miðum kreppuhrjáðra verslunarmanna um
þessar mundir – reksturinn hlýtur að glæðast
við það að lengja jólavertíðina um tvo mánuði
því annars væru þeir ekki að splæsa í rándýrar
auglýsingarnar. Hins vegar má ekki gleyma að
þetta er beinlínis illa gert gagnvart yngstu kyn-
slóðinni, sem verður eirðarlausari og óþreyju-
fyllri með hverri jólaauglýsingunni sem birtist.
Svo þegar ungviðið spyr með uppglennt augun hvort jól-
in séu á næsta leiti er eina rökrétta svarið að dæsa þungan
og segja með eins miklum þunga og getur talist trúverðugt:
„Nei, nú held ég að kaupmennirnir séu alveg búnir að glata
glórunni. Þeir eru nú bara kjánar að vera að auglýsa jólin
núna því það er laaaaaangt þar til þau koma.“
En þegar lítil stelpurófa spyr nötrandi af spennu hvort
jólasveinarnir séu virkilega farnir á stjá má alveg svara ját-
andi, en bæta svo við: „Ekki þessir einu sönnu, heldur eru
það bara búðarmennirnir sem eru algjörir jólasveinar.“
ben@mbl.is
Bergþóra
Njála Guð-
mundsdóttir
Pistill
Meiri jólasveinarnir í búðunum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
V
ið teljum okkur, í sam-
vinnu við Samtök at-
vinnulífsins, geta þjón-
ustað þá sem eru án
atvinnu með betri og
virkari hætti en Vinnumálastofnun
gerir í dag,“ segir Halldór Grönvold,
aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ,
þegar hann er spurður út í ályktun á
nýafstöðnu ársþingi ASÍ þar sem
þess var krafist að skráning atvinnu-
leitenda og umsýsla atvinnuleys-
isbóta yrði þegar í stað færð til stétt-
arfélaganna.
Að sögn Halldórs hefur verkalýðs-
hreyfingin verulegar áhyggjur af því
hversu illa gangi að framkvæma lög
um atvinnuleysistryggingar og virk-
ar vinnumarkaðsaðgerðir. Bendir
hann á að helmingur þeirra sem nú
séu á atvinnuleysisbótum hafi verið
án atvinnu lengur en sex mánuði.
„Við teljum að óbreytt ástand gangi
engan veginn. Þannig eru dæmi þess
að fólk sé atvinnulaust mánuðum
saman án þess að því sé boðið vinnu-
markaðsúrræði í formi endurmennt-
unar, starfsendurhæfingar eða
vinnumiðlunar,“ segir Halldór og
tekur fram að sérkennilegt sé að
Vinnumálastofnun sé að skera niður
þjónustu sína um 10% á sama tíma
og þjónustuþörfin hafi tólffaldast.
Spurður hvernig stéttarfélögin
hafi efni á að sinna atvinnulausum
betur en opinber stofnun útskýrir
Halldór það með forgangsröðun
fjármuna. „Við lítum á það sem eina
af frumskyldum samfélagsins að
hlúa að þeim sem misst hafa vinnuna
og aðstoða þá út á vinnumarkaðinn
aftur.“ Að mati Halldórs myndu
stéttarfélögin einnig vera í mun
betri tengslum við félagsmenn sína
ef umsýsla atvinnuleysisbóta færðist
til stéttarfélaganna. Spurður hvort
stéttarfélögin fái ekki upplýsingar
frá Vinnumálastofnun um þá fé-
lagsmenn sína sem séu án atvinnu
og geti sett sig í tengsl við þá og boð-
ið þeim ýmis úrræði og endur-
menntun segir Halldór stéttarfélög
fá þær upplýsingar seint og illa.
Flókin opinber þjónusta
Í samtali við Morgunblaðið segist
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, hafa miklar efa-
semdir um gagnsemi þess að flytja
þjónustu Vinnumálastofnunar til
stéttarfélaganna. „Þetta er flókin,
opinber þjónusta sem fram fer sam-
kvæmt lögum. Það er umhugsunar-
efni að færa það eins og það leggur
sig til einhvers sem fellur ekki undir
hið opinbera kerfi og starfar ekki
samkvæmt stjórnsýslulögum og fer
ekki með opinbert vald.“
Þegar borin er undir Gissur sú
gagnrýni stéttarfélaga að erfitt sé
fyrir þau að vera í tengslum við fé-
lagsmenn sína þegar öll samskiptin
fari fram innan Vinnumálastofnunar
vísar Gissur því á bug. „Þeir fá upp-
lýsingar um alla sem eru þeirra fé-
lagsmenn,“ segir Gissur og bendir á
að 60-70% þeirra sem séu atvinnu-
lausir kjósi að greiða áfram til stétt-
arfélags síns og halda þannig rétt-
indum sínum. „Ef stéttarfélögin vilja
sýna virka starfsemi gagnvart at-
vinnulausum þá geta þau alveg gert
það nú þegar af því að þau hafa upp-
lýsingar um stærstan hluta atvinnu-
lausra. Það er ekkert sem aftrar því
að þau geti nálgast þann hóp sem er
í félaginu.“
Morgunblaðið/Frikki
Tæp 8% fá úrræði Alls voru 13.748 skáðir atvinnulausir í lok september sl.
Þar af voru 1.084 skráðir í úrræði hjá Vinnumálastofnun á borð við nám.
„Óbreytt ástand
gengur engan veginn“
Verkalýðshreyfingin telur sig
geta veitt skjólstæðingum sínum
betri þjónustu en Vinnu-
málastofnun og vill þess vegna
að umsýsla atvinnuleysisbóta
verði færð til stéttarfélaganna.
Hvenær komu atvinnuleysis-
tryggingar til sögunnar hér-
lendis?
Atvinnuleysistryggingar komu
fyrst fram á sjónarsviðið hér-
lendis á sjötta áratug síðustu ald-
ar í tengslum við gerð kjara-
samninga. Fyrstu 40 árin sem
það kerfi var við lýði var það rek-
ið af verkalýðshreyfingunni. Fyrir
1996 voru um hundrað stéttar-
félög á landinu sem mátu bóta-
rétt og greiddu út atvinnuleysis-
bætur, en þeim fækkaði með
tilkomu Vinnumálastofnunar.
Hvenær var Vinnumálastofnun
komið á laggirnar og af
hverju?
Vinnumálastofnun var sett á
laggirnar árið 1997 með lögum.
Stofnunin heyrir undir félags-
málaráðherra og fer m.a. með yf-
irstjórn vinnumiðlunar í landinu
og daglega afgreiðslu Atvinnu-
leysistryggingasjóðs. Markmiðið
með stofnun Vinnumálastofnunar
var að vera með á sama stað
annars vegar opinbera vinnu-
miðlun og skráningu atvinnuleys-
is sem áður var á hendi sveitarfé-
laganna og hins vegar útgreiðslu
atvinnuleysisbóta sem áður var í
umsjón stéttarfélaganna.
S&S