Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.2009, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 Kvöldsól Hryssan Elding baðar sig í geislum kvöldsólarinnar í byrjun vetrar í hestabúgarðinum á Hjarðartúni við Hvollsvöll og líklega getur hún vel hugsað sér að bregða á skeið í vetrarblíðunni. Árni Sæberg BÆNDASAMTÖKIN hafa í mörg ár fylgst náið með þróun á sameiginlegu land- búnaðarstefnu ESB (CAP) og leggjast gegn aðild Ís- lands að Evrópusambandinu. Afstaða samtakanna til að- ildar að ESB er byggð á margra ára rannsóknarvinnu og þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi. Óhætt er að segja að fáir búi yfir eins yfirgrips- mikilli þekkingu á CAP og Bændasamtökin enda miklir hagsmunir bænda í húfi. Þau rök sem Bændasamtökin hafa haft uppi í umræðunni um kosti og galla aðildar Íslands að ESB fyrir íslenskan landbúnað hafa ekki verið hrakin með sannfærandi rökum. Af- staða samtakanna er byggð á þekkingu og faglegri vinnu en ekki vonum og væntingum eins og mikið hefur verið um. Landbún- aðarstefna ESB hentar ekki íslenskum land- búnaði, hvorki bændum né neytendum. Best er að ræða hvers vegna svo er með mál- flutningi evrópskra bænda sjálfra. Und- anfarnar vikur hafa staðið yfir miklar mót- mælaaðgerðir mjólkurframleiðenda innan ESB. Staða þeirra er ein af hörmulegum af- leiðingum landbúnaðarstefnu sambandsins. Fátt er ömurlegra en að sjá mat sóað, eins og þar er gert. En staða bændanna er skilj- anleg. Afkoma þeirra kallar á róttækar að- gerðir. Má ræna neytendur og bændur? Á meðfylgjandi línuriti, sem ættað er úr skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um stöðu á mjólkurmarkaði í Evrópusambandinu, má sjá hvernig hagsmunum bænda og neytenda er fórnað á altari milliliða. Verðhækkanir til bænda árið 2007 skiluðu sér fljótt til neyt- enda og náðu hámarki vorið 2008. Hins veg- ar hefur verð á mjólkurafurðum bænda lækkað gríðarlega undanfarna mánuði. Þannig hefur mjólkurverð til bænda lækkað um 31%. En verð til neytenda hefur ekki lækkað nema um 2%. Það sem síðan vekur athygli er verð- lagsþróun á þeim tíma sem núver- andi landbúnaðarstefna ESB hef- ur verið í gildi. Þá sést enn frekar að verð til neytenda er ekki í samræmi við verð til bænda. Eins og sést er afurðaverð til bænda orðið mun lægra en það var fyrir 2007 en verð til neytenda hefur hækkað um 14% frá þeim tíma. Greinilega kemur fram hvernig bilið á milli bænda og neytenda hefur breikkað verulega. Nú eru vafalaust margar ástæður fyrir töfum á verðlækkun til neytenda. En lækk- andi verð til bænda hefur ekki orðið til þess að auka eftirspurn neytenda eða bæta hag þeirra. Í það minnsta er ekki bati í rekstri bænda og mótmæli þeirra verða harðari. Landbúnaðarstefna ESB – ekki fyrir bændur Það er síðan önnur saga hvernig landbún- aðarstefna ESB dælir fjármagni til landeig- enda án þess að bak við þá fjármuni sé nokkur framleiðsla. Fjölmargar skýrslur til ráðherraráðsins staðfesta þetta. Stórfyr- irtæki maka krókinn á kostnað minni fjöl- skyldubúa. Fyrr á þessu ári voru birtar í fyrsta sinn upplýsingar um hverjir væru handhafar milljarða landbúnaðarstyrkja ESB á grundvelli CAP. Niðurstöðurnar voru sláandi að því leyti að í mörgum ríkjum voru stærstu styrkhafarnir að sópa til sín stærst- um hluta allra CAP-styrkjanna. Í Danmörku fékk t.d. Danish Crown, stærsti framleið- andi/úrvinnsluaðili svínakjöts í Evrópu rúm- lega 8 milljarða í CAP-styrki á einu ári. Gerð var grein fyrir þessu í Bændablaðinu fyrr á árinu. Stærstu handahafar landbún- aðarstyrkja eru stórfyrirtæki og fjárfestar sem teygja starfsemi sína til margra landa í jarðasöfnun sinni. Þar fyrir utan er skrif- ræði og eftirlit með framkvæmd stefnunnar stórvaxið enda gífurlegir fjármunir sem renna í gegnum greiðslustofur í hverju ríki undir vökulum augum sérstakra eftirlits- stofnana. Gangi Ísland í ESB er ljóst að stofna þarf hér nýja ríkisstofnun – „Greiðslustofu landbúnaðarstyrkja“ og efla þarf núverandi stofnanir til muna. Fjár- magnið mun færast frá framleiðslunni sjálfri yfir í „skrifræðisbáknið“. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir því að bændur þurfi að ráða sér her ráðunauta til að ráða í flókið styrkjakerfi CAP. Hvað eru evrópskir bændur að segja? Þegar hlustað er á evrópska bændur hafa þeir það á hreinu að sterkar smásölukeðjur ráða afkomu þeirra og neytenda. Embættis- og stjórnmálamenn ESB hafa ekki kjark til að brjóta á bak aftur stórveldi í smásölu sem búið hafa um sig á undanförnum ára- tug. Sú skýrsla sem vitnað er í hér að fram- an og birt var ráðherraráði ESB, styður þetta. Regluverk ESB sem ætlað er að tryggja samkeppni á smásölumarkaði hefur ekki virkað í ríkjum ESB frekar en hér á landi enda byggja íslensk samkeppnislög á regluverki Evrópusambandsins. Íslenskir bændur eru uggandi vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið á meginlandinu. Við megum ekki lenda í sömu sporum og evrópskir bændur sem hafa neyðst til að hella niður mjólk til að vekja athygli á hrikalegri stöðu sinni. Stöndum vörð um íslenskan landbúnað og höfnum aðild að Evrópusambandinu. Eftir Harald Benediktsson » Við megum ekki lenda í sömu sporum og evrópskir bændur sem hafa neyðst til að hella niður mjólk til að vekja athygli á hrikalegri stöðu sinni. Haraldur Benediktsson Verða íslenskir bændur að fara til Brussel og hella niður mjólk? Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Verðlagsþróun í nokkrum þáttum mjólkuriðnaðar í ESB frá janúar 2000 til maí 2009. Græna línan sýnir verð á undanrennudufti til afurðastöðva, bláa brotna línan sýnir verð á mjólk, ost- um og eggjum til neytenda, gula línan hrámjólkurverð við fjósvegg, fjólubláa línan verð á Edam-osti og sú rauða sýnir verð á smjöri til afurðastöðva. Línuritið er úr skýrslu fram- kvæmdastjórnar til ráðherraráðs ESB sem nefnd er í greininni. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.