Morgunblaðið - 27.10.2009, Side 18

Morgunblaðið - 27.10.2009, Side 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 Áróðursmeistarar græðgisaflanna spinna í fjölmiðlum sem aldrei fyrr. Þeir skálda sögur og atburði um óvinveitta, leggja fólki til hugsanir og ásetn- ing, ástmenn og sjúk- dóma. Þannig er al- menningur mataður í fjölmiðlum þeirra und- ir friðhelgisfána Sam- fylkingarinnar og forsetans sem og þess arms Sjálfstæðisflokksins sem missti glóruna. Flest skrifin eru tómar lygar og blekkingar. Hvernig sjáum við hverjir fara fremstir í persónuníði því sem sak- laust fólk verður fyrir? Jú, mest á því hverjir sleppa við alla umræðu. Ingibjörg Pálmadóttir, Gunnar Sig- urðsson, Hreinn Loftsson, Tryggvi Jónsson, Halldór J. Kristjánsson, KPMG, Einar Þór Sverrisson, Steinar Bergs, Ármann Þorvalds- son, Hjálmar Blöndal, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már, Sigurjón Árnason … Er fólkið ósnertanlegt? Já, það nýtur enn friðhelgi spuna- meistara íslenska gjaldþrotsins. Það skiptir máli hver borgar útrás- ar-sagnfræðingum þjóðarinnar launin. Í fjölda ára hafa flestir trúað áróðri fjölmiðla, bloggheima og upplýsingafulltrúa ákveðinna afla í íslensku samfélagi. Kosið var í síð- ustu kosningum með snöru spunameistaranna um hálsinn. Af- leiðingarnar opinberast í þjónkun ríkisstjórnarinnar við kúlulána- og óráðsíuöflin á kostnað almennings og smárra fyrirtækja. Eitt er að flestir hafa nú loksins áttað sig á drullukökunni sem hér var bökuð, hitt er alvarlegra; þeir sem gerðu siðlausa menn að þjóð- hetjum og dýrðlingum í fjölmiðlum (valdið á Íslandi í 10 ár) eru enn að skrifa söguna. Nú á launum hjá rík- inu. Ímyndar- og áróðursómenni sem mjálmuðu í fangi uppblásinna óreiðu- manna, pappírsgæj- anna, níddu okkur nið- ur sem vildum vara við augljósum glæpn- um. Þetta gerði þessi gerræðisherdeild og skósveinar (undir- lægjur) Gunnars Steins Pálssonar og Einars Karls Haralds- sonar oftast í nafn- leynd og gera enn. Þeir fengu til liðs við sig kjána sem finnst bara flott að hengja bakara fyrir smið í tómri minnimáttarkennd og það með fjöl- miðlana að vopni. Það er enn verið að skálda sögur um mig, enn verið að tengja fólk saman til þess að blekkja. Spuninn um Jónínu Ben Að ég hafi ekkert fram að færa nema nýja og nýja elskhuga og þannig er ég máluð út af teikni- borði alvörunnar. Kvennakórar, í fávisku sinni, elska svona sögur. Þær kaupa blöðin. Ég var sögð „Femme fatale“ eins og pr-menn Baugs/Kaupþings töldu breskum fjölmiðlum trú um að væri mitt eina markmið í lífinu. Baugs- menn keyptu dýrustu pr-skrifstofu í London til þess að stöðva bókina mín „Who stole Iceland“ árið 2003. Blaðamaðurinn sem tók viðtal við mig í Daily Mail sagðist aldrei hafa fengið jafn marga lögmenn á sig og þegar hann lét vita að hann væri að vinna viðtalið við mig. Hann varð hræddur og viðtalið fékk óvæntan snúning. Bitur, ástsjúk, dykkfelld, feit, óheil, ósmekkleg, lygin, vinalaus kona sem var svo óheppin að fá ekki að fljúga með Jóa kjötfarssala í Bónus í einkaþotum eða fá sneið af köku Jóns Ásgeirs. Allir áttu að vilja sneið af köku Jóns Ásgeirs. Þeir sem það vildu ekki, þrátt fyrir boð um 300.000.000 kr. með sneið- inni, voru óvinir þjóðarinnar, lögðu drenginn í einelti, vildu sjá til þess að fjölmiðlar hans stjórnuðu ekki umræðunni um 70% flestra fyr- irtækja í landinu sem nú sést að var stjórnað af 6-8 mönnum. Fyr- irtækja sem allir bankarnir voru búnir að veðsetja sig fyrir. Í hans heilaga nafni. Aldrei er skrifað um þá sem hönnuðu íslensku glæpasög- una. Nei, þeir eru enn að í skjóli Samfylkingarinnar og fjölmiðla sem glæpaarmur Sjálfstæðisflokksins hengdi sig á sem og forsetinn og hans lýðskrumarar. Þeir eru enn að mata þjóðina á blekkingum. Þess vegna vitum við ekkert um það sem bankarnir eru að afskrifa, gefa eða endurlána. Hitt er augljóst að felu- leikurinn heldur áfram og almenn- ingi blæðir út. Össur Skarphéðinsson, þú sast með Einari Karli Haraldssyni, fóst- bróður þínum, á Hótel Borg, ég sat með forsetafrúnni samtímis. Þetta var árið 2001. Ég sagði þér ná- kvæmlega hvað væri að gerast í Kaupþingi/Baugi/Íslandsbanka/ Búnaðarbanka/SPRON. Þú trúðir mér. Fórst í þingið og varaðir við þessum mönnum. Fékkst fyrir þá ræðu útreið Baugsmanna. Hvað gerðist svo, Össur? Hver skóf krat- ann úr heilanum á þér? Af hverju eru þessir spillingaráróðursmeist- arar enn í vinnu og það hjá gjald- þrota almenningi? Gunnar Steinn Pálsson hjá Landsbankanum og Einar Karl Haraldsson í forsæt- isráðuneytinu. Er ekki komið nóg af drullukök- um 21. aldarinnar?! Drullukökur 21. aldarinnar Eftir Jónínu Benediktsdóttur » Afleiðingarnar opin- berast í þjónkun rík- isstjórnarinnar við kúlu- lána- og óráðsíuöflin á kostnað almennings og smárra fyrirtækja. Jónína Benediktsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri detox.is Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan SEM sveitarstjórn- armaður frá 1986 til 1990 og sem þingmað- ur frá 1991 til ársins 2001 hef ég ærið oft hugleitt þá stöðu sem ríkti í atvinnu- og byggðamálum á Akra- nesi á tíunda áratugn- um, áður en álver Norðuráls var reist á Grundartanga. Á þeim tíma var um harla lítið annað að ræða en að sækja sjóinn sem sýndi sig í að vera takmörkuð auðlind með æ fækkandi atvinnutækifær- um. Oft varð fólk að leita á erlenda grund eins og margir reyndu, m.a. til Svíþjóðar og Danmerkur. At- vinnuleysi mældist um og yfir 10%. Engin hús voru í byggingu á Akra- nesi árum saman og íbúafjöldi stóð í stað eða fækkaði – í stuttu máli var útlitið dökkt á þessum árum. Traust atvinna – blómlegra mannlíf Núna horfir hins vegar öðru vísi við. Grundartangasvæðið er orðið eftirsótt fyrir margháttaða atvinnu- starfsemi sem er til góða fyrir svæðið hér. Hundruð íbúa á Vest- urlandi hafa fengið góð framtíð- arstörf, þjónustuiðnaður hefur blómstrað og spurn eftir húsnæði hefur stóraukist. Á Akranesi, og reyndar á öllu svæðinu frá Stykk- ishólmi og suður á Reykjanes hefur tilkoma Norðuráls haft mikil áhrif. Í ljósi afdrifa fiskvinnslu á Akra- nesi væri staða okkar væri vægast sagt slæm ef ekki væri stóriðja í nágrenninu með atvinnutækifæri fyrir íbúa Akraness. Núna er bærinn val- kostur til búsetu fyrir alla þá sem ráða sig til starfa á Grund- artangasvæðinu, einn- ig með tilliti til stækk- andi atvinnusvæðis í ljósi samgangna. Stóriðjufyrirtæki á borð við Norðurál skapa líka frjóan grundvöll fyrir ýmis smærri þjónustufyr- irtæki og gera íbúum svæðisins því kleift að stunda fjöl- breytilega vinnu. Sú hefur orðið reyndin hér á Vesturlandi þannig að áhrifin eru geysilega mikilvæg. Auk þess hefur Norðurál sýnt skilning á að taka þátt í samfélags- verkefnum með nærsveitafélögum og stutt ýmis verkefni, ásamt því að styrkja íþróttafélög og aðra fé- lagsstarfsemi sem auðgar mannlífið og gerir búsetu á svæðinu eft- irsóknarverða. Samtaka nú! Núna er atvinnuástandið á Suð- urnesjum mjög erfitt og atvinnu- leysi hið mesta á landinu. Tilkoma álvers í Helguvík yrði gríðarleg lyftistöng fyrir byggðarlagið og reyndar landið allt með þeirri er- lendu fjárfestingu sem þessu fylgir og atvinnu sem þarna skapast. Núna er færi á að skapa stöðugan atvinnugrundvöll. Norðurálsmenn hafa þegar sannað hvers þeir eru megnugir og ég get sagt það bæði af reynslu minni sem bæjarstjóri á Akranesi og sem fyrrverandi starfsmaður hjá Norðuráli að þetta er traust fyrirtæki og dyggur þjóð- félagsþegn. Stóra vandamálið er furðulegt skilningsleysi stjórnvalda sem birt- ist í afturköllun umhverfisráðherra á mati á umhverfisáhrifum Suðvest- urlínu og fyrirætlanir fjármálaráðu- neytis um nýjan umhverfisskatt. Umhverfisskatturinn mun ekki ein- ungis spilla fyrir því að álver rísi í Helguvík, heldur verður fótum kippt undan fyrirtækjum á borð við Sementsverksmiðjuna, Járn- blendiverksmiðjuna og mörg fleiri fyrirtæki víðs vegar um land. Og þetta gerist þegar önnur ríki heims keppast við að reyna að laða til sín erlent fjármagn sem aldrei fyrr. Á hverju ætlum við eiginlega að lifa í framtíðinni? Hvernig ætlar þjóðin að greiða skuldir sínar? Skilaboð mín til Suðurnesja- manna eru því einlæg hvatning til þeirra um að standa fast í fætur og knýja á um atvinnuuppbyggingu til framtíðar og stöðugleika fyrir svæðið. Ég vil hvetja fólk til að snúa bökum saman hvar sem það er statt á pólitískum vettvangi og beita öllu afli til að uppbygging ál- vers í Helguvík fari hið fyrsta af stað því að það hefur áhrif til góðs á öllu landinu. Látið ekkert stöðva ykkur! Suðurnesjamenn, standið fast Eftir Gísla S. Einarsson » Skilaboð mín til Suðurnesjamanna eru því einlæg hvatning til þeirra um að standa fast í fætur og knýja á um atvinnuuppbygg- ingu til framtíðar … Gísli S. Einarsson bæjarstjóra Akranesi. UNDANFARIN misseri hef ég setið í nokkrum velferð- arnefndum innan stjórnsýslu ráðuneyta sem eiga að leita upp- lýsinga, greina og leggja drög að aðgerð- um til að gera lífið bærilegra og koma með tillögur hvernig megi viðhalda virkni þeirra sem upplifa atvinnumissi og almennt koma í veg fyrir neikvæð sálfélagsleg áhrif efnahagshrunsins. Við sem þar sitjum á vegum ráðu- neyta, undirstofnana, stéttarfélaga og félaga í borgaralegu samfélagi höfum talað mikið um vandann á síð- ustu tíu mánuðum. Við höfum aflað upplýsinga og lagt mat á stöðuna. Við höfum rýnt í og þekkjum til reynslu annarra þjóða. Við spyrjum okkur hvaða áhrif gæti núverandi „ástand“ haft í för með sér eftir nokkur ár fyrir heilbrigðis- og fé- lagskerfið. Við vitum líka það sem þið sem eruð atvinnulaus vitið að nauðsynlegt er að hugsa um sjálfan sig, skipuleggja daginn, segja öðrum frá áformum sínum svo þau séu lík- legri að ná fram að ganga. Við ger- um okkur grein fyrir hve vandinn er margsamsettur úr áhrifaþáttum sem hver hefur áhrif á annan og á endanum á líðan og lífskjör til lengri tíma. Við höfum hitt ungt atvinnu- laust og virknilítið fólk í rýnihópum. Hlustað. Brugðið við að upplifa deyfð þess, rútínuleysið og fram- taksskortinn. Séð fyrir okkur fram- tíðarþjónustuþega velferðarkerf- isins á örorkubótum ef ekkert verður að gert. Það er ekki það að við vitum ekki. Þekkingu á afleið- ingum atvinnuleysis og mikilvægi þess að hafa eitthvað uppbyggilegt fyrir stafni skortir ekki. Hvernig fáum við langtíma atvinnulausa til virkni? Á félagsmálaráðuneytið t.d. að semja um starfsþjálfun við Sam- tök atvinnulífsins þannig að fyr- irtæki innan þeirra vébanda tækju til sín atvinnuleitendur í starfs- þjálfun sem héldu bótum sínum og fyrirtækin greiddu mismun launa og bóta? Hvenær á að skilyrða atvinnuleys- isbætur? Eigum við að gera þátttöku atvinnulausra í virkniúrræðum og sjálfboðaliðastarfi hjá frjálsum fé- lagasamtökum að skilyrði? Hvernig náum við fjölda óvirkra ungmenna út úr húsi? Hvenær verða almanna- heill mikilvægari en frjáls vilji ein- staklingsins? Ef ekkert er að gert horfum við fram á týnda kynslóð líkt og Finnar upplifðu, aukið álag á heil- brigðis- og félagskerfið, sem er verið að skera niður, sjúkdómsvæðingu vandans með tilheyrandi örorku sem þegar er nógu mikil. Við gætum í framhaldi horft fram á þann félags- hagfræðilega veruleika sem á Bret- landseyjum hefur alið af sér kynslóð eftir kynslóð sem er föst í dróma at- vinnuleysis og fátæktar. Við í stjórnsýslunni eigum bara svo erfitt með að hrinda í fram- kvæmd þeim leiðum til aðgerða sem við leggjum til. Af hverju er það? Af því að stjórnsýslan í okkar litla samfélagi er svo víðfeðm, dreifð og ákvarðanafælin? Ráðu- neytin og stjórnsýslu- stofnanirnar of marg- ar? Eru of margir kokkar við sama pott- inn? Velferðarmálin njóta enn ekki þeirrar athygli sem þeim nauð- synlega ber á þessum tímum á meðan efna- hagsmál þjóðarinnar eru misleyst. Vinnulag stjórnsýsl- unnar er nokkuð þunglamalegt og ekki nægjanleg samvinna í verki þó að viljinn sé til staðar. Oft fæ ég það á tilfinninguna að þó að stefnt sé að einföldun og ákveðinni miðstýringu sem er nauðsynleg, þá sé mótstaða kerfisins innan frá gegn breytingum of mikil. Breytingar eru ekki þægi- legar fyrir alla þó að þær gætu gagnast fjöldanum. Þó að kallað sé eftir hugsun utan rammans má ekki fara of langt út fyrir hann. Er pláss fyrir nýsköpun í stjórnsýslunni? Efnahags- og þróunarstofnun Evrópu (OECD) varar nú við „fé- lagslegri krísu“ nú þegar atvinnu- leysi vex hratt og áhrif langtíma- atvinnuleysis verða sýnilegri. Stofnunin mælir með að stjórnvöld grípi til fjölþættra aðgerða. Endur- skoði og samþætti félagslegar- og efnahagslegar stefnur sínar með þeim hætti að þær fái betur unnið saman og að aðgerðir sem þær kveða á um nái að seytla niður til einstakra aðila í kerfinu og komist til framkvæmda. Slíkt verður ekki gert hér á landi nema með einföldun og miðstýringu stjórnsýslunnar og stjórnarráðsins. Félagslegar- og heilsufarslegar afleiðingarnar hrunsins munu verða aukinn ójöfn- uður, fátækt og stöðnun ef við bregðumst ekki hratt við. Það er því mitt mat að við þurfum á einni sam- hæfingarmiðstöð velferðarmála að halda, í líkingu við samnefnda stöð Almannavarna í Skógarhlíð, til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir og kemur til með að þróast áfram. Eina víðtæka miðstýrða verkstjórn á sama gólfi um ákveðið skeið. Við þurfum samhæfingarmiðstöð, ekki af því að vandinn er of flókinn, held- ur af því kerfið er of flókið. Við erum komin út yfir samráð, búið er að sinna því nógu vel. Samhæfing verð- ur að vinnast frá einum stað, óháð fyrirhugðum sameiningum stjórn- sýslustofnana og ráðuneyta sem þurfa að hefjast að ofan og halda svo áfram niður í stjórnkerfið. Ráðu- neyti velferðarmála fyrst. Gæti verið að best væri að sameina ráðuneyti heilbrigðismála og félags- og trygg- ingamála með því að setja þau sam- an á einn stað og ganga síðar frá „hjónabandinu“; er ekki Höfðatúnst- urninn á lausu? Samhæfingarmið- stöð velferðarmála Eftir Héðin Unnsteinsson Héðinn Unnsteinsson » Félagslegar- og heilsufarslegar afleiðingar hrunsins munu verða aukinn ójöfnuður, fátækt og stöðnun ef við bregð- umst ekki hratt við. Höfundur er sérfræðingur í stefnumótun og starfar í heilbrigðisráðuneytinu. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.