Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
✝ Sveinn TorfiSveinsson fæddist
á Hvítárbakka í
Andakílshreppi í
Borgarfirði 2. janúar
1925, en ólst upp í
Reykjavík. Hann lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 20. október
2009.
Foreldrar Sveins
voru Gústaf Adolf
Sveinsson, f. 7.1.
1898, d. 5.1. 1971,
hrl. í Reykjavík, og
Olga Dagmar Sveins-
son, f. Jónsdóttir, f. 15.8. 1898, d.
27.8. 1981, húsmóðir. Systir Sveins
er Sigrún Ásdís Sveinsdóttir, f.
15.1. 1935, búsett á Balí, var gift
Virko Mir, hagfræðingi. Þau
skildu og er sonur þeirra Jón Al-
exander Mir, f. 16.9. 1962, raf-
magnsverkfræðingur, kvæntur
Önnu Nusu Mir.
Sveinn kvæntist 4.7. 1953 El-
ísabetu Hinriksdóttur, f. 8.4. 1925,
d. 19.8. 2007, húsmóður. Hún er
dóttir Henriks Schumanns Wagles,
vélgæslumanns af norskum ættum
er varð íslenskur ríkisborgari og
Önnu Árnadóttur húsmóður. Dæt-
ur Sveins og Elísabetar eru: 1) Vil-
borg Elín, f. 23.10. 1954, hjúkr-
unarfæðingur og ljósmóðir. Var
gift Einari Benediktssyni, f. 21.2.
1952, vélstjóra og eiga þau þrjú
börn saman: 1. Linda Einarsdóttir,
f. 4.8. 1974, nemi, sambýlismaður
hennar er Sigmundur Lárusson, f.
mundsdóttur, f. 2.4. 1907. Maki
Ingibjargar Ernu er Helgi Ólafur
Ólafsson líffræðingur, f. 25.6.
1961. Giftust þau 9. júní 1984.
Börn þeirra eru: 1. Þórunn Helga-
dóttir, f. 8.9. 1985, sambýlismaður
hennar er Arnór Viðar Baldursson
prentari, f. 16.3. 1986. 2. Fanney
Dagmar Helgadóttir, f. 3.2. 1990.
3. Helgi Freyr Helgason, f. 24.11.
1995.
Sveinn lauk stúdentsprófi frá
MR 1944, fyrrihluta-verkfræði-
prófi frá HÍ og seinnihluta-
verkfræðiprófi frá Danmarks
Tekniske Höjskole 1949.
Sveinn var verkfræðingur við
Hitaveitu Reykjavíkur 1949, deild-
arverkfræðingur þar 1950-61 en
hefur starfrækt eigin verk-
fræðistofu frá 1961.
Sveinn var í ritnefnd Ökuþórs,
tímarits FÍB 1950-52, var formað-
ur FÍB 1952-56, í bygginganefnd
Garðabæjar og formaður hennar í
nokkur ár, í almannavarnanefnd
Hafnarfjarðarumdæmis frá 1971
og formaður þar frá 1986, í stjórn
Hagtryggingar hf. frá 1965-86, í
landsþjónustunefnd AA-samtak-
anna frá 1994. Hann gekk í Rót-
arýklúbbinn Görðum 6. des. 1965
og gekk í Frímúrararegluna 1951,
í stúkuna Eddu, varð síðan stofn-
félagi stúkunnar Hamars í Hafn-
arfirði og fékk heiðursorðu.
Sveinn hefur hlotið fjöldann all-
an af viðurkenningum, þ.á m. ný-
verið frá Lagnafélagi Íslands 18.
sept. 2009 fyrir frumkvöðulsstarf
við endurnýtingu varma með
hönnun varmaskifta í hita- og loft-
ræstikerfum.
Útför Sveins Torfa fer fram
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 27. október 2009, og hefst at-
höfnin kl. 13.
16.10. 1973, símvirki
og eiga þau tvö börn,
þau Daníel Inga 13
ára og Birgittu Ýr 11
ára. 2. Elísabet Ein-
arsdóttir, f. 13.6.
1985, nemi, í sambúð
með Böðvari Reyn-
issyni, f. 1978, tón-
listarmanni, sonur
þeirra er Eyþór 7
mánaða. 3. Einar
Torfi Einarsson, f.
15.10. 1987, píanó-
leikari og unnusta
hans er María Njáls-
dóttir, f. 1991. Vilborg og Einar
skildu árið 1995. Giftist hún síðar
Stefáni Sigurðsyni, f. 7.10. 1944,
úrsmiði og listmálara. 2) Sonur:
óskírður, f. 7.6. 1958, d. 18.6. 1958.
3) Ingibjörg Ásdís, f. 22.5. 1959,
húsmóðir. Var gift Jóni Inga
Ragnarsyni, f. 8.9. 1978, d. 27.6.
2005, húsgagnasmið og vinnu-
vélstjóra. Eiga þau saman Inga
Þór Jónsson, f. 9.8. 1978, vinnu-
vélstjóra og nema, unnusta hans
er Hella Svavarsdóttir, f. 9.9.
1970, skrifstofumaður/stjóri. Unn-
usti Ingibjargar er Sveinn Hall-
grímsson, f. 23.7. 1961, blikk-
smiður.
Sveinn eignaðist dótturina Ingi-
björgu Ernu Sveinsson naglafræð-
ing, f. 16.7. 1962, með Þórunni
Árnadóttur, f. 11.6. 1941, ljós-
móður. Þórunn er dóttir hjónanna
Árna Guðmundssonar, f. 3.12.
1899, læknis og Ingibjargar Guð-
Í örfáum orðum minnist ég nú
Sveins Torfa. Ég kynntist honum fyr-
ir nokkrum árum í gegnum banka-
viðskipti. Hann hafði sterkar skoðan-
ir á öllu og því var gaman að spjalla
við hann um alla skapaða hluti.
Sveinn Torfi var einn af stofnfélög-
um Rotaryklúbbsins Garða og átti
sæti í fyrstu stjórn klúbbsins árin
1965-1966, hann var forseti árin 1976-
1977. Honum hafði verið sýndur
mesti sómi sem nokkur klúbbur get-
ur sýnt félögum sínum, hann var Paul
Harris-félagi og heiðursfélagi. Sveinn
Torfi var ætíð traustur og góður fé-
lagi og Rotaryklúbbnum til mikils
sóma. Hans verður sárt saknað úr fé-
lagsskap okkar. Fyrir hönd klúbbsins
votta ég dætrum hans og öðrum ætt-
ingjum og vinum dýpstu samúð.
Minningin lifir um góðan mann.
F.h. Rotaryklúbbsins Garða,
Garðabæ,
Klara Lísa Hervaldsdóttir,
forseti.
Nokkrum orðum minnist ég góðs
vinar, Sveins Torfa.
Hann lést þann 20. þ.m. á Hrafn-
istu eftir skamma legu en nokkuð erf-
ið síðustu tvö árin. Hann naut þar
góðrar umönnunar, en saknaði henn-
ar Betty, konu sinnar, sem lést í
ágúst 2007. Hann mat það þessi ár á
Hrafnistu að komast í heimsókn að
Hraungörðum, sem hafði verið heim-
ili þeirra hjóna í hálfa öld. Dætur
hans voru einkar duglegar að sækja
hann og stytta honum stundirnar á
þeirra gamla heimili.
Sveinn Torfi varð stúdent 19 ára
gamall og verkfræðingur aðeins 24
ára frá DTH. Verkfræðistörf urðu
hans viðfangsefni síðan. Hann vann
hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1949 til
1961, en frá þeim tíma rak hann eigin
verkfræðistofu, í Reykjavík eða
Garðabæ. Hann var alla tíð sinn eig-
inn herra og þannig vildi hann líka
hafa það.
Verkfræðistörf hans lutu fyrst og
fremst að hönnun gatnakerfa og svo
teikningu hitalagna í fjölmargar íbúð-
ir og verksmiðjuhús. Mest vann hann
að hönnunarstörfum fyrir Garðabæ
og þar áttum við lengst samstarf.
Hann hafði þar forystu um ýmsar
nýjungar á sviði skipulagsmála og
gatnagerðar, nýjungar sem sér enn
stað og bæjarfélagið býr að um langa
framtíð. Hann sat í byggingarnefnd
sveitarfélagsins í rúm 20 ár, formaður
nefndarinnar um skeið, einmitt á
þeim tíma sem þéttbýlismyndun
hófst þar að ráði.
Vel man ég okkar fyrsta fund.
Hann varð hinn 1. júlí árið 1960,
fyrsta starfsdag minn sem sveitar-
stjóri í Garðahreppi. Oddvitinn, Ein-
ar á Setbergi, var að leiða mig fyrstu
sporin er við hittum Torfa. Við heils-
uðumst og hann boðaði mig á fund
byggingarnefndar. Með þessu hófst
samstarf okkar, vinátta og góð kynni
sem staðið hafa í nær hálfa öld.
En við áttum víðar samleið. Við
fórum nokkur saman í öræfaferð
1965, hann í sína fyrstu, ég nokkuð
kunnugur hálendinu eftir fjögurra
sumra starf við landmælingar á
skólaárunum. Við fórum yfir
Tungnaá á kláfferju, ókum Búðarháls
og tjölduðum þar, síðan í Jökulheima
og gistum. Þá yfir Tungnaá nálægt
jökli, niður Breiðbak í Eldgjá, þaðan í
Landmannalaugar, Landsveit og
heim. Ógleymanleg ferð, sem varð til
þess að Torfi varð mikill áhugamaður
um hálendisferðir og fór þær margar
síðar um ævina.
Þá minnist ég margra glaðra
stunda á heimilum okkar beggja. Oft
var það að komið var við í Hraun-
görðum fyrir eða eftir samkomur á
Garðaholti í þá gömlu góðu daga. Á
heimili Bettý og Torfa var ávallt veitt
af mikilli rausn. Það var stundum haft
í flimtingum að Torfi væri aðhalds-
samur í fjármálum. En meiri rausn í
veitingum var vart hægt að hugsa sér
eða aðstoð hans við þá sem áttu í ein-
hverjum vanda.
Við vorum báðir stofnfélagar í Rót-
arýklúbbnum Görðum árið 1965,
höfðum raunar verið félagar í Hafn-
arfjarðarklúbbnum um skeið áður.
Torfi var ætíð mjög virkur félagi,
mætti á fundi öðrum betur, var og
sýndur allur sá sómi sem einn klúbb-
ur getur sýnt félaga sínum.
Fyrir okkar löngu samskipti er nú
þakkað að leiðarlokum.
Veri Sveinn Torfi kært kvaddur og
honum beðið blessunar á landi lif-
enda.
Dætrum hans og öðrum ættingjum
er vottuð einlæg samúð.
Ólafur G. Einarsson.
Fallinn er frá mikill vinur minn og
félagi til margra ára. Sveinn Torfi var
mikill vinur vina sinna. Hann var
trygglyndur og gott var að leita ráða
hjá honum. Hugmyndaríkur var
hann, nákvæmur, ákveðinn, með góð-
an húmor og skemmtilega sérvitur.
Hann var skarpgreindur og mikill
fagmaður á starfsvettvangi sínum.
Allt sem hann hannaði og teiknaði
varð að vera fullkomið og ekki var
hann ánægður fyrr en hann gat sagt
um verk sín, perfect. Þau hjónin
reistu sér fallegt heimili í Hraungörð-
um, þar sem að Bettý, eiginkona
Sveins Torfa, sá um að allt væri í röð
og reglu.
Sveinn Torfi var mikill áhugamað-
ur um bíla og starfaði um langa hríð í
félögum þeim tengdum. Til að fylgj-
ast með í þeim geira fór hann árum
saman á bílasýningar í Þýskalandi.
Mikið dálæti hafði hann á Mercedes
Benz-bifreiðum og fylgdist ætíð
gaumgæfilega með öllum tækninýj-
ungum sem væntanlegar voru og allt
þurfti hann að skilja út í hörgul. Þess-
um bílum átti að sýna virðingu. Sjálf-
ur átti hann marga Mercedes Benz-
bíla á sinni lífstíð og hafði fastmót-
aðar skoðanir á því hverjir ættu að
aka Mercedes Benz og hverjir ekki.
Slíkum bílum átti ekki að aka hvar
sem var og helst ekki nema vel viðr-
aði.
Hann hafði yndi af ferðalögum og
ferðaðist mikið hér á landi og erlend-
is. Ungur að árum fór hann í mikið
ferðalag á mótorhjóli sínu um Evrópu
en það var fátítt þá. Samt unni hann
landinu sínu mest. Hann ferðaðist um
landið á öllum árstímum, ýmist ak-
andi á jeppum sínum eða vélsleðum
og menn grófu sig í fönn þegar á
þurfti að halda. Margar ferðir fórum
við í Borgarfjörðinn, um Suðurlandið
og á hálendið sem hann þekkti mjög
vel. Sveinn Torfi var ætíð árrisull
maður, fór snemma af stað og stund-
um hratt yfir. Gjarnan var farið á fá-
farnar slóðir. Hann þekkti landið
okkar afar vel og hafði gaman af að
fara með vini og kunningja á ýmsa
staði sem voru fáfarnir og lítt þekktir.
Ef nafngiftir skorti var leyst úr því
hið bráðasta. Hann hafði næmt auga
fyrir náttúrufegurð og vissi hvar átti
að vera á mismunandi árstíma.
Margar ferðir fórum við á fundi í
Frímúrarareglunni, í „góðramanna-
félagi“ eins og hann orðaði það. Þá
hafði hann oft forgöngu um að taka
ýmsa félaga okkar með. Þegar farið
var út fyrir bæjarmörkin var yfirleitt
súkkulaði með í för.
Ég vil að lokum þakka Sveini Torfa
fyrir frábærar samverustundir sem
við höfum átt í gegnum árin. Dætrum
og fjölskyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð.
Haraldur Jónsson.
Sveinn Torfi
Sveinsson
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÓLAFÍA ÁSBJARNARDÓTTIR,
Lollý,
Gerðhömrum 36,
Reykjavík,
lést á St. Jósefsspítala að kvöldi laugardagsins
24. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristófer Kristjánsson,
Ásbjörn Björnsson, Helga Einarsdóttir,
Ásta Friðrika Björnsdóttir, Svafar Magnússon,
Guðmundur Karl Björnsson, Guðrún Svava Þrastardóttir,
Gunnlaugur Rafn Björnsson, Linda Gunnarsdóttir,
Ólafur Björn Björnsson, Linda Björk Ingadóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GRÉTA VILBORG BÖÐVARSDÓTTIR,
Álfabergi 4,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
23. október.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Gerður Guðmundsdóttir,
Anna Þórný Annesdóttir, Þorgeir Pétur Svavarsson,
Svavar Þór Annesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir og tengdamóðir okkar,
JÓHANNA JÓNSDÓTTIR,
lést mánudaginn 12. október.
Að ósk hinnar látnu hefur jarðarför hennar farið
fram í kyrrþey og engar minningargreinar verða
birtar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns sem annaðist
hana af stakri ástúð og umhyggju.
Anna Lárusdóttir, Olav Ellerup,
Óskar Lárusson,
Bolli Þór Bollason,
Jón Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR ÓLAFUR WELKER ÓLAFSSON,
Frostafold 2,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
sunnudaginn 25. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigrún Þ. Welker Friðgeirsdóttir,
Guðrún Ólöf Sumarliðadóttir, Þorbjörn Ásgeirsson,
Hrólfur Arnar Sumarliðason, Sólveig R. Sæbergsdóttir,
Pétur Ólafur Pétursson, Jónheiður B. Kristjánsdóttir,
Rúnar Þór Pétursson, Heiða Steinarsdóttir,
Karen Welker Pétursdóttir, Stefán Viðar Egilsson,
Birgir M. Welker Pétursson, Stefanía Helga Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
JÓHANN ÞÓRIR ALFONSSON,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
sunnudaginn 25. október.
Margrét Vigfúsdóttir Alfonsson.