Morgunblaðið - 27.10.2009, Page 20

Morgunblaðið - 27.10.2009, Page 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 Þorsteinn Kristins- son „Steini“ var kynnt- ur til sögunnar í okkar fjölskyldu fyrir liðlega 30 árum. Frida móður- systir mín hafði þá hitt hann skömmu áður. Amor gerði sitt og þau urðu par uppfrá því. Ótrúlega samrýnd frá fyrstu tíð í öllu. Steini gekk sonum Fridu, þeim Eyðsteini, Alf og Halli, í föðurstað, hann reyndist þeim vel og börn þeirra elska afa. Tveir þeirra búa í Færeyj- um og eru þeir ásamt konum og börn- um komnir til Íslands til að fylgja fóstra sínum og afa síðasta spölinn. Sumum hefði brugðið að lenda inni í þessari færeysku stórfjölskyldu þar sem allir töluðu hratt, hver ofan í ann- an og það á lítt skiljanlegu tungumáli. Steini tók þessu öllu með stóískri ró, þó lærði hann að segja „hálvgun sjey“. Dálítið merkilegt finnst okkur, því hann lést 20. okt. um hálfsjö að morgni. Vinmargur var Steini, enda áhuga- sviðið fjölbreytt; flug, flugvélar, bátar og siglingar, bílar og ferðalög. Hann tók flugprófið mjög ungur og naut þess að skreppa í flugtúr með vini og gesti, bæði innlenda og erlenda. Eins var farið á skak, veitt í soðið og jafnvel skotinn fugl. Fjölskyldur okkar hafa haft mikið samneyti gegnum árin. Eftir að pabbi dó árið 2000 hafa Frida og Steini reynst mömmu ákaflega vel. Þau hafa ferðast saman innanlands og utan og Steini var bara flottur með tvær glæsilegar konur sér við hlið. Við munum sakna þess að hafa ekki Steina meðal okkar. Við þökkum hon- um samfylgdina og vottum Fridu og öllum ættingjum okkar innilegustu samúð. Rúna og Ásmundur. Einkennilegt tóm fyllir hugann þegar Steini er fallinn frá, svo stór er þáttur hans í minningunni frá upp- vaxtarárum okkar í Kópavogi. Pabbi og Steini byggðu saman hús á Hlíð- arvegi 20 upp úr 1960. Í þetta hús fluttu þeir síðan ásamt þáverandi eig- Þorsteinn Kristinsson ✝ Þorsteinn Krist-insson fæddist á Reyðarfirði 24. apríl 1932. Hann lést á líknardeild Landspít- alans 20. október sl. og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 26. október. inkonum sínum, systr- unum Siggu og Ernu frá Sjónarhóli í Norð- firði. Á efri hæðinni bjuggu Erna og Steini með börnunum sínum, á neðri hæðinni bjuggu pabbi og mamma með okkur systkinin þrjú. Baka til í kjallaranum var lakkrísgerðin Kó- lus með sitt aðdrátt- arafl. Tvær samheldnar fjölskyldur, sín á hvorri hæðinni, sjö systra- börn á svipuðum aldri. Líklega bestu ár barnæskunnar. Samheldni, sam- kennd og tryggð einkenndu þennan hóp. Tilfinning sem aldrei hefur horf- ið þótt árin hafi liðið og fjarlægðin aukist. Við systkinin eigum öll einstaklega góðar minningar um Steina. Hann var öðlingur, hjálpsamur, skemmti- legur og glettinn. Á margan hátt var þetta nána samband eins og að eiga tvenna foreldra. Hann ferðaðist mik- ið, m.a. vegna vinnunnar, og aldrei brást að eitthvað var tekið upp úr töskum handa okkur systkinunum á neðri hæðinni við heimkomurnar. Margar gleðistundir æskuáranna tengjast Steina. Sendiferðir í VW rúgbrauðinu, skemmtiferðir á vél- sleðunum og veiðitúrar á bátnum. Ekki má heldur gleyma samveru- stundunum á sólardögum í garðinum heima þar sem Steini bauð stundum upp á fótsnyrtingu með vasahnífnum sínum. Steini var hamhleypa til verka. Skipti þá engu hvort um væri að ræða þeirra tíma „karlastörf“ eða að kaupa í matinn og elda. Ef það bar undir sá hann einnig um þvotta, tannburstun og að koma okkur krökkunum í hátt- inn. Kiddi, Maja, Ingibjörg og Ester – okkar dýpstu samúðarkveðjur. Einn- ig vottum við eiginkonu hans, stjúp- börnum, barnabörnum og öðrum að- standendum innilega samúð. Missir ykkar allra er mikill. Inga María, Svanhildur og Marteinn Sverrisbörn. Ég hitti Þorstein í fyrsta sinni á Hótel Sögu. Þar vorum við Frida frænka að skemmta okkur og þessi flotti maður á bláum „bleiser“ heillaði hana upp úr skónum. Brúðkaupið þeirra Steina og Fridu, sem fór fram í Fuglafirði í Færeyjum, er mér í fersku minni þó að liðin séu 30 ár. Sýslumaðurinn, Margreta „fastur“, gaf þau saman og síðan var „ball aftaná“ eins og best gerist í Færeyjum. Að því loknu keyrðum við til Þórshafnar og var þetta einn feg- ursti morgunn sem sést hefur. Þegar Steini og Frida giftust gekk Steini sonum hennar í föður stað og reyndist þeim í alla staði góður stjúp- faðir og studdi þá með ráðum og dáð. Steini tengdist Færeyjum sterkum böndum og fóru þau hjónin þangað oft. Fjölskyldan þar er stór og eign- aðist Steini fljótt marga vini og kunn- ingja innan hennar og utan. Steini hélt gjarnan ræðu þegar blásið var til veislu í fjölskyldunni. Við erum nú frekar veisluglöð svo ræð- urnar urðu margar. Ræður hans snertu mig því hann talaði beint frá hjartanu og að kjarna máls. Þau höfðu mikið og gott samband, mamma, pabbi, Frida og Steini. Eftir að pabbi dó varð enn nánara með þeim systrum og Steina og fóru þau gjarnan saman í ferðalög bæði á hús- bílnum og öðruvísi. Eiginlega var þetta orðið þríeykið, mamma og þau hjón. Steini var maður hæglátur í fasi, þægilegur við alla og viðræðugóður. Honum féll sjaldan verk úr hendi og var iðinn við að gera við, laga og bæta í kringum sig og bóngóður ef leitað var til hans um hjálp. Það fór ekki framhjá neinum sem kom heim til þeirra hjóna að myndarskapur var og er þar í fyrirrúmi og voru þau bæði samtaka í þeim efnum, allt rosalega pottþétt. Steini hafði réttindi til flugs og átti hlut í flugvél og naut þess að fljúga, allt þar til að heilsan leyfði ekki meira. Einnig átti hann hlut í skemmtibát sem hann notaði oft til skemmti- og veiðiferða ef til þess viðraði. Ósjaldan áskotnaðist okkur nýskotinn svart- fugl eða spriklandi nýr fiskur þegar Steini hafði skroppið á sjó. Nú er góður drengur fallinn í val- inn bugaður af illvígum sjúkdómi sem alltof mörgum hefur orðið að fjör- tjóni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Blessuð sé minning hans, Guð geymi hann og styrki þig, Frida mín. Okkar innilegu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Kveðja, Bjarma og Guðmundur. Það fækkar stöðugt í röðum okkar er vorum við nám á Alþýðuskólanum á Eiðum um miðja síðustu öld, nú síð- ast hefur lífsklukkan glumið Reyð- firðingnum Þorsteini Kristinssyni, herbergisfélaga mínum þar. Um Þor- stein á ég margar mætar minningar frá þessum vetri og ætíð fyrr sem síð- ar. Hressileikinn og hlýjan einkenndu þennan vaska dreng alla tíð og fornar munamyndir fá á sig þennan bjarta blæ, sem einkenndi alla samveru okk- ar þennan vetur fyrir svo margt löngu. Þar deildum við tveir herbergi og undum vistinni vel og ekki hefði ég getað fengið ljúfari og tillitssamari fé- laga en Þorstein og aldrei varð okkur sundurorða utan smávegis í pólitísku karpi, en aldrei nein þykkja þar á ferð. Að Þorsteini stóðu ættstofnar góð- ir, faðir hans hinn vinsæli kaupmaður og hjálparhella margra, Kristinn Magnússon og móðir hans, María Þorsteinsdóttir, valinkunn kona sem alltof fljótt var af heimi kölluð. Þor- steinn var maður vörpulegur á velli, hefði orðið ágætur íþróttamaður hefði hann lagt sig eftir því og ágæta vel var hann gjörður um svo margt. Hann átti ljómandi námshæfileika og sóttist nám vel, kappsfullur, sam- vizkusamur og nákvæmur og vandaði vel til verka. Þeir eiginleikar áttu eftir að koma sér mætavel fyrir hann í er- ilsömu starfi ævinnar sem vissulega átti hug hans, enda viss burðarás í stóru og umsvifamiklu fyrirtæki. Þar voru þeir félagar Reyðfirðingarnir Þorsteinn og Rolf Johansen, um margt ólíkir persónuleikar en einnig samtaka vel og vinátta þeirra sönn og samstarfið einkar farsælt. Mér er minnisstæðust einlægni hans og alúð sem hann átti í svo ríkum mæli og þess naut ég svo vel í öllum samskipt- um við hann meðan á Eiðadvölinni stóð og alltaf var jafngott að finna Reyðfirðinginn hressa sem ætíð innti fregna að heiman. Ég kveð Þorstein þakklátum huga fyrir ómetanlega góð samskipti á sinni tíð, þegar sveitadrengurinn var að feta sín fyrstu spor að heiman. Fólkinu hans öllu sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Þar gekk um lífs- veginn hugumhlýr drengur sem gott er að minnast. Helgi Seljan. Það er með sárum trega og mikilli eftirsjá sem við kveðjum góðan vin og heiðursmanninn Þorstein Kristins- son. Ég hef þekkt Steina frá því ég man eftir mér austur á Reyðarfirði. Mér er efst í huga hvað hann var barngóður, var ávallt tilbúinn að hlusta og rétta okkur börnunum hjálparhönd þegar við báðum hann um aðstoð. Hann var sérstaklega handlaginn, það lék allt í höndunum á honum, það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Síðasta handverkið sem hann gerði fyrir nokkrum vikum var þegar góður flökunarhnífur brotnaði í ver- búðinni okkar. Í stað þess að fleygja honum bjó hann til laglegan hníf úr brotinu sem eftir var í smerglinum á skömmum tíma. Svona var Steini, nýtinn og hagsýnn í öllum sínum gjörðum. Hann bar virðingu fyrir hlutum og náttúrunni enda einkennd- ust öll hans verk af mikilli nákvæmni og snyrtimennsku. Þorsteinn var mikill flugáhuga- maður, átti flugvél ,TF- RJC, sem hann notaði mikið í sínum frítíma enda vinsæll félagi í þessum vinahópi. Við fórum oft margar ferðirnar sam- an og ein ferð var ávallt farin á sumri hverju austur á Reyðarfjörð og dvalið hjá systur hans Klöru og Vigni yfir helgi. Þessar ferðir voru ávallt eftir- minnilegar hjá okkur báðum því við höfðum báðir miklar taugar til æsku- stöðvanna og töluðum oft um þessar ferðir. Hann var góður og gætinn flugmaður og gekk vel um sína flugvél og ég veit að meðeigendur hans bera honum gott orð um það hversu um- hyggjusamur og þægilegur hann var í öllum samskiptum. Ég minnist aldrei að Þorsteinn hafi skipt skapi eða hall- mælt nokkrum manni og heiðarleiki hans var að orð skyldu standa og við það stóð hann alla tíð. Hann stóð við allt sem hann lofaði, hvort sem það var í tíma eða verki. Eftir að hann lét af störfum, en hann starfaði mestallan sinn starfs- aldur hjá Rolf Johansen & Co, urðu frítímar hans fleiri sem hann nýtti vel bæði til ferðalaga á sínum húsbíl, flugs og sjómennsku. Hann varð með- eigandi í Mara-félaginu fyrir nokkr- um árum, en það félag á bát sem not- aður er í frístundaveiðar á fugli og fiski. Það var okkar happ og ánægja að fá Steina til okkar enda var vikan ekki liðinn þegar búið var að laga það sem laga þurfti. Hann naut mikið þess tíma sem hann var úti á sjó og alls sem að þessari útgerð laut, enda fæddur og uppalinn við fjöruborðið. Steini var greiðvikinn og hjálpsamur mjög og ekki þurfti nema eitt símtal og segja honum að nú væru margar gæsir komnar í hús og þá var hann kominn í aðgerð að vörmu spori. Fyr- ir þetta allt og fyrir allar þær ánægju samverustundir sem við fengum að njóta saman, þökkum við félagarnir af heilum hug og með miklum söknuði. Nú, þegar við kveðjum þennan heiðursmann með virðingu og eft- irsjá, mun minningin um hann lifa með okkur öllum um ókomin ár. Mestur er þó missir Fridu, barnanna, fósturbarna, systur, barnabarna og annarra ástvina. Megi góði Guð styrkja þau á þessari stundu. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur. Thulin Johansen. Við fráfall vinar okkar Þorsteins Kristinssonar, sem kvaddur er hinstu kveðju í dag, vakna með okkur fjöl- margar góðar minningar frá liðnum tíma sem ástæða er til að þakka fyrir. Margt hefur á dagana drifið á þeim yfir 40 árum sem við áttum samleið, en einkaflugið, áhugamál okkar félag- anna, hefur reynst okkur mikill gleði- gjafi þá áratugi sem við höfum notið þess saman. Ógleymanlegar eru flugferðir okk- ar um víðáttur okkar fagra lands sem skoðað hefur verið frá ýmsum sjón- arhornum. Á góðviðrisdögum var gjarnan flogið á nokkrum flugvélum í góðum félagsskap og staldrað við á ólíklegustu stöðum. Íslandskortið í flugskýlinu ber þess órækt vitni að víða höfðum við viðkomu, en Steini hefur merkt með snyrtilegum hætti alla lendingarstaðina sem við höfum lent á. Það hefur verið ómetanlegt að eiga Steina sem félaga í hópnum, en hann var sívinnandi í umhirðu á flug- vélum, flugskýli og öllu umhverfi og var snyrtimennsku hans viðbrugðið. Steini var einstaklega fjölhæfur verkmaður, iðjusamur og ósérhlífinn og leysti hvers manns vanda. Steina verður sárt saknað í okkar ágæta fé- lagsskap og verður skarð hans vand- fyllt. Þökkum við honum umburðar- lyndið og þolinmæðina í okkar garð. Flugi Steina er nú lokið hér á jörðu, en hann hefur hafið annað flug um loftin blá til æðri staða. Við færum Fridu og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Ágúst Karlsson, Ólafur Nilsson. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR H. BECK, Breiðuvík 18, Reykjavík, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 24. október. Jarðarför verður auglýst síðar. Jón Gunnar Júlíusson, Hallfríður Jónsdóttir, Kristín G. Jónsdóttir, Guðmundur B. Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI JÓNASSON, Hásteinsvegi 56a, Vestmannaeyjum, sem lést laugardaginn 17. október, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 31. október kl. 14.00. Jóna Margrét Júlíusdóttir, Ásgerður Tryggvadóttir, Júlía Tryggvadóttir, Ólafur Tryggvason, Karen Tryggvadóttir, Sigurlás Þorleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær frænka okkar og systir, BJÖRG ERNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Gígí, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi Reykjanesbæ föstudaginn 23. október. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 6. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Sigurveig Þorsteinsdóttir, Karl Hólm, Sigurveig Sigurðardóttir, Gunnar Þorkelsson, Þóra Guðný Sigurðardóttir, Gunnar Marel Eggertsson, Sigurður Friðriksson, Birgir Friðriksson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, HALLDÓRS HEIÐARS JÓNSSONAR, Kjarrhólma 2, Kópavogi. Helga Jóhannsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.