Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
✝ IngigerðurBjarnadóttir
fæddist á Hlemmi-
skeiði á Skeiðum 6.
nóv. 1912. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 16. októ-
ber sl.
Foreldrar hennar
voru hjónin Bjarni
Þorsteinsson, f. 7. júní
1876, d. 28. mars 1961,
og Ingveldur Jóns-
dóttir, f. 13. maí 1881,
d. 19. janúar 1956.
Ingigerður var sjötta í
röðinni í ellefu systkina hópi. Þau
voru Helga, f. 17.4. 1905, d. 12.6.
1980, Eiríkur, f. 22.2. 1907, d. 2.2.
1998, Jón, f. 11.6. 1908, d. 2.6. 1994,
Þorsteinn, f. 15.10. 1909, d. 6.2. 2002,
Valdimar, f. 23.3. 1911, d. 20.9. 1964,
þá kom Ingigerður, síðan Margrét, f.
26.6. 1914, d. 25.12. 2003, og á lífi eru
Sigurður Ársæll, f. 1.1. 1916, Guð-
mundur, f. 31.12. 1917, Þórdís, f.
13.12. 1920, og Ingólfur, f. 2.11.
1922.
Ingigerður ólst upp á Hlemmi-
skeiði. Hún eignaðist soninn Her-
mann Ágúst 9. ágúst 1933, hann er
kvæntur Guðmundu Auði Auðuns-
dóttur, f. 21. júní 1940, þeirra börn
eru 1) Auðunn f. 11. júní 1962, hann
er kvæntur Bergþóru Þorkelsdóttur,
f. 21. mars 1963, og eiga þau tvær
dætur. 2) Birna Gerður, f. 12. desem-
ber 1965, gift Birni Sigþórssyni, f.
10. október 1966, og eiga þau fjögur
börn. 3) Hulda Soffía, f. 26. júlí 1967,
gift Gunnari Þór Jónssyni, f. 8. júní
1965, þau eiga tvö börn, 4) Auður
Ágústa, f. 7. febrúar 1973, gift Guð-
jóni Sævarssyni, f. 2.
júlí 1971, þau eiga
þrjár dætur.
Árið 1936 flyst Ingi-
gerður að Andrésfjós-
um á Skeiðum og fer
að búa með Þorbirni
Ingimundarsyni, f. 5.
febrúar 1908, d. 19.
júlí 1968. Þau gengu í
hjónaband 26. apríl
1954. Þeim varð fjög-
urra barna auðið. 1)
Ingimar, f. 12. júlí
1939, kvæntur Magn-
eu Ástmundsdóttur, f.
19. febrúar 1945. Börn þeirra eru a)
Ingigerður, f. 24. nóvember 1965,
hennar maður er Guðjón Guðmunds-
son, f. 30. október 1970, og eiga þrjá
syni. Fyrir átti Ingigerður dóttur. b)
Bjarni, f. 20. nóvember 1976, kvænt-
ur Valgerði Rún Heiðarsdóttur, f. 18.
júní 1978, þau eiga tvo syni. 2)
Bjarni, f. 21. júlí 1940, d. 12. júní
1966. 3) Ingveldur, f. 26. ágúst 1945,
gift Jóni Trausta Ársælssyni, f. 2.
september 1942, þau eiga synina a)
Þorbjörn, f. 7. mars 1976, kvæntur
Önnu Valgerði Sigurðardóttur, f. 11.
apríl 1976, þau eiga tvö börn. b) Ár-
sæl, f. 11. nóvember 1980, hann á
eina dóttur. Fyrir átti Ingveldur son-
inn Ingimund, f. 7. desember 1965,
hann er kvæntur Ingibjörgu Jóns-
dóttur, f. 8. maí 1969, þau eiga tvö
börn. 4) Marel Ingvi, f. 14. maí 1951,
d. 2. sept. 2008.
Frá árinu 1997 dvaldist Ingigerð-
ur á dvalarheimili aldraðra á Sól-
völlum á Eyrarbakka við gott atlæti
og undi hag sínum vel.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Okkur langar að minnast hennar
ömmu sem kvaddi þennan heim laust
fyrir miðnætti hinn 16. október og
hefði orðið 97 ára hinn 6. nóvember
næstkomandi.
Amma var ein þessara kvenna sem
miðla þekkingu fyrri kynslóða með
gjörðum en sjaldan með orðum.
Engu að síður hafði hún ákveðnar
skoðanir á hlutunum og fór ekki í fel-
ur með þær, hvort sem hún var að
leggja okkur bræðrum lífsreglurnar
eða öðrum. Hún var félagslynd og
hafði gaman af því að spila ásamt því
að hafa mikið keppnisskap, og lét hún
okkur heyra það ef við unnum hana.
Og oft var blautur nefbroddur eftir
að spilaður hafði verið Svarti Pétur.
Eftir því sem tíminn leið fjölgaði
afkomendum hennar og nú skipta
þeir tugum. Amma hélt ágætis
tengslum við öll barnabörn sín og
fylgdist vel með því sem á daga
þeirra dreif með hjálp ættingja.
Aldrei fell henni verk úr hendi og
var hún að prjóna á barnabörnin
fram á síðustu stundir. Amma var
gjafmild og hafði mikla ánægju af því
að deila því sem hún hafði unnið með
eigin höndum. Það eru ófáar peys-
urnar, sokkarnir og vettlingarnir
sem haldið hafa hita á fjölda ættingja
og vina. Útsaumur var mikið hugð-
arefni hjá henni, myndir og dúkar
prýða heimili okkar allra og bera
handverki hennar gott vitni. Amma
taldi að best væri að ljúka því sem
byrjað væri á og ekki gefast upp þó
að á móti blési. Alltaf vildi hún leggja
sitt af mörkum eins og að leggja til
gos með sunnudagssteikinni sem hún
vissi að myndi gleðja barnabörnin.
Eins rötuðu oft brjóstsykur eða
súkkulaðimolar í litlar hendur þegar
þannig stóð á.
Við bræðurnir minnumst hennar
með gleði í hjarta og sól í sinni og trú-
um því að hún hafi skilið við í sátt og í
kyrrð.
Ingimundur, Þorbjörn
og Ársæll.
Látin er í hárri elli tengdamóðir
mín Ingigerður Bjarnadóttir, hún
hefði orðið 97 ára 6. nóvember og hún
var búin að nefna að henni langaði að
gefa með kaffinu á Sólvöllum á af-
mælisdaginn sinn, það verður kaffi
og það skal vera vel úti látið því hún
tengdamóðir mín, var gestrisin og
stór í öllu sem hún gerði. Hún var
stór í sér, hún hafði stórt skap og stóð
á sínu ef með þurfti. En hún var líka
stór í væntumþykju sinni á börnun-
um sínum, barnabörnum og ekki síst
langömmu börnunum, hún var stór í
gjöfum sínum og verkum öllum. Ég
held að það séu ekki margir sem
stóðu henni framar í verkum sínum,
það var sama hvort það var matar-
gerð á stóru og gestkvæmu heimili,
eða handavinna. Afköstin voru mikil,
stundum tók það ekki nema tvo sólar-
hringa að ljúka við peysuna, og ekki
var kastað til þess höndunum, enda
held ég að hún hefði aldrei sent neitt
frá sér sem ekki stóðst gagnrýni. En
það var ekki bara prjónaskapur sem
hún vann í höndunum, ófáar eru
myndirnar sem hún taldi út og til eru
hjá afkomendum og vinum. Á seinni
árum þegar hún var komin á dval-
arheimilið fór hún að sauma kaffi-
dúka, litla fallega dúka. Hún spurði
líka alltaf þegar ég kom hvað ég væri
að gera í höndunum.
Ég kynntist tengdamóður minni
best eftir að hún var komin að Sól-
völlum og ég fór að heimsækja hana
þangað og sitja á spjalli við hana í
herberginu hennar. Þá var yfirleitt
fyrst rætt um stórfjölskylduna, en
mestur var áhuginn fyrir þeim yngri,
barnabörnunum og ekki síður lang-
ömmu börnunum. Síðan að því um-
ræðuefni loknu fór hún oft að rifja
upp gamla daga, segja mér frá upp-
vaxtarárum sínum á Hlemmiskeiði,
þau voru 11 systkinin hún í miðjunni,
þar var mikið sungið og Gerða hafði
mikið yndi af söng og hafði sjálf góða
söngrödd. Eins sagði hún mér frá líf-
inu í Andrésfjósum og frá góða
manninum sem hún átti en missti
alltof fljótt. En það var ekki eina
sorgin hún missti einnig tvo syni, hún
bognaði en brotnaði ekki.
Árið 1997 urðu þáttarskil í lífi
Gerðu, þegar hún ákvað að flytja á
dvalarheimili aldraðra á Eyrar-
bakka. Þar kunni hún strax vel við sig
og var vel um hana hugsað.
Síðasti mánuður var tengdamóður
minni erfiður, eftir að hún datt og
braut mjöðm og þurfti að fara í stóra
aðgerð. Hún var ákveðin í að komst á
fætur og komst það, en svo kom aft-
urkippur og hún lést eftir þriggja
daga legu. Hún var fullkomlega tilbú-
in til ferðarinnar og hafði oft talað um
það. Fyrir stuttu sagði hún mér að
hana hafi dreymt mömmu sína þær
voru staddar í kirkjugarðinum og
stóðu á sitthvorum endanum á leiði,
en leiðið var töluvert langt. Við réð-
um draumin þannig að mamma henn-
ar tæki á móti henni þegar þar að
kæmi en hvað leiðin yrði löng var
ekki gott að segja. En nú er hún kom-
in á leiðarenda og ég er viss um að vel
hefur verið tekið á móti henni. Guð
blessi minningu tengdamóður minn-
ar, Ingigerðar Bjarnadóttur.
Guðmunda Auðunsdóttir.
Ingigerður
Bjarnadóttir
Kæri vinur.
Þakka þér fyrir að ég
fékk að kynnast þér. Þú
ert í hjarta mínu. Nú
hefur þú fengið frið.
Sofðu vært. Ný stjarna
með þínu nafni lýsir á
himni.
Þinn vinur,
Bente.
Elsku Aron okkar, það er svo sorg-
legt og ólýsanlega sárt að missa þig
frá okkur svona skyndilega. Þú varst
alltaf svo yndislegur og blíður þegar
þú heimsóttir okkur Elmar, en ég
verð að viðurkenna að ég kveið svolít-
ið fyrir að hitta þig í fyrsta skiptið en
Aron Snorri Bjarnason
✝ Aron SnorriBjarnason fæddist í
Reykjavík 18. desem-
ber 1984. Hann lést 15.
október sl. og var útför
hans gerð frá Fossvogs-
kirkju 26. október.
sú tilfinning hvarf um
leið og ég tók í hönd-
ina á þér og leit í aug-
un þín. Augun þín
voru svo góðleg og
einlæg, sem lýsir kar-
akter þínum einstak-
lega vel.
Elsku Aron minn,
ég er hjartanlega glöð
yfir því að hafa
kynnst þér og ég veit
að þú ert kominn á
betri stað núna, þú ert
frjáls. Ég og Elmar
munum ávallt hugsa
til þín og við elskum þig, alltaf.
Hvíldu í friði elsku Aron.
Elmar og Pattra.
Ungur fallegur maður í blóma lífs-
ins er farinn frá okkur. Hann hefur
verið sóttur til annarra verka.
Aron Snorri frændi okkar var bara
24 ára gamall.
Ég man þegar hann fæddist, hvað
amma hans Denný, sem var systir
okkar, var hreykin af litla prinsinum,
fyrsta barnabarninu sínu.
En því miður eru örlagadísirnar
manni ekki alltaf hliðhollar og lífið
getur tekið óvænta stefnu. Þá er gott
að eiga góða að sem hefur sýnt sig að
undanförnu, bræður Thelmu og vin-
konur hafa umvafið hana væntum-
þykju og vart frá henni vikið, sem er
ómetanlegt þegar maður stendur
andspænis því að hafa upplifað verstu
martröð hvers foreldris; að missa
barnið sitt.
Við biðjum guð um að styrkja ykk-
ur elsku Thelma, Bjarni, Sigríður,
Elmar og Brynjar og við óskum Aroni
góðrar ferðar til nýrra heimkynna,
þar sem við vitum að vel verður tekið
á móti honum.
Nú finnst mér svo tómlegt og eyðilegt allt;
hver elskar mig framar sem þú?
Og nú finnst mér allt svo veikt og valt
og vorið mitt dapurt og kalt.
En við hittumst, – og það er mín
hjartfólgin trú, –
Fyrir handan – ég og Þú!
(Guðmundur Guðmundsson)
Kveðja frá ömmusystrum,
Andrea, Helga og Lilja.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
SÓLVEIG RÓSA JÓNSDÓTTIR
frá Einarsstöðum,
Reykjadal,
Lómasölum 10,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn
28. október og hefst afhöfnin kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Alzheimerssamtökin
njóta þess.
Bragi Árnason,
Lilja Kristín Bragadóttir, Valdemar Gísli Valdemarsson,
Guðrún Jóna Bragadóttir, Hilmar Þorvaldsson,
Anna Þóra Bragadóttir, Haraldur Kr. Ólason,
Jóhanna Bragadóttir, Sigurjón Hendriksson,
Sigríður Jónsdóttir,
Aðalsteinn Jónsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR,
áður til heimilis að
Bessastöðum,
Álftanesi,
sem lést þriðjudaginn 20. október, verður
jarðsungin frá Bessastaðakirkju miðvikudaginn
28. október kl. 15.00.
Steina Kristín Kristjónsdóttir,
Danfríður Kristjónsdóttir, Sverrir Jónsson,
Guðbjörg Lárusdóttir, Jónas Halldór Jónasson,
Lára Kristjana Lárusdóttir,
Kristjón Sverrisson,
Vigdís Sverrisdóttir,
Kristín Sverrisdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, fósturbróðir, afi og langafi,
GEORG FRANKLÍNSSON,
Malmö,
Svíþjóð,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju Álftanesi
föstudaginn 30. október kl. 15.00.
Franklín Georgsson, Elínborg Jónsdóttir,
Jóhannes Georgsson, Erla Lóa Jónsdóttir,
Björk Georgsdóttir, Ársæll Friðriksson,
Lúðvík Georgsson, Birgit Engler,
Hulda Georgsdóttir, Michel Kizawi,
Baldvin Georgsson, Eva Georgsson,
Guðjón Þorbjörnsson, Hulda Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HJÁLMAR JÓHANN NÍELSSON,
Garðarsvegi 8,
Seyðisfirði,
andaðist þriðjudaginn 20. október.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn
30. október kl. 14.00.
Anna Þorvarðardóttir og aðrir aðstandendur.
✝
Systir okkar,
GUÐBJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR
frá Syðstu-Grund,
Eyjafjöllum,
lést á sjúkraheimili í Arizona, Bandaríkjunum,
fimmtudaginn 22. október.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Júlíus, Hulda og Marinó.