Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Fáið mér Harley Davidsonhjól – og morð verðurminna mál en að póst-leggja bréf“, minnir mig að
Klaus Rifbjerg hafi ort í fyrstu ljóða-
bók sinni frá 1956. Annað eins bull-
andi adrenalínsstreymi hafa margir
ungir menn að vísu oft upplifað á út-
göngu frá röggsamri stríðsmynd,
hasarrollu eða vestra. Og vonandi
freistuðust sem fæstir til að þenja
benzíngjöfina um of á heimleið frá
Háskólabíói s.l. fimmtudagskvöld.
Nema hvað nú var sá meginmunur
á að hið hvetjandi áreiti var ósýnilegt.
Engin blikandi kvikmynd á tjaldi örv-
aði hugann heldur „aðeins“ hljóð-
tjöldin. S.s. tónlistin sem áður fylgdi –
gæsalöppuð til marks um hvort ekki
sé fulldjúpt í árinni tekið, sem oft er
haft fyrir satt, að bezta kvikmynda-
tónlistin sé einatt sú er enginn tekur
eftir meðan á sýningu stendur.
Þótt vissulega séu mýmörg dæmi
um hljómdiskútgefna kvikmynda-
músík, þá gerist öllu sjaldnar að hún
standi undir sér ein á báti. Einhver
mest sláandi undantekningin er tón-
list Johns Williams (f. 1932), er hlaut
fyrstu óskarsverðlaun sín af fimm
fyrir „Jaws“ eða Ókindina frá 1975.
Óhugnaður urrandi hákarlsstefsins
nægði þannig einn til að eyða allri
löngun manns til suðlægra strand-
baða, jafnvel þótt hlustandinn hefði
enn ekki séð sjálfa myndina, og þarf
því varla frekari vitna við.
Fjölhæfni Williams í þessari fyrstu
heildardagskrá hans á Íslandi var
næsta ótrúleg. Þótt ekki kæmi fram
af tónleikaskrá hvernig syrpan var
saman sett – eftirgrennslan á staðn-
um leiddi líkur að því að fyrrum
áformaður en nýlátinn stjórnandi,
Erich Kunzel, hafi raðað henni niður í
samráði við höfundinn – þá myndaði
hún furðu heildstæða úttekt á snilli
þessa óvenju melódíska og víðfeðma
tónskálds breiðtjaldsins, sem trúlega
hefur gert meira og betur fyrir Holly-
wood en nokkur annar kvikmynda-
kompónisti síðustu 40 ára.
Og það sem meira er – SÍ-félagar
léku líkt og ráðnir væru upp á pró-
sentuarð af kvikmyndunum! Maður
trúði varla eigin eyrum, enda vafa-
samt hvort önnur eins hnífskörp
frammistaða hefði verið hugsanleg
fyrir aldamót. Hvort viðfangsefnin
höfðuðu svona sterkt til flytjenda, eða
hvort Michael Krajewski hafi náð því-
líkum undratökum á hljómsveitinni
að jafnaðist á við árangur örfárra
annarra erlendra gestastjórnenda,
var illmögulegt að meta á skammri
kvöldstund. Hitt stóð eldskýrt eftir:
Hið eilífa ævintýraeðli 10-80 ára
stráka hlaut hér skammt sem virki-
lega sagði sex – ekki sízt fyrir svell-
andi glæsiblástur lúðra og sláttarfimi
slagverks, að ógleymdum tilfinn-
ingaþrungnum fiðlueinleik Sigrúnar
Eðvalds í Schindler’s List og ganda-
vittandi töfraklingi Önnu Guðnýjar á
selestu í Harry Potter.
Manni var snemma öldungis sama
um allan hugsanlegan skort á frum-
leika eða langlífislíkum. Enda reis
músíkin langt yfir ávæningar bet-
urvitandi menningarpostula um of-
hleðslu og „kitsch“ – meðal annars
þökk sé hvað hún reyndist mun fág-
aðri undir yfirborði en við fyrstu bíó-
heyrn. Og þó að sjálfur Svarthöfði í
fullum skrúða gerðist óvæntur leyni-
gestastjórnandi Keisaramars
Stjörnustríða, þá dró það sízt úr
dúndrandi upplifun tónleikagesta, er
risu allir sem einn á fætur fyrir Of-
mannsstefið (Superman) í tónleikalok
sem flutt var af sannkölluðum kryp-
tonskum kynngikrafti.
Kryptonskur kynngikraftur
Háskólabíó
Sinfóníutónleikar bbbbm
Kvikmyndatónlist eftir John Williams.
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi:
Michael Krajewski. Fimmtudaginn 22.
október kl. 19:30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST Ofurmennið Stefið
úr Superman var
flutt við afar góðar
undirtekir.
ÞAU mistök voru gerð í síðustu viku
að sagt var að leikverkið Hnykill yrði
frumsýnt 1. nóvember en hið rétta er
að verkið verður frumsýnt 6. nóv-
ember, í Bygggörðum 5 á Seltjarn-
arnesi. Í sýningunni stýrir leikkonan
og leikstjórinn Margrét Vilhjálms-
dóttir hópi listamanna og fer með
áhorfandann í óhefðbundið ferðalag
þar sem ólíkum listformum er teflt
saman svipað og get var í verkunum
Gyðjan í vélinni sem sýnt var í varð-
skipinu Óðni 2007, og Orbis Terræ-
ORA sem sýnt var í Þjóðmenning-
arhúsinu fyrir listahátíð í ár.
Fjöldi tónlistar- og myndlist-
arfólks kemur að verkinu auk fjölda
leikara. „Ævintýri sem áhorfandinn
er leiddur í gegnum í eiginlegri
merkingu,“ eins og það er orðað í til-
kynningu vegna sýningarinnar og
sagt að áhorfandinn leggi af stað í lít-
ið ferðalag og hitti fyrir persónur
sem segi ótrúlegar sögur af söknuði,
ástarsorg, eftirsjá og gleði.
Ólöf Arnalds og Helgi Rafn Ingv-
arsson semja tónlist og hljóðmynd
við verkið en Katrín Þorvaldsdóttir
sér um hönnun og hefur yfirumsjón
með gerð leikmyndar en Ríkey
Kristjánsdóttir sér um bún-
ingahönnun. Lýsing er í höndum
Arnars Ingvarssonar. Sviðs-
listamenn eru Ásgerður Júníusdótt-
ir, Vilborg Ólafsdóttir, Ólöf Ingólfs-
dóttir, Berglind Ágústsdóttir,
Halldóra Malin Pétursdóttir, Magn-
ea Valdimarsdóttir, Magnús Guð-
mundsson, Gríma Kristjánsdóttir,
Halla Mía Ólafsdóttir og Védís Ólafs-
dóttir. Innsetningar í verkinu annast
nokkrir listamenn, þ. á m. Bjarni
Massi, Ryan Patreka, Kristjan Zakl-
insky, Marta Macuka, Karolina Pav-
ilka, Júlía Embla Katrínardóttir,
Viktor Pétur Hannesson og Karolina
Bogusławska.
Miðasala á sýninguna fer fram í
síma 595 9170 kl. 10-19 á virkum dög-
um og 11-14 á laugardögum.
Morgunblaðið/Ómar
Margrét Vilhjálmsdóttir Leiðir listamenn um undraheim Hnykils.
Leiðrétt
Leikverkið Hnykill
frumsýnt 6. nóvember
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:40 B.i. 16 ára
Zombieland kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Zombieland kl. 6:30 - 8:30 - 10:30 B.i.16 ára
Broken Embraces kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 ára
Antichrist ATH. ótextuð kl. 10:40 B.i.18 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 B.i.16 ára
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Capitalism kl. 6 - 9 B.i. 7 ára
Zombieland kl. 6 - 8 - 10 B.i.16 ára
Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Guð blessi Ísland kl. 5:45 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 8 B.i.16 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI
HHH
„Teikningarnar og tölvu-
grafíkin ber vott um
hugmyndaauðgi og er afar
vönduð, sannkallað konfekt
fyrir augað.”
-S.V., MBL
„9 er allt að því framandi
verk í fábreytilegri
kvikmyndaflórunni, mynd
sem skilur við mann dálítið
sleginn út af laginu og
jákvæðan”
-S.V., MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Ein umtalaðasta myndin
í heiminum í dag!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Auðmenn elska peninga,
en þó sérstaklega
peningana þína!
HHH
„Ef þú sást fyrstu myndina
og fílaðir hana, þá máttu
alls ekki sleppa þessari!“
T.V. – Kvikmyndir.is
Mikil grimmd og logandi
frásögn. Lisbeth Salander
er orðin klassísk og ein
eftirminnilegasta persóna
glæpabókmenntana.
F.E. Rás 2
„Frábær eins og sú fyrsta! Heldur
athygli manns allan tímann!
Maður getur eiginlega ekki beðið
um meiri gæði!“
–H.K., Bylgjan
HHHH
„Stúlkan sem lék sér að eldinum
er ekki síðri en forveri hennar ...
afar spennandi, takturinn betri...
Michael Nykvist og Noomi Rapace
eru frábær í hlutverkum sínum“
– VJV, FBL
www.facebook.com/graenaljosidSÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
HHHH
ÓHT, Rás 2
HHHH
„ALVEG ÓGEÐSLEGA FYNDIN“
– ÞÞ, DV
HHHH
„ZOMBIELAND ER KLIKKUГ
T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHHH
„ AÐDÁENDUR VERÐA EKKI
SVIKNIR.“
V.J.V, Fréttablaðið
HHH
D.Ö.J., kvikmyndir.com
600 k
r.
Gildir
ekki í
lúxus
600 k
r.
600 k
r.
600 k
r.
600 k
r.
HHH
-S.V., MBL
600 k
r.
HHHH
– H.S., MBL
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR