Morgunblaðið - 27.10.2009, Síða 31
Góð saman Ilmur, til hægri, í hlutverki Ástríðar með vinnufélögunum.
Hún klikkar ekki, óheppnaunga konan sem passarilla inn í hópinn og kemur
sér endalaust í vandræðalegar að-
stæður með eigin aulagangi. Þessi
manngerð hefur verið vinsælt um-
fjöllunarefni í bókum, sjónvarps-
þáttum og bíómyndum síðan hin
breska Bridget Jones steig fram á
sjónarsviðið. Konur tóku fagnandi
þessari óheppnu kynsystur sinni
sem var langt frá þeirri full-
komnun sem vanalega birtist í
skáldskap fyrir konur.
Íslenskir sjónvarpsáhorfendurhafa nú eignast sína Bridget. Í
lok sumars hóf Stöð 2 sýningar á
Ástríði, rómantískri gaman-
þáttaröð sem á sér stað í íslensk-
um veruleika. Ilmur Kristjáns-
dóttir fer með hlutverk Ástríðar,
ungrar konu sem er að hefja störf
hjá fjármálafyrirtæki. Hún er svo-
lítið utanveltu í þeim heimi; í
klæðaburði, hegðun og hugsun.
Ástin er henni hugleikin og geng-
ur henni álíka illa að fóta sig í
heimi hennar eins og í vinnunni.
Ástríður er mjög venjuleg
stelpa sem er óörugg í þessari
veröld sem hún á ekki alveg
heima í. Hún á auðvelt með að
koma sér í vandræðalegar að-
stæður sem eru oft á tíðum kostu-
legar.
Ilmur er fullkomin í þetta hlut-
verk sætu en ekki of sætu stelp-
unnar. Samleikur hennar og
Kjartans Guðjónssonar í þáttunum
er líka frábær. Kjartan fer með
hlutverk Bjarna frænda Ástríðar
sem vinnur á sama stað og hún.
Hann er kvensamur útlitsdýrk-
andi í aldursafneitun. Hann kallar
allar konur elskur og telur hverja
og eina óða í sig, slepjulegur en
um leið lúði sem á allt of margar
fyrirmyndir í íslenskum veruleika.
Annars njóta allir leikararnir sín
vel í þessum þáttum og persónu-
sköpunin er sannfærandi.
Ástríður höfðar helst til kvennaí yngri kantinum, þeirra sem
geta auðveldlega samsamað sig
lífi hennar. Ég er í þeim hópi og
skemmti mér konunglega yfir
þessum þáttum. Þeir eru vel
heppnaðir og fín afþreying.
Eins og áður segir á Ástríður
sér fyrirmyndir í stúlkum eins og
Bridget Jones; óheppna konan í
hinum fullkomna heimi sem nær
ekki að uppfylla þær kröfur sem
samfélagið gerir til kvenna. Verst
er að þættir af þessari gerð eiga
það til að gangast við þessum
kröfum samfélagsins, helsta
markmið aðalpersónanna verður
að ná sér í maka, eignast húsið,
börnin, falla inn í fullkomleikann í
staðinn fyrir að lifa sátt í „ófull-
komleikanum“.
Hvað sem segja má um formúl-una sem þættirnir um Ástr-
íði eru gerðir eftir eru þeir mjög
ánægjuleg viðbót í sjónvarpsflór-
una, á tímum þegar leit út fyrir að
glæpaþættir væru það eina sem
Íslendingar gætu framleitt.
ingveldur@mbl.is
Hin íslenska Bridget Jones
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
» Ilmur er fullkomin í þetta hlutverk
sætu en ekki of sætu
stelpunnar.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009
Zombieland kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.16 ára 9 kl. 10:15 B.i.10 ára
Zombieland kl. 4 - 6 - 8 - 10 Lúxus Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára
Friðþjófur forvitni (ísl. tal) kl. 3:40 (650 kr.) LEYFÐ The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 B.i.14 ára
Jóhannes kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:40 LEYFÐ
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 9Sýnd með ísl. tali kl. 6
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR!
500 KR. Á ALLAR MYNDIR, NEMA ÍSLENSKAR MYNDIR!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í REGNBOGANUM
Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15
SUMIR DAGAR...
NÝ ÍSLENSK GAMANMYND
HHHHH
A.K., Útvarpi Sögu
HHHHH
A.G., Bylgjan
HHH
– S.V., MBL
4 PÖR FARA SAMAN Í
FERÐALAG TIL HITABELTISEYJU
HVAÐ GÆTI MÖGULEGA
FARIÐ ÚRSKEIÐIS?
SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND
MEÐ FRÁBÆRUM LEIKURUM
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SUMIR DAGAR...
NÝ ÍSLENSK GAMANMYND
HHH
„Jóhannes er myndin
hans Ladda, hún er
röð af bráðfyndnum
uppákomum sem
hann og pottþétt
aukaleikaralið koma
frábærlega til skila
svo úr verður ósvikin
skemmtun. ...Sann-
kölluð „feelgood”-
mynd, ekki veitir af.”
– S.V., MBL
HHHHH
„Þetta er alvöru
tær snilld.”
A.K., Útvarpi Sögu
HHHHH
„Æðisleg. Þetta er
það besta síðan
Sódóma Reykjavík“
A.G., Bylgjan
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI AÐRA VIKUNA Í RÖÐ!
SIGURVEGARI
KVIKMYNDAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS 2009
SÝND Í REGNBOGANUM
HHH
„Tímamótamynd!”
– Erpur Eyvindarson, DV
HHH
– Sæbjörn Valdimarsson, Mbl
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Bíómynd
fyrir
alla
krakka
500 k
r.
600 kr
.
600 kr
.
600 kr
.
600 kr
.
600 kr
.
500 k
r.
500 k
r.
17.500 MANNS FYRSTU 10 DAGANA!
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI AÐRA VIKUNA Í RÖÐ!
17.500 MANNS FYRSTU 10 DAGANA!
Þú færð 5%
endurgreitt
í Smárabíó
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
IVANKA Trump,
dóttir Donalds
Trumps, gifti sig
um liðna helgi.
Sá heppni heitir
Jared Kushner
og er eigandi
dagblaðsins The
New York Ob-
server. Brúð-
kaupið fór fram
á lúxusklúbbi föður brúðarinnar í
New Jersey á sunnudaginn.
Trump er 27 ára og erfingi mik-
illa auðæfa. Til brúðkaupsins var
boðið um fimm hundruð manns og
stóð veislan frameftir nóttu.
Kvöldinu fyrir brúðkaupið eyddi
fyrirsætan í slökun með nánustu
vinum sínum. Hún skrifaði á Twit-
ter-síðu sína að hún hefði eytt
kvöldinu með fimm vinkonum sín-
um við að borða góðan mat og
slaka á.
Ivanka Trump klæddist brúðar-
kjól frá Veru Wang.
Stórbrúð-
kaup Trump
Ivanka Trump