Morgunblaðið - 27.10.2009, Side 32

Morgunblaðið - 27.10.2009, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 Lára Rúnarsdóttir gaf á dög-unum út sína þriðju sóló-plötu, Surprise, og er titillskífunnar réttnefni að því leytinu til að tónlistin er almennt með talsvert glaðværara yfirbragði en fyrri plöturnar tvær. Rödd Láru fer þó létt með skiptinguna og hvenær sem takturinn tek- ur á rás verður röddin björt, stelpuleg og sjarmerandi; reyndar nýtur röddin sín enn betur í hærri tóntegundum. Henni til full- tingis eru helstir þremenningarnir sem skipa ásamt söngkonunni Kokteilkvartettinn, þeir Jakob Smári Smári Magnússon bassaleikari, Pét- ur Hallgrímsson gítarleikari og Arnar Þór Gíslason trommuleikari. Einvala- lið þar á ferð og spilamennskan eftir því. Lög og textar á nýju plötunni eru öll samin af Láru og eru þau flest prýðileg, þó inni á milli séu fáein sem vantar tilfinnanlega „húkk“ sem gríp- ur í og situr svo eftir. Í þeim tilfellum virka lögin sem ósköp venjuleg popp- lög sem heyrst hafa ótal sinnum áður. Vel má vera að gera hefði mátt meira með þau varðandi útsetningar og hljómblöndun, ljá þeim meira afger- andi svip. En þau eru góðu heilli í minnihluta og plötuna prýða heilmörg fín lög sem mörg hver hafa raðast á seinni hlutann; þar er að finna slag- arann ómótstæðilega, „In Between“, sem þegar hefur talsvert hljómað á öldum ljósvakans, hið frábæra „Bo- red“ sem er eitt allra besta lag plöt- unnar, „My Land“ sem er flott en líð- ur eilítið fyrir tyrfinn texta, „Love“ og „Goddess Of Creation“. Úrvalsmúsík allt saman. Sem fyrr sagði er valinn maður í hverju rúmi við hljóðfæraleikinn og fagmennskan skín af hverjum tóni. En sérstaklega verður að geta þáttar bassaleikarans, Jakobs Smára. Hann sýnir sannkallaða meistaratakta, hvert sem litið er, og gerir geysimikið fyrir plötuna í heild. Einu gildir hvert tempóið eða yfirbragðið er hverju sinni, bassaskáldið á alltaf rétta hljóminn í handraðanum og bindur músíkina saman þéttum strengjum. Allt í allt lífleg og ljómandi skemmti- leg plata og sú besta sem Lára hefur sent frá sér. Lára Surprise er besta platan henn- ar til þessa, að mati gagnrýnanda. Lára – Surprise bbbmn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Ljómandi Lára Svarti svanurinn er í aðal-hlutverki á sýninguGjörningaklúbbsins íKling og Bang galleríi. Upplifunin á sýningunni er eins og að stíga inn í barnaævintýri sem reynist fullgott líka handa full- orðnum. Teiknimynd um svartan svan sem lendir óvart slasaður í ókunnu landi er myndlíking fyrir óvæntan atburð samkvæmt sýn- ingarskrá, kemur „eins og þruma úr heiðskíru lofti“. Þrívíðir skúlp- túrar sem eru sviðsettir í mismiklu kastljósi þétta ævintýraímyndina í kringum svarta svaninn úr næl- onsokkabuxunum sem leikur þar aðalhlutverk og skapa ákveðið sál- rænt andrúmsloft. Útsaumsverk sem minnir á gamaldags refil dregur fram tilfinningu fyrir mik- ilvægum sögulegum skírskotunum, sýningin er að fjalla um atburði samtímans á ævintýralega yf- irfærðan hátt. Hvað fígúrurnar eiga beinlínis að tákna er ekki endilega augljóst en boðskapurinn er skýr. Það að ást og umburð- arlyndi gilda í öllum aðstæðum. Þegar hvíti og svarti svanurinn umbreytast í eins konar sebrasv- ani minna þeir á snemmborið op- verk Vasarellis frá 1939 af tveimur sebrahestum sem mynda samfellt mynstur. Bekkur sem naglar hafa verið negldir í og mynstur sem er myndað á honum með því að strengja litaða þræði milli nagl- anna minna einnig á sjónrænan galdur bliklistarinnar. Bekkurinn ásamt eggjunum í rökkurtjaldinu minnir á tvöfeldni tilverunnar, dregur athyglina að göddunum sem fylgja rósinni og hinum dimma innri veruleika sem allt líf vex fram úr og allt ljós grundvall- ast á. Fagurfræði sýningarinnar byggist á alþýðlegri handverks- hefð í anda Gjörningaklúbbsins í bland við alþýðlega sagnahefð æv- intýranna. Vel heppnuð blanda sem skilar fallegri sýningu sem virðist hafa vaxið fram áreynslu- laust í garði ævintýraprinsessanna í Gjörningaklúbbnum. Klak svarta svansins Svanur Skúlptúr á sýningunni sem er m.a. unninn úr nælonsokkabuxum. Kling & Bang gallerí, Hverfisgötu Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir, innsetning bbbbn Sýningin stendur til 15. nóvember. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl 14-18. Aðgangur ókeypis. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/G.Rúnar Gjörningaklúbburinn Þær Sigrún, Eirún og Jóní. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 88/100 CHICAGO SUN-TIMES, ROGER EBERT SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI FRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG KNOCKED UP. GRÍNMYND MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN OG FRÁ LEIK STJÓ RA C RAN K HÖ RKU HAS ARM YND ÞÚ SPILAR TIL AÐ LIFA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRIBRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKUSPENNANDI MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF MANNLEG FULLKOMNUN – HVAÐ GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS? SURROGATES HHHH - K.U. - TIME OUT NEW YORK "ENTERTAINING AND INGENIOUS! - ROGER EBERT EKKI ER ALLT SEM SÝNIST! MÖGNUÐ SPENNUMYND SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA 88/100 CHICAGO SUN-TIMES, ROGER EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM “MORE SHOCKING THAN ‘THE SIXTH SENSE.’” – PAUL CHRISTENSEN, MOVIEWEB.COM “NOT SINCE ‘FATAL ATTRACTION’ HAS A MOVIE DELIVERED SUCH SURPRISING MOMENTS.” – MARK S. ALLEN, CBS-TV SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HVAÐ GÆTI MÖGULEGA FARIÐ ÚRSKEIÐIS? SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND MEÐ FRÁBÆRUM LEIKURUM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK 4 PÖR FARA SAMAN Í FERÐALAG TIL HITABELTISEYJU GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR / KRINGLUNNI COUPLES RETREAT kl. 8:10D - 10:30D 12 DIGITAL GAMER kl. 8:15D - 10:30D 16 DIGITAL SKELLIBJALLA OG TÝNDI FJÁRSJ. m. ísl. tali kl. 6:15D L DIGITAL FAME kl. 6:15 L DIGITAL ORPHAN kl. 10:30 16 SURROGATES kl. 8:30 12 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl. 6:15D L DIGITAL / ÁLFABAKKA COUPLES RETREAT kl. 5:50 - 8D - 10:20D 12 DIGITAL SURROGATES kl. 8 12 COUPLES RETREAT kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP ORPHAN kl. 8 -10:20 L GAMER kl. 8 - 10:20 16 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl. 6D 12 SKELLIBJALLA.. m. ísl. tali kl. 6 L FUNNY PEOPLE kl. 10 12 FAME kl. 5:50 - 8 - 10:20 L UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L SURROGATES kl. 6 LÚXUS VIP COUPLES RETREAT ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... SKELLIBJALLAOGTÝNDIFJ. m GAMER ORPHAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.