Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 298. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «LEIKGLEÐI Á KÖRFUKNATTLEIKSMÓTI ÚRSLIT AUKAATRIÐI Á HÓPBÍLAMÓTI FJÖLNIS «ÖZDEN DÓRA HATTAHÖNNUÐUR Lærði hjá þeim bestu í Bretlandi 96 ára SÓLIN er lágt á lofti á hádegi á vetrarhimninum og getur það valdið mörgum, ekki síst ökumönnum, talsverðum óþæg- indum þegar geislarnir byrgja þeim sýn. Ökumaður á Gullinbrú í Reykjavík blindaðist af sólinni í gær með þeim afleiðingum að hann ók á ljósastaur og þótt talsvert sæi á bílnum og staurnum urðu meiðsli ekki alvarleg. Lögreglan beinir því til ökumanna að fara afar varlega þegar sólin er hvað lægst á lofti, þeir gæti þess að hafa rúður hrein- ar og ljósabúnað í lagi. FARA ÞARF VARLEGA Í UMFERÐINNI ÞEGAR SÓL ER LÁGT Á LOFTI Morgunblaðið/RAX Umferð gekk ágætlega í gær þótt nokkur óhöpp hafi orðið vegna þess að ökumenn blinduðust af sól  Loftrýmisgæsla yfir Íslandi mæt- ir engri beinni varnarþörf. Megin- verkefni þeirra erlendu herja sem gæslunni sinna er að fljúga til móts við rússneskar sprengjuflugvélar og fylgja þeim eftir. Ekkert liggur hinsvegar fyrir um hvernig brugð- ist skuli við rjúfi Rússar íslenska lofthelgi eða hver eigi að taka ákvörðun um viðbrögð. Þetta kem- ur fram í grein eftir Höllu Gunn- arsdóttur í Skírni. »11 Rjúfi Rússar lofthelgi er engin viðbragðsáætlun  Ekki er sjálf- gefið að eig- endur fyrir- tækja, sem skuldir hafa ver- ið afskrifaðar hjá, komi að áframhaldandi rekstri þeirra. Þetta segir Jó- hanna Sigurð- ardóttir forsætis- ráðherra um þann möguleika að Nýja Kaupþing afskrifi tuga millj- arða króna skuldir Haga en núver- andi eigendur verði áfram við stjórnvölinn. Telur forsætisráð- herra að í tilvikum stærri fyr- irtækja sé rétt að bjóða fyrirtækin hæstbjóðanda. »6 Vill fyrirtæki í útboð eftir skuldaafskriftir bankanna Jóhanna Sigurðardóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is ERLENDAR skuldir Íslands gætu náð um 310% af landsframleiðslu á þessu ári. Yfir tuttugu prósent stærstu fyrirtækja eru gjaldþrota eða í greiðslustöðvun. Fimmta hvert heimili með neikvæða eiginfjárstöðu og hlutfallið hækkar haldi húsnæðisverð áfram að lækka. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn birti í gær skýrslu um efnahagsáætl- un Íslands. Í skýrslunni er mat AGS sett fram, þess efnis að skuldastaða landsins sé ekki jafnslæm og áður var talið, og telur sjóðurinn að Ísland geti risið undir byrðinni. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði aftur árið 2011, þá 0,9%, og fari stighækkandi árin á eftir. Árið 2014 er gert ráð fyrir 4% hagvexti. Þá er í skýrslunni komið inn á ýmsa áhættuþætti. Einna stærstur er bakreikningur sem komið getur til ef neyðarlögunum verður hnekkt fyrir dómi. Talið er að um 620 milljarðar króna geti fallið á íslenska ríkið fari svo. Það myndi auka skuldir um 40% af landsframleiðslu. Bankarnir eiga að geta mætt áföllum Hvað bankana varðar er talið að þeir þurfi að endur- skoða og jafnvel afskrifa tvö af hverjum þremur lánum ís- lenskra fyrirtækja. Gjaldþrotum hafi enda fjölgað veru- lega á árinu eða um 20% frá fyrra ári. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir ljóst að óvissa ríki um marga þætti og framtíðarinnar sé að dæma um það hvernig tekist hafi til. „Það ræðst allt af því hvort þarna er nægilegt borð fyrir báru til að mæta þessum afskriftum, s.s. í matinu á lánasöfnunum.“ Lánasöfn nýju bankanna eru einnig til umfjöllunar og fá vægast sagt slæma einkunn, en talið er að afskrifa þurfi allt að 60-70% prósent sumra flokka útlána. Þrátt fyrir þetta telja Steingrímur og Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra að bankarnir hafi verið nægilega vel fjár- magnaðir. „Þeir byrjuðu með umtalsvert hærra eigin- fjárhlutfall en er alþjóðlegt lágmark og það endurspeglar þessa óvissu,“ segir Gylfi. Í skýrslu AGS er nefnt að margir Íslendingar telji skyndilausn á efnahagsvandan- um felast í upptöku evru. Ríkisstjórnin viðurkenni þó að yrði sú leið farin tæki hún mörg ár í framkvæmd. 620 milljarðar gætu fallið á ríkið  Hár reikningur ef neyðarlögum verður hnekkt fyrir dómi  Bankarnir þurfa að endurskoða 66% lána til fyrirtækja » Erlendar skuldir gætu náð 310% af landsframleiðslu á þessu ári » Yfir 20% stærstu fyrirtækja eru gjaldþrota eða í greiðslustöðvun » Skuldastaðan betri en talið var TILRAUN um rafrænar kosningar í nokkrum sveitarfélögum næsta vor hefur verið frestað. Unnið hefur verið að málinu í ráðu- neyti sveit- arstjórnarmála en fjárskortur haml- ar því að lengra verði komist í bili. „Við þurfum 35 til 40 milljónir kr. svo ljúka megi verkefninu. Und- irbúningsvinnu er lokið en þróun hugbúnaðar er eftir og því frestast þetta til næstu kosninga enda nýtist sú vinna sem við höfum þegar lagt í málið,“ segir Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Miðað var við að rafrænar kosn- ingar yrðu haldnar í einu til þremur sveitarfélögum. „Við tókum jákvætt í að vera eitt af þessum sveitarfélögum í rafrænum kosningum. Höfðum sent inn erindi þar um til ráðuneytisins en höfum ekki heyrt neitt meira,“ segir Ásgerð- ur Halldórsdóttir bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi. sbs@mbl.is Fresta raf- rænum kosningum Kristján L. Möller Þurfa 40 milljónir í hugbúnaðarþróun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 298. tölublað (04.11.2009)
https://timarit.is/issue/334592

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

298. tölublað (04.11.2009)

Aðgerðir: