Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 30
að hafa Dave Lombardo að nýju bak við settið en hann sneri aftur á síð- ustu plötu, Christ Illusion, sem kom út fyrir þremur árum.    Þannig skipuð átti Slayer sittgullaldarskeið í upphafi þrass- ins. Eftir að hafa stillt saman strengi sína á tveimur plötum sló sveitin rækilega í gegn á fyrstu plötunni sem kom út hjá stóru út- gáfufélagi, Reign in Blood, 1986. Hún er sannarlega eitt af meist- araverkum rokksögunnar. Í kjölfar- ið komu South of Heaven (1988) og Seasons in the Abyss (1990) sem gáfu Reign in Blood lítið eftir. Sla- yer kom sér makindalega fyrir í forgrunni þrassins ásamt Metallica. Meðan síðarnefnda sveitin hljóp út undan sér um tíma (skilaði sér raunar með glæsibrag heim á Death Magnetic í fyrra) hefur Slayer alla tíð haldið tryggð við þrassið. Hvert eiga menn svo sem að fara þegar þeir hafa fundið hinn eina sanna tón? Enda þótt Metallica og Slayer séu sprottnar úr sama sverði skilur margt sveitirnar að. Má þar nefna lengd laga. Meðan James Hetfield og félagar hafa löngum lagt ofur- kapp á langar og ítarlegar laga- » Araya skyrpir út úrsér orðunum með tannholdi og gítarar Kings og Hannemans gelta eins og vélbyssur á vesturvígstöðvunum. Það er oft vandræðalegt þegartónlistarmenn geta sighvergi hrært fyrir gáfum og frumleika. Eru spastískir af list- fengi. Tónlist manna af þessu tagi verður oft fjarlæg og fráhrindandi. Leitun er að tónlistarstefnu sem er eins tilgerðarlaus og helsta skrautfjöðrin í hatti þungarokksins, þrass. Menn stinga bara í samband og þrassa úr sér lifur og lungu. Ekkert helvítis kjaftæði. Þrassið verður ekki ómengaðra en í meðförum fjórmenninganna frá Huntington Park, Slayer, sem halda um þessar mundir upp á 28 ára starfsafmæli sitt með nýrri breið- skífu, World Painted Blood, sem kom í allar betri hljómplötu- verslanir í gær. Þar þrassa menn sem aldrei fyrr. Tom Araya skyrpir út úr sér orð- unum með tannholdi og gítarar Kerrys Kings og Jeffs Hannemans gelta eins og vélbyssur á vestur- vígstöðvunum. Með fullri virðingu fyrir Paul Bostaph er líka notalegt smíðar hefur Slayer jafnan stillt lengdum sinna laga í hóf. Enda þótt á því séu undantekningar. Spurður um þetta svaraði Hanneman því ein- hverju sinni til að þeir vegendur hefðu óbeit á endurtekningum. Við sama tækifæri lét hann þess getið að þeir hefðu heldur ekki yndi af „klöppum saman höndunum- lagasmíðum“.    Það er sumsé engin tilviljun aðWorld Painted Blood er aðeins tæpar fjörutíu mínútur að lengd og er hún þó með lengri plötum sveit- arinnar. Þeir kumpánar eru ekk- ert að tvínóna við hlutina. Góð Sla- yer-plata er á við tveggja fóta tæklingu frá Stuart nokkrum Pe- arce. Heldur þótti draga af Slayer á tí- unda áratugnum enda þótt sveitin sendi frá sér fjórar skífur til og með árinu 2001. Allt ágætar plötur en náðu ekki sömu hæðum og fyrri verk. Það var svo eins og eitthvað gerðist á Christ Illusion. Snerpan jókst og leikgleðin sneri aftur. Verðlaunin voru fimmta sætið á Billboard-listanum góða. Besti ár- angur Slayer frá upphafi vega.    Skemmst er frá því að segja aðgömlu mennirnir halda upp- teknum hætti á World Painted Blo- od. Bjóða upp á eðalþrass. Riffin, sólóin, keyrslan. Þetta er allt þarna. Sjálfur hefur Kerry King borið skíf- una saman við Seasons in the Abyss og það er ekki fjarri lagi. Synd að Slayer geti ekki fylgt skífunni eftir strax vegna bakmeiðsla Arayas. Á köflum kallast World Painted Blood á við Death Magnetic þeirra Metallica-manna enda meistari Rick Rubin með puttana í báðum plötum. Gamlir flösuþeytar komast hrein- lega við þegar þeir horfa á þessa helstu kyndilbera þrassins feta sama stíginn á nýjan leik. Það breytir ekki því að Slayer er ekki fyrir byrjendur. Nái menn engu sambandi við Metallica er til- gangslaust að reyna sig við Slayer. Textar þeirra vegenda, sem Ara- ya, Hanneman og King semja til skiptis, eru engar vögguvísur frem- ur en endranær. Brútal tónlist kall- Þref fyrir þrass AF LISTUM Orri Páll Ormarsson Vegendur Blóð og iður ganga sem fyrr upp um alla veggi á nýju plötunni. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 650kr. Auðmenn elska peninga, en þó sérstaklega peningana þína! HHH „Ef þú sást fyrstu myndina og fílaðir hana, þá máttu alls ekki sleppa þessari!“ T.V. – Kvikmyndir.is Mikil grimmd og logandi frásögn. Lisbeth Salander er orðin klassísk og ein eftirminnilegasta persóna glæpabókmenntana. F.E. Rás 2 „Frábær eins og sú fyrsta! Heldur athygli manns allan tímann! Maður getur eiginlega ekki beðið um meiri gæði!“ –H.K., Bylgjan HHHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er ekki síðri en forveri hennar ... afar spennandi, takturinn betri... Michael Nykvist og Noomi Rapace eru frábær í hlutverkum sínum“ – VJV, FBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI H H SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI This is It kl. 5:45 - 8 - 10:10 LEYFÐ Jóhannes kl. 8 - 10 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:40 B.i. 16 ára Paranormal Activity kl. 6 - 8 -10 B.i.16 ára Wanted and Desired kl. 5:45 B.i.12 ára Zombieland kl. 8 -10:15 B.i.16 ára Broken Embraces kl. 6 - 9 B.i.12 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára This it It kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Capitalism kl. 6 - 9 B.i. 7 ára Zombieland kl. 8 - 10 B.i.16 ára Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Guð blessi Ísland kl. 5:45 Ath. síðustu sýningar LEYFÐ SÝND Í REGNBOGANUM www.facebook.com/graenaljosid Nýju ljósi varpað á eitt umdeildasta sakamál síðar tíma í grípandi og gríðarlega vandaðri heimildarmynd. Perla sem enginn kvikmyndaunnandi lætur fram hjá sér fara. „Frábær!“ - Roger Ebert „Hárbeitt rökræða! Vönduð og snjöll.“ - The New York Times „Svo töfrandi og kraftmikil að eins hefur varla sést áður!“ - Entertainment Weekly „Gríðarlega grípandi og vel gerð!“ - The Hollywood Reporter SLÁANDI, ÓGNVEKJANDI OG SVO MÖGNUÐ AÐ ÞÚ SITUR EFTIR Í LOSTI! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI EINGÖNGU SÝND Í 2 VIKUR ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI SEM HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR „Mynd sem þú verður að sjá í bíó til að fá tónlistina og upplifunina beint í æð.” H.A., FM 957 SÝND Í REGNBOGANUM Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5% endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 298. tölublað (04.11.2009)
https://timarit.is/issue/334592

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

298. tölublað (04.11.2009)

Aðgerðir: