Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
124,37
203,1
114,92
24,497
21,351
17,346
120,58
1,3786
196,99
182,33
Gengisskráning 3. nóvember 2009
124,67
203,59
115,26
24,569
21,414
17,397
120,92
1,3826
197,58
182,84
235,0221
MiðKaup Sala
124,97
204,08
115,6
24,641
21,477
17,448
121,26
1,3866
198,17
183,35
Heitast 7°C | Kaldast 0°C
NA 5-13 m/s, hvass-
ast NV-til. Slydda eða
rigning N- og A-lands
en bjart að mestu á S-
og SV-landi. »10
Textar Slayer á
nýrri plötu, World
Painted Blood, eru
engar vögguvísur
enda þrassað sem
aldrei fyrr. »30
AF LISTUM»
Þrassað af
krafti
MYNDLIST»
Lóa kennir menntskæl-
ingum myndlist. »28
Ásdís Valdimars-
dóttir leikur mik-
ilvægan víólukons-
ert með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands
annað kvöld. »27
TÓNLIST»
Merkur
víólukonsert
KVIKMYNDIR»
Polanski gerður að fórn-
arlambi. »31
TÓNLIST»
Wood og Iggy heiðraðir á
Classic Rock. »29
Menning
VEÐUR»
1. Ævintýri á bílastæði
2. Konu og 2 ára syni vísað …
3. Hús flutt í heilu lagi frá …
4. „Guðmóðirin“ með karlabúrið …
Íslenska krónan styrktist um 0,1%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Hólmfríður
Magnúsdóttir,
landsliðskona í
knattspyrnu, hefur
tekið tilboði banda-
ríska atvinnuliðs-
ins Philadelphia
Independence.
Hún hefur gert munnlegt sam-
komulag við félagið. „Ég ætla mér
að mæta í toppstandi þangað í mars
þegar undirbúningstímabilið hefst.
Ég fer örugglega í einkaþjálfun
heima á Íslandi eins og ég gerði fyrir
EM,“ segir Hólmfríður m.a. í viðtali
á íþróttasíðum Morgunblaðsins.
FÓTBOLTI
Hólmfríður ætlar að mæta
klár í slaginn í Fíladelfíu
Stikla úr stór-
myndinni Prince of
Persia: The Sands
of Time er komin á
netið en í henni má
sjá illilegan Gísla
Örn Garðarsson.
Gísli fer með hlut-
verk illmennisins The Vizier sem
fær það verkefni að hafa uppi á hníf
einum sem gerir mönnum kleift að
spóla aftur í tíma. Prinsinn af Persíu
hefur hnífinn undir höndum og er
því eltur á röndum. Tengil á stikluna
má finna á empire.com. Myndin
verður frumsýnd 28. maí 2010.
KVIKMYNDIR
Gísli Örn vígalegur vesír í
stiklu úr Prince of Persia
„Er ekki við hæfi
að Potturinn og
pannan nálgist
Austurvöll og upp-
runa búsáhalda-
byltingarinnar,“
spurði Þórir
Björn Ríkarðs-
son blaðamann í gær, en veitinga-
staður með þessu nafni var opnaður
um síðustu helgi við Skólabrú. Þórir
Björn og Anna Salka Knútsdóttir
eru eigendur Pottsins og pönn-
unnar. Húsið er rúmlega 100 ára, en
Jonas Jonassen, þáverandi land-
læknir, byggði húsið. Í yfir 50 ár rak
Kristján Sveinsson, heiðursborgari
Reykjavíkur, augnlæknastofu þar.
Þá var Jón Kristinn Hafstein með
tannlæknastofu í húsinu í um 50 ár.
VEITINGASTAÐIR
Búsáhöldin nálgast
Austurvöll á nýjan leik
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
GUÐMUNDUR Einarsson verður
85 ára á næstunni en aldurinn þvæl-
ist ekki fyrir honum og hann tekur á
því í líkamsræktinni eins og tán-
ingur. „Ég hef gengið mikið og verið
í golfi og þegar ég sá auglýsingu um
skipulagða líkamsrækt fyrir aldraða
þurfti ég ekki að hugsa mig um
tvisvar,“ segir hann.
Líkamsrækt hefur færst í aukana
meðal eldri borgara og meðal annars
er boðið upp á heilsunámskeið fyrir
aldraða í World Class undir leiðsögn
meistaranema í heilsufræðum við
Háskóla Íslands. Guðmundur er á
þessu námskeiði og byrjar daginn í
ræktinni. Hann var málari í meira
en hálfa öld og segir að þá hafi hann
ekki haft tíma til þess að stunda lík-
amsræktina en bæti sér það upp
núna á efri árum. „Ég fæ rosalega
mikið út úr þessu,“ segir hann. „Ég
held að ég styrkist meira en í göng-
unni og golfinu og þolið eykst, en ég
hjóla í 15 mínútur á þrekhjóli á
hverri æfingu auk þess sem ég hjóla
aukalega í 30 mínútur einn dag í
viku.“
Góður félagsskapur
Guðmundur segir að á yngri árum
hafi hann verið talinn óhæfur í
íþróttum. Samt hafi hann synt og
gengið reglulega, en nú stundi hann
æfingar í fyrsta sinn undir eftirliti.
„Ég fer í ellefu tæki og geri hverja
æfingu tíu sinnum, tvo hringi í hverj-
um tíma,“ segir hann.
Helga Lára Jónsdóttir er með
þeim yngri í hópnum en leggur
áherslu á að missa ekki úr tíma. „Ég
ætlaði aldrei inn í heilsurækt,“ segir
hún, „en þetta er svo góður fé-
lagsskapur.“
Hressandi
Ásgeir Guðmundsson er 76 ára og
tekur líka þátt í námskeiðinu. „Ég
hef alltaf hreyft mig mikið,“ segir
hann. „Á árum áður var ég bæði í
badminton og blaki og svo hef ég
verið í ræktinni einn og óstuddur en
hef ekki haldið dampi og því byrjaði
ég í þessum hópi.“
Fyrir hálfri öld lék körfubolta-
landslið Íslands sinn fyrsta leik og
þá var Ásgeir landsliðsþjálfari. „Þá
var ég í toppþjálfun,“ rifjar hann
upp og bætir við að hann hafi alltaf
hugsað um heilsuna. „Lengst af var
ég í frjálsíþróttum og fór svo í
Íþróttaskólann á Laugarvatni en fór
aldrei út í íþróttakennslu heldur
þjálfun og þjálfaði meðal annars Ár-
menninga í körfunni.“
Að sögn Ásgeirs hefur hann
stundað líkamsrækt án leiðsagnar
um árabil. „Ég hef haldið mér vel
við,“ segir hann en bætir við að hann
finni mikinn mun eftir nokkra tíma í
skipulagðri þjálfun. „Mér líst vel á
þetta,“ segir hann. „Æfingarnar
hressa upp á líkamann, aðhaldið rek-
ur mig áfram og leiðbeinendurnir
sjá til þess að maður geri æfing-
arnar rétt.“
Eldri borgarar bæta lífi
við árin með líkamsrækt
Æfingarnar auka
lífsgæðin og aldrei
of seint að byrja
Morgunblaðið/Golli
Álag Guðmundur Einarsson er nær 85 ára og gefur ekkert eftir á heilsunámskeiðinu. Hann var málari í rúma hálfa
öld og gaf sér þá lítinn tíma fyrir líkamsræktina en stundar nú markvissar æfingar og göngur af miklu kappi.
Aukin lífsgæði | 15
www.mbl.is/sjonvarp
Bætir lífi við árin
„ÞETTA verður aðallega tilsögn í vinnu-
brögðum og túlkun,“ segir Kristinn Sig-
mundsson óperusöngvari, en hann hefur
verið ráðinn gestaprófessor til þriggja
ára við söngdeild Listaháskóla Íslands.
Í frétt frá Listaháskólanum segir að
ráðning Kristins sé mikill heiður fyrir
skólann.
Kristinn kemur einu sinni á hverri önn
á þessu tímabili og kennir þá bæði einka-
tíma og hóptíma, og verður fyrsta
kennslutímabil hans frá 16.-22. nóvember.
„Þótt þetta heiti prófessorsstaða, þá sé ég mig ekki fyrir
mér sem virðulegan gamlan fyrirlesara. Ég vil sýna nem-
endunum hvað þeir þurfa að gera til þess að ná árangri,“
segir prófessorinn.
Kristinn Sigmundsson er sem kunnugt er einn af okkar
fremstu söngvurum, og löngu heimsþekktur fyrir störf sín
við stærstu og virtustu tónlistar- og óperuhús heims. | 27
Gestaprófessor við LHÍ
Kristinn
Sigmundsson
HLJÓMSVEITIN Todmobile fagnar í ár tutt-
ugu ára afmæli, þótt 21 ár sé í raun liðið frá því
fyrst heyrðist í henni, á safnplötunni Frostlög-
um sem kom út í desember 1988. Á henni átti
sveitin lagið „Sameiginlegt“.
Ýmsir hafa komið við sögu sveitarinnar síð-
an en kjarni hennar var lengst af Þorvaldur
Bjarni Þorvaldsson, Andrea Gylfadóttir og Ey-
þór Arnalds. Todmobile varð til þegar þeir
Þorvaldur Bjarni og Eyþór kynntust í tón-
smíðanámi og fengu Andreu til að flytja með
sér skólaverkefni. Árni Matthíasson reifar
sögu þessarar ágætu sveitar. | 32
Þríeykið saman á ný
Todmobile heldur tón-
leika í kvöld í Óperunni
He! Hermaur! Kjarni Todmobile, þríeykið
Eyþór, Andrea og Þorvaldur, árið 1993.