Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009
ÞAÐ var heldur óvenjuleg stemning í Lista-
safni Íslands í fyrradag þar sem flutt var
dansverkið „Low“ eftir myndlistarkonuna
Björk Viggósdóttur, í samstarfi við dans-
arann Sigríði Soffíu Níelsdóttur og Hjört Jó-
hann Jónsson leiklistarnema. Verkið var
hluti af Sequences-sjónlistahátíðinni.
Björk lýsir verkinu sem „verki þar sem
unnið var með tengsl myndlistar og nútíma-
dans“. Umfjöllunarefnið er ástin. Hveiti kom
við sögu, eins og sjá má af myndunum, en
hugmynd höfunda er sú að hafa verkið sem
auðveldast í flutningi. Björk bjó til hljóð-
mynd og auðflytjanlega skúlptúra fyrir
verkið. „Að vinna með Siggu Soffíu er ynd-
islegt,“ segir Björk um samstarfið við dans-
arann og danshöfundinn. Að semja verk með
listamanni sem skilji bæði myndlist og dans,
líkt og Sigríður Soffía gerir, sé dýrmætt.
„Low“ er þriðja verkið sem þær Björk og
Soffía vinna saman.
Kona, karl og hveiti
Morgunblaðið/Ómar
Búið Björk, Sigríður og Hjörtur hyllt undir lokin.
Konusveifla Hjörtur með tak á Sigríði Soffíu.
Hveiti Þó nægt væri hveitið var ekkert bakað.Hmmm.... Einbeittir áhorfendur fylgjast með.
Vefsíða Bjarkar:
bjorkviggosdottir.wordpress.com/
Vefsíða Sigríðar:
siggasoffia.wordpress.com/
Avatar Mikið um brellur í henni.
Íslendingar
vinna við Avatar
VEFURINN Land og synir sagði
frá því í gær að Íslendingar kæmu
að tæknibrelluvinnu við nýjasta
verk leikstjórans James Cameron,
Avatar, nánar tiltekið Íslandsdeild
Framestore en það fyrirtæki ku
vera stærsta brellufyrirtæki Evr-
ópu. Daði Einarsson sem stofnaði
útibúið í Reykjavík í júlí í fyrra og
hafa starfsmenn þess m.a. unnið við
Australia, Sherlock Holmes sem
Guy Ritchie leikstýrir, Salt með An-
gelinu Jolie í einu hlutverka og
Morning Glory með Harrison Ford.
NÝ plata dúósins Feldberg, Don’t
Be a Stranger, er býsna lík plötu
ensku rokkhljómsveitarinnar 10 cc,
How dare you! frá árinu 1976 og
virðist um augljósa stælingu að
ræða. Feldberg skipa þau Einar
Tönsberg, jafnan nefndur Eberg,
og Rósa Birgitta Ísfeld, kennd við
Sometime. Smellinn „Don’t be a
Stranger“ ættu flestir að vera farn-
ir að kannast við, hann hefur ómað
í auglýsingum Nova undanfarið.
How dare you! Plata 10 cc.
Vísun í plötuna
How dare you!
Don’t Be a Stranger Feldberg.
BEIN ÚTSENDING LAUGARDAGINN 7. NÓVEMBER KL. 18.00 (ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR)
ENDURSÝND MIÐVIKUDAGINN 11. NÓVEMBER KL. 18.30
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.OPERUBIO.IS
TURANDOT MARIA - GULEGHINA
LIÙ MARINA - POPLAVSKAYA
CALÀF MARCELLO - GIORDANI
TIMUR SAMUEL - RAMEY
PUCCINI
TURNADOT
Í REYKJAVÍK
SÝND Í KRINGLUNNI
FRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG
KNOCKED UP. STÓRKOSLEG GRÍNMYND
MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN
OG ERIC BANA
HHHH
- S.V. MBL
ÞÚ S
PILA
R TIL
AÐ L
IFA
ÞESSI KEMUR ÞÉR Í „FEELING“
Frábær tónlist,
frábær dans,
frábær mynd!
DRAUMAR
GETA RÆST!
SURROGATES
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA
OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA
OG SELFOSSI
EIN VINSÆLASTA
TEIKNIMYND ALLRA
TÍMA ER LOKSINS
KOMIN Í ÞRÍVÍDD
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
/ SELFOSSI
STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 8 - 10 16
JÓHANNES kl. 8 L
GAMER kl. 10:40 16
/ KEFLAVÍK
JÓHANNES kl. 8 L
STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 10 16
MORE THAN A GAME kl. 8 7
FUNNY PEOPLE kl. 10:10 12
/ AKUREYRI
kl. 8 12
kl. 8 16
LINDUM, KÓPAVOGI
OPIÐ ALLA DAGA
KL.10-20