Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009
JÓHÖNNU Sig-
urðardóttur for-
sætisráðherra
hefur hvorki bor-
ist svar frá Gord-
on Brown, for-
sætisráðherra
Bretlands, né Jan
Peter Balken-
ende, forsætis-
ráðherra Hol-
lands, en hún
sendi þeim samhljóðandi bréf 28.
ágúst sl. Í niðurlagi bréfsins segist
Jóhanna tilbúin að koma til fundar
við kollega sína eins fljótt og auðið er
verði það talið gagnlegt. Hrannar B.
Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu,
segist enn eiga von á að bréfinu verði
svarað.
Bréfið var sent í kjölfar þess að Al-
þingi samþykkti með fyrirvörum rík-
isábyrgð vegna lánasamninganna
um Icesave. Í því eru forsætisráð-
herrarnir upplýstir um samþykkt
Alþingis, og einnig að umræðan í
þinginu hafi verið langvinn og eld-
fim, enda um að ræða stærstu fjár-
skuldbindingu þjóðarinnar hingað
til, sem geti haft langvarandi efna-
hagsleg áhrif sökum fjölmargra
óvissuþátta.
Jóhanna segir ennfremur að Ís-
land hafi aldrei svikist um þegar
fjárhagslegar skuldbindingar eru
annars vegar og niðurstaða Alþingis
miði að því að Icesave-skuldirnar
verði greiddar.
Jóhanna segist treysta því að ráð-
herrarnir hafi skilning á þörf Íslands
fyrir tryggingu í jafnumfangsmiklu
máli og hún vonist til að ríkisstjórnir
þeirra sýni sanngirni við yfirferð nið-
urstöðu Alþingis. „Leyfðu mér að
stinga upp á því að við, sem forsætis-
ráðherrar, tökum málið upp og í
sameiningu hefjum nýja tíð í tvíhliða
sambandi. Ef það er talið gagnlegt
er ég reiðubúin að koma til fundar
við þig,“ segir í bréfi Jóhönnu til for-
sætisráðherrans breska og þess hol-
lenska.
Jóhönnu hafa
ekki borist svör
Í HNOTSKURN
»Eftir deilur frá því samn-ingarnir við Hollendinga
og Breta voru undirritaðir í
júní var ríkisábyrgð afgreidd
frá Alþingi 28. ágúst.
»Alþingi á þó enn eftir aðafgreiða nýja viðauka við
samningana.
Sendi bréf til Browns og Balkenendes
Jóhanna
Sigurðardóttir
Gordon
Brown
Jan Peter
Balkenende
EFNT verður til göngu eftir
Reykjanesbrautinni næstkomandi
laugardag til að vekja athygli á at-
vinnuvanda Suðurnesja og hvetja
stjórnvöld til að greiða fyrir fjöl-
mörgum atvinnuverkefnum sem
undirbúin hafa verið. Gangan er
nefnd „Atvinnu strax – Keflavík-
urganga 2009“.
Einar Bárðarson umboðsmaður
stakk upp á aðgerðunum á borg-
arafundi um atvinnumál á dögunum
og hefur fylgt hugmyndinni eftir. Í
gær höfðu yfir þúsund manns skráð
stuðning við hugmyndina á Face-
book-samskiptasíðunni.
Hernámsandstæðingar efndu til
ellefu mótmælaganga undir þessu
heiti frá 1960 og síðasta gangan var
1991. Nýja Keflavíkurgangan verð-
ur í hina áttina, í áttina frá Vell-
inum til Hafnarfjarðar.
Gengið verður á nyrstu akrein-
inni og brautin ekki lokuð. Þá er
gert ráð fyrir að bílar og rútur fylgi
göngumönnum. Rútuferðir verða
frá öllum þéttbýlisstöðum Suður-
nesja kl. 11 að upphafsstað göng-
unnar við Vogaafleggjara.
helgi@mbl.is
Ísland úr Nató - herinn burt Önnur kröfuspjöld verða í Keflavíkurgöngunni
2009 en hernámsandstæðingar héldu á lofti í mótmælagöngu sinni 1983.
Keflavíkurganga
fyrir atvinnu
Í HNOTSKURN
»Keflavíkurgangan hefstkl. 11.30 á laugardag við
Vogaafleggjara.
»Stuttur fundur verður íKúagerði kl. 14 þar sem
fulltrúi atvinnulausra flytur
ávarp og formönnum stjórn-
málaflokkanna verður afhent
áskorun.
„ÞAÐ eru mjög skiptar skoðanir
um þetta frumvarp, bæði innan rík-
isstjórnarflokkanna og annarra
flokka. Sjálfur
tel ég ekki að það
verði samþykkt á
þessu þingi,“
segir Atli Gísla-
son, þingmaður
Vinstri grænna,
um stjórnar-
frumvarp um
persónukjör sem
tekið var til
fyrstu umræðu í gær og rætt langt
fram eftir kvöldi.
Í umsögn stjórnar VG um frum-
varpið segir: „Frumvarpið um per-
sónukjör er ófullkomið og þarf mun
betri umfjöllun áður en það er
tilbúið til afgreiðslu,“ en í stjórn VG
eru m.a. ráðherrarnir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður VG, og
Katrín Jakobsdóttir varaformaður.
„Ég hef enga trú á að frumvarpið
verði að lögum,“ segir Atli.
Hefur enga trú á
stjórnarfrumvarpi
Atli Gíslason
BÚAST má við
hlaupi í Jökulsá í
Fljótsdal en Há-
öldulón vestan
við Eyjabakka-
jökul hefur fyllst
af vatni á sl.
tveimur vikum.
Lítil hlaup koma stundum á þess-
um slóðum. Upptök eru í lægð í
krika vestan Eyjabakkajökuls. Jök-
ullinn myndar oft stíflu fyrir lægð-
ina svo þar myndast uppistöðulón.
Íshellir í jökli er farvegur hlaupa.
Mannvirki eiga ekki að vera í hættu
og yfirfall Ufsarlóns á að geta tekið
við hlaupvatni. sbs@mbl.is
Reiknað með jökul-
hlaupi eystra