Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009
PÍANÓKEPPNI Íslandsdeildar Evr-
ópusambands píanókennara hefst í
Salnum í Kópavogi í dag. Keppnin er
haldin þriðja hvert
ár, og keppendur
eru á mið-, fram-
halds- og há-
skólastigi í píanó-
námi, 25 ára og
yngri. Keppnin
var fyrst haldin
hér á landi árið
2000, en sigurveg-
ari þá var Vík-
ingur Heiðar
Ólafsson. Í síðustu keppni, árið 2006,
sigraði Guðrún Dalía Salómonsdóttir í
elsta flokki. Framkvæmdastjóri
keppninnar í ár er Þóra Fríða Sæ-
mundsdóttir píanóleikari.
„Keppnin hefst í dag og lýkur á
sunnudag. Þetta er vettvangur fyrir
ungt listafólk til að taka sín fyrstu
skref í listinni,“ segir Þóra Fríða. „Það
er keppt í þremur flokkum; 14 ára og
yngri, 18 ára og yngri og 25 ára og
yngri. Tryggvi M. Baldvinsson tón-
skáld samdi verk fyrir yngsta flokk-
inn, Hugleiðingu um íslenskt þjóðlag.
Allir sem keppa í þeim flokki spila
verkið, og það verður frumflutt í dag.
Eldri krakkarnir leika þrjú skyldu-
verk önnur, þar af eitt íslenskt.“
Alls taka 40 krakkar alls staðar af
landinu þátt í keppninni, flestir í
yngsta flokknum en fæstir í þeim
elsta. Fimm nemendur komast áfram
úr hverjum flokki í undanúrslit.
Í dómnefnd eru fjórir íslenskir pí-
anóleikarar, en formaður dómnefndar
er prófessor Diane Andersen frá
Belgíu. Að sögn Þóru Fríðu hefur hún
víðtæka reynslu á þessu sviði og hefur
dæmt í EPTA keppninni á Íslandi áð-
ur.
Í dag og á morgun verður undan-
keppni í öllum flokkunum. Úrslita-
keppnin fer fram á laugardag frá kl.
10 – 16 og verðlaunaathöfn fer fram á
sunnudag kl. 14. Menntamálaráð-
herra er verndari keppninnar og ráðu-
neytið styrkir hana. „Keppnin er opin
almenningi og allir geta komið að
hlusta, gegn vægu gjaldi. Það kostar
bara þúsund krónur inn,“ segir Þóra
Fríða. begga@mbl.is
400 fingur
í Salnum
Píanókeppni EPTA er
opin almenningi
Þóra Fríða
Sæmundsdóttir
Morgunblaðið/G.Rúnar
EPTA Guðrún Dalía sigraði 2006.
SUNNA Gunnlaugsdóttir og
Andrés Þór Gunnlaugsson
leika ljóðrænan djass á Há-
skólatónleikum í Norræna hús-
inu kl. 12.30 í dag. Þau spila
frumsamin verk og íslensk
þjóðlög í nýjum útsetningum.
Andrés Þór hefur spilað víða;
verið virkur í íslensku djasslífi
og gefið út nokkra geisladiska
sjálfur en líka í samstarfi við
aðra. Sunna á einnig víðtækan
feril í tónlistinni; hefur komið fram í Kanada, Jap-
an, níu löndum Evrópu og tíu ríkjum Bandaríkj-
anna. Tónlist hennar hefur fengið mjög jákvæða
umfjöllun í tímaritum og dagblöðum beggja vegna
Atlantshafsins.
Tónlist
Andrés og Sunna á
Háskólatónleikum
Sunna
Gunnlaugsdóttir
MENNINGARHÁTÍÐIN
Dagar myrkurs verður haldin
á Fljótsdalshéraði dagana 5. –
15. nóvember með fjölbreyttri
dagskrá. Námskeið í hand-
verki af ýmsum toga verða
haldin og listviðburðir verða á
dagskrá. Kristín Rut Eyjólfs-
dóttir opnar myndlistarsýn-
ingu í Sláturhúsinu annað
kvöld kl. 20. Hver sem er getur
fengið að mála reit í listaverk-
inu og er um leið gefinn kostur á að styrkja Geð-
hjálp á Austurlandi. Þá sýnir Möguleikhúsið Að-
ventu Gunnars Gunnarssonar í einleiksformi í
Miklagarði, Vopnafirði annað kvöld kl. 20.30 og í
Végarði í Fljótsdal föstudagskvöldið kl. 21.
Menning
Dagar myrkurs á
Fljótsdalshéraði
Gunnar
Gunnarsson
KONA sem sökuð er um fjár-
kúgun er barin til ólífis nánast
fyrir augum lögreglunnar.
Árásarmaðurinn kemst undan
á hlaupum og allt bendir til
þess að þar sé handrukkari á
ferð. Rannsókn málsins fellur í
óvæntan farveg en meðan á
henni stendur reynir kunnur
ógæfumaður ítrekað að ná
sambandi við lögregluna með
afar óljóst erindi. Þetta er nýjasta skáldsaga Arn-
aldar Indriðasonar, Svörtuloft sem nú er komin
út. Í Svörtuloftum tekur hann upp þráðinn frá
fyrri bókum og segir enn af lögregluteyminu á
Hverfisgötu. Bækur Arnaldar hafa fengið frábær-
ar viðtökur heima og erlendis.
Bókmenntir
Svörtuloft Arnaldar
Indriðasonar
Svörtuloft
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞAÐ er alltaf merkisviðburður þeg-
ar Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari
kemur heim til Íslands að spila. Hún
er ein þeirra Íslendinga sem hafa
náð hvað lengst í tónlist á alþjóðleg-
um vettvangi. Hún lærði við Juilli-
ard-tónlistarskólann á sínum tíma
og var víóluleikari eins þekktasta
strengjakvartetts samtímans, Chil-
ingirian-kvartettsins, um árabil, auk
þess sem hún hefur komið fram með
mörgum helstu tónlistarmönnum
heims.
Nú er hún komin heim til að spila
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í Háskólabíói annað kvöld, og
verkið er Víólukonsert eftir breska
tónskáldið William Walton.
Og þótt konsertinn sé vel þekktur,
verð ég að játa það fyrir Ásdísi að ég
þekki hann ekki og hafi aldrei heyrt
hann; og bið hana að segja okkur frá.
Komast bara gegnum 1. þátt
„Þetta er einn aðal-víólukonsert-
inn og allir víólunemendur læra
hann einhvern tíma. Fæstir komast
þó lengra en að spila fyrsta kaflann.
Ég var að æfa hann með píanóleik-
ara í Amsterdam sem er búinn að
vinna í átta ár með hljóðfæraleikur-
um við Konservatoríið þar. Hann
hafði aldrei spilað nema fyrsta kafl-
ann. Ástæðan er kannski sú að það
eru fáir sem spila einleik sem víólu-
leikarar.“
Ásdís segir að í dag heyrist kons-
ertinn æ oftar og að hann sé ofboðs-
lega flottur, saminn á millistríðs-
árunum, 1929, fyrir einn mesta
víóluleikara 20. aldarinnar, Lionel
Tertis.
„Tertis vildi ekki spila konsertinn;
fannst hann of nútímalegur. Það var
svo Paul Hindemith sem frumflutti
hann, en þeir Walton voru kunnugir
Það var svo William Primrose sem
spilaði konsertinn, spilaði hann út
um allt og gerði hann frægan.
Þetta er súper-rómantískt verk.
Walton hefur greinilega þekkt til
tónlistar Stravinskís, og konsertinn
er ekki mjög dæmigerður fyrir
enska tónlist. Walton notar
skemmtilega rytma og hefur pott-
þétt þekkt Eldfuglinn, sem Stra-
vinskí samdi 20 árum áður. Í honum
er til dæmis skemmtilegt skertsó
með fjörugum taktskiptingum.“
Áður fyrr voru þeir fáir sem lærðu
á víólu með það fyrir augum að
verða einleikarar. Víólan var mik-
ilvæg í hljómsveitinni og í kamm-
ertónlistinni og þótt þessi stóra fiðla
hefði fallega safaríkan og mystískan
tón, þá er það ekki fyrr en á síðustu
áratugum að fleiri leggja hljóðfærið
fyrir sig til einleiks.
Casadesus samdi „gömul“ verk
„Þetta er alltaf að breytast og æ
fleiri sem bætast í hóp einleikara á
víólu. En það er ekki mikið til af ein-
leiksverkum fyrir víóluna. Það er
svolítið fyndið að franska tónskáldið
og víóluleikarinn Henri Casadesus,
sem var uppi fram á miðja 20. öld,
hann tók það svo nærri sér að það
væri svo lítið til af einleiksverkum
fyrir víóluna, að hann samdi tvo
konserta í stíl eldri tónskálda. Annar
þeirra er í stíl Jóhanns Christians
Bach, og hinn í stíl Händels. Þetta
eru ágætis verk og hefðu alveg getað
verið eftir þessa gömlu karla,“ segir
Ásdís og hlær. „Það er lítið til af ein-
leiksverkum fyrir víólu frá barrokk-
tímanum og klassíkinni. Í gamla
daga spiluðu fiðluleikarar líka á
víólu; reyndar er það þannig ennþá –
oft. Frægir fiðluleikarar eins og
Maxim Vengerov, Pinchas Zukerm-
an og Nigel Kennedy spila líka á
víólu. Eiginlega ættu allir fiðluleik-
arar að geta spilað á víólu og öfugt.“
Stjórnandi á tónleikunum annað
kvöld er Rumon Gamba.
Ofboðslega flottur konsert
Ásdís Valdimarsdóttir leikur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni annað kvöld í
Víólukonsert eftir William Walton Eldfuglinn og Corelli-fantasían líka á dagskrá
Morgunblaðið/Golli
Ásdís Valdimarsdóttir Býr í Amsterdam, kennir í Manchester, spilar nú í Reykjavík með Sinfóníuhljómsveitinni.
KRISTINN Sigmundsson bassa-
söngvari hefur verið ráðinn gesta-
prófessor við tónlistardeild Listahá-
skólans til þriggja ára, frá og með
deginum í dag. Kristinn kemur einu
sinni á hverri önn á þessu tímabili og
kennir þá bæði einkatíma og hóp-
tíma og verður fyrsta kennslutímabil
hans frá 16.-22. nóvember.
Í frétt frá Listaháskólanum segir
að ráðning Kristins sé mikill fengur
og jafnframt mikill heiður fyrir skól-
ann.
„Þetta verður aðallega tilsögn í
vinnubrögðum og túlkun. Ég ætla
ekki að skipta mér mikið af tækni-
legum atriðum í söng nemendanna,
nema þá í samráði við yfirkennara
þeirra, Elísabetu Erlingsdóttur. Ég
mun fyrst og fremst sýna þeim
hvernig ég vinn og kynna þeim mína
sýn á túlkun,“ sagði Kristinn í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Kristinn Sigmundsson er sem
kunnugt er einn af okkar fremstu
söngvurum, og löngu heimsþekktur
fyrir störf sín, meðal annars við
mörg virtustu tónlistar- og óperuhús
heims: Vínaróperuna, Metropolitan í
New York, La Scala í Mílanó, Ba-
stilluóperuna í París, Royal Albert
Hall og Covent Garden í London og
víðar.
„Þó þetta heiti prófessorsstaða sé
ég mig ekki fyrir mér sem virðu-
legan, gamlan fyrirlesara. Ég vil
sýna nemendunum hvað þeir þurfa
að gera til þess að ná árangri. Þetta
spannar alla söngtónlistina, ljóða-
söng sem óperutónlist, því fyrir mér
er það nánast sami hluturinn og
snýst um að gera textann og músík-
ina að sjálfu sér.“
Kristinn er reyndur kennari og
líffræðingur og áður en söngferill
hans hófst kenndi hann líffræði í
Menntaskólanum við Sund. Spurn-
ingin er hvort reynslan af líffræði-
kennslu gagnist í söngnum.
„Líffræðin hefur nýst mér alls
staðar þar sem ég hef komið. Mín
reynsla sem kennari nýtist mér líka í
söngnum. Þetta er sami hluturinn,
að miðla einhverju til fjöldans. Mað-
ur þarf þó að átta sig á því að fjöld-
inn er samsafn af einstaklingum en
ekki einhver súper-lífvera.
Ég þekki nemendahópinn ekki
ennþá og býst við að ég móti starfið
til að byrja með eftir því hverjar
þarfirnar verða. Það er ætlast til
þess að þetta verði masterklassafyr-
irkomulag, og einhverjir einkatímar
líka,“ sagði prófessor Kristinn.
begga@mbl.is
Fengur fyrir Listaháskólann
Morgunblaðið/Sverrir
Prófessor Kristinn hefur störf við Listaháskólann innan skamms.
Kristinn Sigmundsson ráðinn gestaprófessor við söngdeildina
Íslenska náttúran er
eftirminnileg og hún
er rómantísk og það hefur
áhrif. 28
»