Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞÝSKIR fjölmiðlar birtu í gær frétt- ir um að hrunið á þýskum fast- eignamörkuðum hefði bitnað á fjölda leikmanna í þýskum handbolta, þar á meðal nokkrum Íslendingum. Nefnir dagblaðið Hamburger Abendblatt þrjá með nafni, þá Loga Geirsson hjá Lemgo, Einar Hólm- geirsson hjá Großwallstadt og Alex- ander Peterson hjá Flensburg. Á fréttavefnum handball- world.com segir að orðrómur um fasteignaviðskipti handboltaleik- mannanna hafi gengið síðustu vikur. Í Hamburger Morgenpost segir að leikmaðurinn Hans Lindberg, sem er af íslenskum ættum og lyk- ilmaður í danska landsliðinu, hafi sett 750 þúsund evrur í fimm íbúðir, sem hann hafi aldrei séð auk þess sem hann hafi engin gögn fengið í hendur um þær. Í fyrirsögn er spurt hvort Lindberg, sem leikur hjá Hamburger Sportverein, hafi verið plataður og haft eftir ónafn- greindum heimildarmanni að óttast sé að leikmönnunum hafi verið seld- ar fasteignir í niðurníðslu. Teflt á tæpasta vað Í dagblaðinu Bild segir að leik- mennirnir hafi teflt á tæpasta vað í fjárfestingum sínum. Þar segir að leikmennirnir hafi verið um 30 tals- ins og verið í viðskiptum við Bene- dict Capital. Hamburger Abendblatt segir að leikmennirnir hafi verið um 50. „Enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort þessi viðskipti séu hafin yfir allan grun, eða hvort eitthvað sé athugavert við þau,“ segir í blaðinu. Flestir leikmannanna eru hjá Flensburg. Viðskiptin komu í ljós í sumar þegar fara átti fram á að leik- menn féllust á að laun þeirra lækk- uðu. Kváðust þá nokkrir leikmenn ekki geta það vegna afborgana af fasteignunum. Einn viðmælandi Bild segir að leikmennirnir séu 25 og 27 ára og hafi ekki yfirsýn til að átta sig á slík- um viðskiptum. Munu nokkrir leik- menn hyggja á málaferli á hendur Benedict Capital. Björn H. Scholz, sem sá um viðskiptin, svarar í blaðinu og segir að enginn hafi „haldið vélbyssu að hnakkanum á þeim“ þegar gengið var frá lán- unum. kbl@mbl.is Íslenskir handboltaleikmenn plataðir í fasteignabraski? MÖRGUM finnst nóg um hvað sumir kaupmenn eru fljótir að setja upp jólaskreytingar, löngu fyrir jól. Fáir amast þó við hinum sígildu jóla- stjörnum, sem eru reyndar einhver öruggasti fyrirboði þess að jólin nálgast. Fyrstu jólastjörnurnar komu á markað síðast- liðna helgi. Hér vökvar Jóhanna Hilmarsdóttir, starfsmaður í Garðheimum, fyrstu sendinguna sem þar var boðið upp á. JÓLASTJÖRNURNAR KOMNAR Á MARKAÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg „EINS og útlitið er núna má reikna með að þessi fyrsta hrina svínaflensu- faraldursins nái að sýkja 30% þjóð- arinnar, þ.e. um 100 þúsund manns. Þá eru 200 þúsund manns eftir sem ekki hafa fengið hana og það þýðir að flensan hefur enn nóg fóður og því gæti hún komið aftur seinna í vetur eða næsta vetur,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. „Sökum þessa er mjög mikilvægt að ná að bólusetja sem flesta eins hratt og kostur er til þess að hindra að veiran nái sér á strik aftur. Því hún skal nokk ná sér á strik aftur fyrr eða síðar. Þannig að þó að fólk haldi að það hafi sloppið við flensuna núna þá er það ekki laust allra mála. Flensan nær fólki fyrr eða síðar.“ Að sögn Þórólfs er ráðgert að fyrir mánaðarlok hafi um 100 þúsund skammtar bóluefnis borist til lands- ins, 100 þúsund til viðbótar berist fyr- ir áramót og restin í ársbyrjun. Að sögn Þórólfs er nú unnið að því að bólusetja forgangshópa, en hann bindur vonir við að hægt verði að byrja að bjóða almenningi bólusetn- ingu upp úr miðjum þessum mánuði. Þórólfur minnir á að almenningur eigi að snúa sér til heilsugæslunnar í sínu hverfi eða umdæmi en ekki síns heimilislæknis. Bendir hann á að bóluefninu verði dreift til heilsu- gæslustöðva í samræmi við íbúafjölda í hverju hverfi fyrir sig. Tekur hann fram að reynt verði eftir fremsta megni að tryggja samræmda þjón- ustu milli stöðva og svipaðan biðtíma eftir bólusetningu. Stefni í að mun- urinn milli heilsugæslustöðva verði meira en sem nemi einhverjum dög- um þá verði dreifing bóluefnisins end- urskoðuð. silja@mbl.is Bólusetja þarf sem flesta eins hratt og kostur er Morgunblaðið/Ómar 30% þjóðarinnar sýkt í fyrstu hrinu ELDRI maður sem varð fyrir bif- reið á Reykjanesbraut á móts við Smáralind um kl. 13 í gær liggur al- varlega slasaður á gjörgæslu Land- spítalans í Fossvogi. Hann var í að- gerð á níunda tímanum í gærkvöldi og í lífshættu, að mati læknis. Lögreglan þurfti að loka akbraut- inni sem liggur til suðurs og beina umferð inn á eystri akbrautina. Um- ferð var hins vegar hleypt á síðari hluta dags. sbs@mbl.is Í lífshættu eftir slys Reykjanesbraut Ekið var á mann- inn á móts við Smáralindina. „Þetta er nokkuð sem verður að tækla,“ seg- ir Einar Hólmgeirs- son. Hann segist í raun ekki vita meira um málið en það sem fram hefur komið í þýskum fjöl- miðlum. Hann kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið. Verður að tækla Einar Hólmgeirsson Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Rýmum fyrir nýjum vörum 25% afsláttur af allri vöru FARIÐ var í nítján húsleitir á veg- um efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra í gær. Skattrannsókn- arstjóri hefur kært til deild- arinnar fjórtán mál þar sem er- lend greiðslukort voru notuð hér- lendis en skuld- færð erlendis, einkum í Lúx- emborg. Með því komast viðkom- endur hjá því að greiða skatta af tekjum sínum. Gerð var húsleit á fjórtán heim- ilum og í skrifstofum fimm einka- hlutafélaga, tengdra þeim, til að afla gagna um hvaðan féð til greiðslu greiðslukortareikninganna kom og lagt var hald á bæði tölvur og papp- írsgögn. Aðallega var leitað í húsum á höfuðborgarsvæðinu en í einu til- viki á Ísafirði. Um 50 manns tóku þátt í aðgerð- um, að sögn Helga Magnúsar Gunn- arssonar, saksóknara efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús segir að þar sem skattrannsóknarstjóri hafi kært hús- leitarmálin til efnahagsbrotadeild- arinnar séu þau nú á forræði hennar en unnið verði að þeim í samstarfi við skattinn. sigrunrosa@mbl.is Nítján húsleitir Kortin athuguð Kort Greiðslukort- in eru í athugun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.