Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.11.2009, Blaðsíða 5
Greiðslujöfnun, þak á lengingu lána, greiðsluaðlögun og sértæk skuldaaðlögun nýjar leiðir Stjórnvöld hafa undirritað samninga við fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð um úrræði vegna skuldavanda einstaklinga og heimila og framkvæmd þeirra. Samningarnir fela m.a. í sér: a. Almennar aðgerðir sem létta greiðslubyrði fólks. b. Sértækar lausnir sem nýtast einstaklingum í alvarlegum greiðsluvanda. Úrræðin ná jafnt til verðtryggðra sem gengistryggðra íbúða- og bílalána. Úrræðin sem samningarnir taka til eru m.a. greiðslujöfnun fasteignaveðlána, greiðslujöfnun bílalána og bílasamninga og samkomulag um sértæka greiðsluaðlögun og sértæka skuldaaðlögun. Þau fela í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði af fasteignaveðlánum og bílalánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að núverandi eignastöðu og greiðslugetu. Kynntu þér kostina Fjárhagslegar aðstæður fólks eru mismunandi. Ekki henta öllum sömu lausnir. Kynntu þér úrræðin, kosti og galla, og leitaðu ráða ef þú ert í vanda vegna skulda eða tekjumissis – úrræðin eru til staðar. Hjá viðskiptabanka/sparisjóði þínum, Íbúðalánasjóði og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna starfar fólk sem hefur það hlutverk að veita þér upplýsingar um hvaða lausnir henta þér og aðstæðum þínum. Sjá nánar spurningar og svör á island.is Þetta úrræði er sérstaklega ætlað þeim sem orðið hafa fyrir umtalsverðu tekjufalli. Greiðslubyrði láns verður sniðin að aðstæðum einstaklings og staðan endurmetin síðar. Sértækar aðgerðir: Fyrir fólk í verulegum greiðsluvanda sem nægir ekki almenn leiðrétting eða önnur vægari greiðsluerfiðleikaúrræði. Skuldir og eignir verða lagaðar að greiðslugetu með langtímahag heimilis í huga. Skuldaaðlögun getur átt sér stað með sölu eða yfirtöku eigna, hlutfallslegri lækkun krafna, framlengingu lána eða tímabundnum gjaldfresti. Vinnubrögð lánastofnana samræmd. Miðað er við að skuldarinn haldi að hámarki hóflegu húsnæði og bíl og geti staðið undir afborgunum vegna þessara eigna. Greiðsluaðlögun Sértæk skuldaaðlögun fjármálastofnana Greiðslubyrði vegna verðtryggðra lána miðast við 1. janúar 2008: Algeng lækkun 15-20% Greiðslubyrði vegna gengistryggðra lána miðast við 2. maí 2008: Algeng lækkun 20-35% Greiðslubyrði af íbúðalánum og bílasamningum lækkar umtalsvert í greiðslujöfnun og miðast við dagsetningar 2008:

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 298. tölublað (04.11.2009)
https://timarit.is/issue/334592

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

298. tölublað (04.11.2009)

Aðgerðir: