Víkingur - 31.03.1933, Blaðsíða 2

Víkingur - 31.03.1933, Blaðsíða 2
2 jV 1 K[I N G Ú R|F Henrik Cavling, fyrv. ritstjóri, varð 75 ára 22. inarz síðastl. KVIKMYNDAHOSIN. MÓÐIRIN. Tal- og hljómmynd. Aðalhlutverk: Mae Marsh, Sally Eilers og James Dunn. Hr. Shelby og kona hans eru ung hjón, sem eiga heima í smábæ í Ame- ríku. Shelby er latur og liggur í rúminu fram á dag, en lætur frú Shelby vinna fyrir heimilinu. Með dugnaði sínum tekst henni að hafa ofan af fyrir þeim hjón- um, ásamt fjórum börnum þeirra: Isak, Johny, Thomas og Susönnu litlu. Börnin elska móður sína; en [jó minst elsti sonurinn Isak, sein lætur þó þær tilfinningar inest í ljós. Á unga aldri nær hræsni og óráðvendni tökum á honum, og móðir hans er stöðugt sorgmædd og áhyggjufull út af framferði hans. Pannig gengur það í 15 ár. Árin, líða, börnin giftast og reisa eig- in heimili, nema Johnny, sem er heima. Eitt jólakvöld koma börnin í heimsókn til foreldra sinna, og þá opinberar Johnny trúlofun sína með Isabel bernskusystur sinni. En meðan á hátiðinni stendur, hverfur hr. Shelby, og veit enginn, hvað af honum hefir orðið. — Eri seinna upp- götvar Johnny [>að, pví hann inætir föð- ur sínum í bíl síðar um kvöldið. Bíllinn er fullur af smygluðu áfengi, og lögregl- an er á eftir honum. — Johnny veit, aði móðir hans muni ekki afbera, að maður sinn sé tekinn fastur sem smyglari. Hann sendir pví föður sinn heim og lætur taka sig fastan, og er dæmdur í priggja ára fangelsi. — Pegar hann kemur úr fang- elsinu, er faðir hans dáinn. Hann fer til Alaska, byrjar par nýtt líf, og hefir sam- ið svo um við ísak, að hann komi til móður sinnar peim peningum, sem hann vinni sér inn og geti án verið. En peningarnir fara ekki lengra en til Isaks, sem notar pá í eigin parfir, svo móðir peirra neyðist til að fara á fátækra- heimili utan við borgina. — Isabel og móðir hans halda, að Johnny sé dáinn. En einn góðan veðurdag kemur hann heim og fær að vita, hvernig í öllu ligg- ur. Hann gerir [>á upp við Isak bróður sinn og sækir móður sína. Og nú brosir hamingjusólin við henni, og pegar Johnny og Isabel vefja hana örmum, getur hún sagt með bros á vör: »En hvað Iífið er annars yndislegt*. Mynd pessi var hér fyrir nokkrum ár- um við ágæta aðsókn. Nú kernur inynd- in í nýrri útgáfu og verður ekki síður vinsæl en sú eldri. Myndin verður sýnd bráðlega í Nýja B í ó . GAMLA BlÓ sýnir um helgina bráðskointilega mynd: »SÖNGVAR, KOSSAR STÚLKUR«. Aðalhlutverkin eru í höndum hinna á- gætu pýzku leikara,: Gustaf Frölic, Martha Eggerth, Fritz Grubaum, Gretl Theimer og Thiber von Holmy. — Myndin er tekin af »Superfilms«-féIaginu, en lög- in hefir samið Robort Stolz. Hljómleik- ana annast hin fræga hljómsveit Dajos Béla. — Þýzkar gamanmyndir eru orðn-* ar svo viðurkendar, að pað eitt virðist nóg til að skapa húsfyllir kvöld eftir kvöld. — Skrautlegar sýningar, ágætur leikur, prýðilegur söngur og skemtileg lög. Alt hjálpast að til pess að skapa ánægjulega kvöldstund, hverjum peim, sem sér pessa mynd. KAUPIÐ VÍKING!

x

Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingur
https://timarit.is/publication/770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.