Víkingur - 31.03.1933, Blaðsíða 6

Víkingur - 31.03.1933, Blaðsíða 6
KVIKMYNDASAGA VlKINGUli HEITT BLÓD Aöalhlutverk: Clara Bow, Gilbert Roland og Thelma Todd. Nasa Springer er ólm og óstýrilát stúlka, sem er alin upp í Texas og elsk- ar víðfeðmar grasslétturnar og djúpa, dreymandi skógana. Frá hverjum hún hafði erft óstýrilæti sitt, er henni ráð- gáta. Oft liugsar hún um pað, pessi vilta og fagra stúlka, pegar hún hefir áttað sig eftir einhverja æsinguna. Það gengu auðvitað sögusagnir um, að aíi hennar hafi verið skapmikill. Hann hafði verið foringi fyrir hinum fyrstu innflytj- endum til Texas og hafði barist við Indí- ánana af miklurn móði. En móðir henn- ar, Ruth, var blíð og hæglát, og faðir hennar kaldur og rólegur kaupsýslu- maður, sem hugsaði ekkert uni annað ■en að græða. Hann hét Pete Springer, og var að mörgu leyti bezti inaður, en hann hafði aldrei getað skilið hinar nærnu tilfinningar konu sinnar. Og altaf, pegar hann var í verzlunarferðum, hafði hann skilið hana eftir í vernd ungs Indíána- höfðingja, Ronsa að nafni, sem haföi fyrirfarið sér áður en pessi saga gerðist, vegna pess að faðir hans vildi láta hann ganga að eiga stúlku, sem var honum á móti skapi. Nase elskaði móður sína, en var lítið uin föður sinn gefið. Hann lét sér held- ur ekkert ant um dóttur sína, en reyndi pó að ala hana vel upp, en sérstaklega var honum pó hugleikið að temja hið stríða skaplyndi hennar. Nasa eyddi öllum stundum á hestbaki og peysti i gegnum skógana eða yfir merkurnar í fylgd með »Mánageisla«, sein var Indíáni í aðra ættina. Hann til- bað hana, og henni pótti líka vænt um hann, en á annan hátt, pví að um frek- ara samband peirra á milli var ekki að ræða, par sem hann var kreoli p. e. Indíáni i aðra ætt, hvítur í hina). Ekki hikaði liún við að skeyta skapi sínu á honum, ef henni bauð svo við að horfa, og einu sinni gekk petta svo langt, að hún barði hann til blóðs. Hann tók öllu pessu með hinni mestu prolinmæði, en faðir hennar hafði verið sjónarvottur að uppátæki dóttur sinnar, og prátt fyrir pað að hann iðraði pessa verks, ákvað hann nú að taka í taumana. Og til að liegna henni, sendir hann hana í skóla í Ohicago. Nasa er hin glaðasta, en »Mána- geisli« grætur í leyni.

x

Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingur
https://timarit.is/publication/770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.