Saga - 1958, Blaðsíða 84
396
slíkar sögur séu fremur skáldskapur en sagn-
fræði. Eigi að síður bera þær vitni um það,
að hin forna frægð þessa staðar hefur aldrei
gleymzt með öllu. Kjmslóðir þær, er síðar komu
og sáu auðar búðartóftirnar, urðu að skapa
sér einhverja hugmynd um útlit þingstaðarins,
meðan allt var í blóma.
Um setningu Ámesþings eru engar heimildir
til aðrar en þær, sem greina almennt frá þinga-
skipun þjóðveldisins. Eftir að fjórðungaskipun
komst á um 963, hafa gilt þau ákvæði, að þrjú
goðorð væru í hverri þingsókn og eitt höfuð-
hof fylgdi hverju goðorði.1) Hins vegar hefur
Jón Jóhannesson leitt rök að því, að engin föst
þingaskipun hafi komizt á fyrr.2) Af því leiðir,
að ekki er víst, að þing það, sem háð var á Ár-
nesþingstað, hafi fyrir þann tíma verið bundið
við hin þrjú goðorð Árnesinga. Þingstaðurinn
væri líka mjög einkennilega valinn, ef Árnes-
ingar einir hefðu sótt þing þangað, því að hann
er alveg á jaðri þingsóknarinnar.
Á hinn bóginn væri hann vel í sveit settur,
ef menn hefðu sótt þingið úr héruðunum báð-
um megin Þjórsár. Eru því miklar líkur til, að
Árnesingar og Rangæingar — eða nokkur hluti
þeirra — hafi háð þing saman, áður en föst
skipun kom á tölu héraðsþinganna um 963, en
síðan hafi Rangæingar flutt sitt þing austur
yfir ána og þaðan að Þingskálum á Rangár-
völlum skammt frá Ytri-Rangá.3) Enn fremur
gat það ráðið nokkru um val þingstaðarins,
J) Grágás I, a,38; Landnámabók 1900, 96.
2) Jón Jóhannesson: Islendinga saga I, 71.
3) Sjá Jón Jóhannesson: íslendinga saga I, 96.