Saga - 1958, Blaðsíða 95
407
Þorgrímur örrabeinn var sonur Þuríðar Ket-
ilbjarnardóttur hins gamla og Helgu, dóttur
Þórðar skeggja, Hrappssonar, Bjarnarsonar
bunu. Teitur Ketilbjarnarson, móðurbróðir Þor-
gríms og héraðshöfðmgi, var með sömu ætt-
færslu kominn um eitt kvenkné frá karllegg
Víkars Egðakonungs. En samtímis voru þær
systurnar Þórvör, móðir Þórodds goða á Hjalla
í ölfusi, og Þórvé, móðir Þorsteins goða, sem
mun hafa verið einn af Árnesingagoðunum eftir
963, komnar í karllegg af Víkari, því faðir
þeirra var Þormóður skafti, sem stofnað hefur
með tengdaföður sínum, Þrándi mjöksiglanda,
er út kom á eftir honum, eitt af aðalhofum Ár-
nesinga, þar sem nú heitir Stóra-Hof og Minna-
Hof. Sjá grein Ólafs Briems hér á undan. Þor-
móður var sonur Óleifs breiðs, Einarssonar, ölv-
issonar barnakarls, Einarssonar, Snjallssonar,
Vatnarssonar, Víkarssonar. Eini forfaðir, sem
tengdi þarna þrjá goða héraðsins, var Víkar.
F'irrist æ forn rök firar er heilræði Lokasennu,
en varla hafa Víkarsniðjar gætt þess, þegar
'þeir léku sér að „dæma um jöfra ættir“ (Hyndl.
Grímur Ásason er meira en öldinni yngri). Af því verð-
Ur þó vart ráðið, hvort ofangreind ættrakning er eldri
eða yngri en hún, en fremur hitt, að margir gerðu sér
þósa vafasemi ættleggsins. — Hin gagnstæða ættrakn-
ln£ er í þætti Flateyjarbókar Hversu Noregur byggð-
ist, 0g er Vatnar Víkarsson þar talinn faðir Eireks,
föður Gyðu, er átti Haraldur hárfagri. En af því að
Haraldur hlaut Álreksstaði við Björgvin til eignar,
sem kunnugt er, kemur sú ættartala fram í þættinum,
að Vatnar væri sonur Álreks frækna, Eirekssonar hins
^álspaka, Álrekssonar, og því næst rakinn karlleggur
kilfinga til Skelfis konungs, — þótt það rekist á sögn
n°rra-Eddu, að „sú kynslóð er í Austurvegum".