Saga - 1958, Blaðsíða 90
402
Þessi örnefni gefa í skyn, að hof hafi verið í
Gaulverjabæ, þótt ekki verði það sannað. Hvergi
er þess getið í fornritum, að Loftur væri goð-
orðsmaður, en menn hafa talið það líklegt,
vegna þess sem kunnugt er um ætt hans og
goðadýrkun. Ekkert er því til fyrirstöðu,. að
Þorgils örrabeinsstjúpur hafi tekið við manna-
forráðum af Lofti, fósturföður sínum, og síðan
hafi þau fylgt niðjum hans. En sá galli er á
þessari kenningu, að hún á sér enga stoð í heim-
ildum. Þorgils Örrabeinsstjúpur var að vísu
sagður ríkur höfðingi, og samkvæmt Flóa-
mannasögu fór hann með goðorð, sem hann af-
henti síðan Hæringi, hálfbróður sínum, og er
óvíst, hvor þeirra var eigandi þess. Þorgils var
lika í margföldum tengslum við goðaættir, sem
aukið gátu virðing hans, þótt ekki sé gert ráð
fyrir sérstöku goðorði meðal niðja Hásteins.
Þorgrímur örrabeinn, stjúpfaðir hans, var son-
ur Þuríðar Ketilbjarnardóttur frá Mosfelli. Enn
fremur segir í Flóamannasögu, að þriðja kona
Þorgils væri Helga Þóroddsdóttir frá Hjalla,
en Bjarni hinn spaki hafi átt Þórnýju, dóttur
hans. Hið eina, sem bent getur á goðorðseign
í höndum Flóamanna, eru tvenn ummæli í Flóa-
mannasögu. 1 10. kap. sögunnar segir um Þor-
grím örrabein, stjúpföður Þorgils, að hann vseri
„góður forstjóri héraðsins“. 1 20. kap. segir fra
því, að Þorgils fékk fé sitt og goðorð í hendur
Hæringi, syni Þorgríms, áður en hann fór til
Grænlands. Þessi síðari athugasemd er þó að-
eins í öðru aðalhandriti Flóamannasögu, og er
goðorðs látið ógetið, þegar Þorgils tók á ný við
fénu. Á henni er lítið að byggja, þar eð hun
stendur í jafn lélegri heimild og Flóamanna-