Saga - 1958, Blaðsíða 149
461
fóru einnig að konungsboði til Svíþjóðar, Gaut-
lands og allra eyja vestan Noregs, boðuðu heið-
ingjum orð Guðs og ríki Krists. Einnig sendi
hann menn til erkibiskups vors með gjafir og
bað, að hann tæki þessum biskupum með vel-
vilja og sendi sína biskupa til hans, svo að þeir
fengju styrkt hina vangjöru kristni hjá Norð-
mönnum.
tír II, 61. kap.
(Ólafur sneri 1030 heim) .. . Hjá Svíakon-
ungi tengdaföður sínum og frá tslendingum1)
dró hann því saman geysifjölda vopnaðra
manna, fór herskildi í erfðaríki sittogvann það.
Úr III, 17. kap.
Um þetta leyti gerðust einnig stórviðburðir
í Noregi, þar sem Haraldur konungur gekk í
grimmd sinni lengra en dæmi voru um ofsa
nokkurs annars harðstjóra ... Hann lagði
Orkneyjar undir ríki sitt, hann teygði blóð-
veldi sitt allt til íslands. Þannig réð hann mörg-
um þjóðum og var hataður af öllum fyrir ágirnd
sína og grimmleik ... hæddi sendimenn erki-
biskups og skipaði þeim burt, hrópaði, að hann
í stað orðsins íslendingum, sem Adam hefur ritað,
hefur samtíðarmaður hans sett leiðrétting: eylandabú-
ww. Vitneskja um það, að Orkneyjar lytu Ólafi helga,
en ísland ekki, mun hafa valdið leiðréttingunni. En
Adam hefur haft veður af hinu, að einhverjir íslend-
mgar gumuðu af framgöngu landa sinna í konungslið-
lnu- Um dauðdaga Ólafs á Stiklastöðum veit hann ekki
ng tilfærir ólíkustu kviksögur um, hvernig píslarvætti
nans í Noregi hafi borið að höndum (eftir sigur 1 styrj-
°ld þessari). Sveinn Úlfsson hefur eigi frætt hann um
Þetta né þýzkir biskupar, komnir úr Noregsstarfi.