Saga - 1958, Blaðsíða 154
466
menn (þarna) samfelldan dag í sex mánuði og
á hinn bóginn stöðuga nótt í skammdegi, þegar
sól er fjarri. Eftir því sem Pytheas frá Mar-
seille ritar, gerist þetta í Thyle, sem liggur sex
daga sigling norður frá Bretlandi.1) Þetta Thyle
er nú kallað ísland eftir ísi þeim, sem heftir
hafið. Um eyna segja menn þann minnisverða
hlut, að þar megi sjá ísinn verða svo svartan
og þurran af elli, að hann brennur, þegar í
honum er kveikt. En eyin er víðlend mjög,
svo að hún rúmar mikinn mannfjölda, sem
lifir eingöngu af kvikf járrækt og klæðist skinn-
feldum af fénu. Engin er þar kornyrkja, lítið
um trjávið. Þess vegna búa þeir í hellum í
jörð niðri og deila fagnandi húsaskjóli, lifn-
aðarháttum og rúmbæli við fénað sinn. Þannig
lifa þeir lífi sínu í heilögum einfaldleik, og þar
sem þeir heimta ekkert meira en náttúran veitir
þeim, geta þeir glaðir sagt með (Páli) postula:
„Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það
nægja“. Fjöll eru þeim í stað víggirðinga og
lindir í staðinn fyrir nautnadrykki. Sæl er sú
þjóð, segi ég, sem enginn öfundar af fátækt
hennar, og sælust fyrir það, að nú hafa þeir
allir tekið kristni. Margt er ágætt í siðum
þeirra, í fyrsta lagi kærleikur, sem leiðir af
!) Þetta kapítulaupphaf er ekki í öllum handritum,
líklega tekið frá Beda og Solinusi af öðrum en Adam
sjálfum. Skýringargrein er hér enn við bætt í nokkr-
um handritum: Frá Nesi við Álaborg l Danrrwrku
segja menn vera SO daga sigling til fslands, minna þýt
ef menn fá byr góðan. — í annari skýringu í hdr. segir,
að frá Bretlandi (ótiltekið hvar) komist menn á 9 dög'
um til Thile, en dagleið norður frá því landi sé frosið
haf og sé frosið af því, að aldrei vermi það sól.