Saga - 1958, Blaðsíða 179
491
strambur, það feiknadýr, án sporðs og hauss,
svo að þar er eins og bol einn að sjá, er það
stekkur upp og ofan, enda birtist ekki sjómönn-
inn, nema viti á háska. Þar er hafgúfa og haf-
ketta, sem er mest allra skrýmsla í sjó. Og
þannig mætti áfram telja óendanlega.
Um skattskyldar eyjar. ... Um Orkneyjar:
Þær eyjar byggðu fyrst Péttar og Papar. Önn-
ur þjóðin, Péttar, litlu meira en dvergar að
vexti, vann kvölds og morgna hin mestu furðu-
verk í borgahleðslu, en um hádaginn földu þeir
sig alveg magnlausir í jarðhýsum vegna hræðslu
... En Papar báru nafn af hvítum klæðum,
sem þeir gengu í eins og klerkar, af því heita
allir klerkar papar á þýzku. Enn er Papey nefnd
eftir þeim.1) En eins og ráða mátti af klæðn-
aði og letri bóka þeirra, sem þeir skildu eftir,
hafa þeir verið frá Afríku, gyðingatrúar ...
(Jarlamir) eru skattskyldir Noregskonungum.
... Um eyjar sauða: Einnig eru í flóðöldum
úthafs sauðaeyjar, 18 að tölu, sem íbúamir
kalla Færeyjar á norrænu, því að þar streyma
fjárhópar mikiir að bændum; eiga sumir allt
upp í þúsundir fjár. Einnig þessir eyjarskeggj-
ar greiða konungum vorum skatt á tilteknum
tímum.
Um jökuleyna: Því næst er í vesturátt hin
mikla ey, sem ítalir nefndu yzta Tile og er nú
setin miklum fjölda bænda, en var forðum víð-
J) Tvær af Orkneyjum og þrjár eyjar við Hjaltland
hafa borið nafnið Papey, og er ekki að vita, hverja
þeirra höf. á við. Ein af frægustu borgum Pétta (Pikta)
er Broch of Mousa, Móseyjarborg, sem getið er í 32.
kap. Egilssögu.