Saga - 1958, Blaðsíða 91
403
saga er talin og aðeins í annari gerð sögunnar.
Vel getur hún verið sprottin af þeirri tilhneig-
ingu höfundarins að gera veg söguhetju sinnar
sem mestan. En þótt gert sé ráð fyrir, að Þor-
gils hafi farið með goðorð, næst á eftir Þor-
grími fóstra sínum, „forstjóra héraðsins", er
ekki þar með sagt, að eitt af löggoðorðum Ár-
nesinga hafi verið ættareign Flóamanna. Dr.
Björn Sigfússon getur þess til (sjá næstu
grein), að Þorgrímur örrabeinn, sem í vísu einni
í Landnámu er nefndur Ásmóðarson = Þormóð-
arson, hafi verið son Þormóðar skafta. Og ef
sú tilgáta er rétt, er ekkert því til fyrirstöðu,
að varðveizla goðorðs þess, er ættmenn hans
áttu, hafi um skeið verið í höndum þeirra stjúp-
feðga, en Þorsteinn goði hafi, ásamt Hæringi,
hlotið eins konar erfðarétt til þess að Þorgrími
örrabeini, móðurbróður sínum, föllnum.
Eftir daga Markúsar lögsögumanns finnast
ekki merki um neina goðorðsmenn í Árnesþing-
sókn aðra en Haukdæli að fráteknu auknefninu
Skeiðagoði, sem aðeins kemur fyrir í ættar-
tölu.1)
J) Að vísu hefur stundum verið talið, að Magnús alls-
herjargoði, sem bjó á Seltjarnarnesi, hafi erft goðorð
af föður sínum, Guðmundi grís á Þingvelli. En
hvergi er nefnt í heimildum, að Guðmundur hafi átt
Koðorð. Allsherjargoðorðið virðist auk þess hafa verið
hið sama og goðorð Eeykvíkinga, og hefur Guðmundur
Sfis þá sótt Kjalarnesþing, en ekki Árnesþing, ef hann
ofur verið allsherjargoði.
L