Saga - 1958, Blaðsíða 142
454
sameiginlegur allri jörðu. Þetja er nógsamlega
leitt í ljós bæði af söguritum hinna fomu og
af samtíðarmönnum mínum, sem komu frá þess-
um löndum. En aldrei sjá þeir, sem búa langt
inni í suðurlöndum, sól snúa aftur yfir mið-
bik jarðar til dagmálastaðar úr sólarlagsátt.1)
x) Sturla Þórðarson ritaði formála Landnámu á
seinni hluta 13. aldar, e. t. v. upp úr miklu eldri um-
mælum í Landnámuhandritum. Sturla segir svo, og er
hér fylgt því orðalagi hans, sem Hauksbók varðveitir
(sbr. Flateyjarbók, saga Ól. Tr., 198. kap.):
/ aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði,
er getið eylands þess, er Thile heitir og á bókum er
sagt, að liggi vi dægra sigling norður frá Bretlandi. Þar
sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar,
þá er dagur er lengstur. Til þess ætla vitrir menn það
haft, að ísland sé Thile kallað, að það er víða á landinu,
að sól skín um nætur, þá er dagur er lengstur, en það
er víða um daga, að sól sér eigi, þá er nótt er lengst.
En Beda prestur andaðist dccxxxv árum eftir holdgan
vors herra, Jesú Christi, að því er ritað er, — meir en
c ára fyrr (en) ísland byggðist af Norðmönnum. En
áður ísland byggðist af Norðmönnum, voru þar þelT
menn, er Norðmenn kalla papa. Þeir voru menn kristn-
ir, og hyggja menn, að þeir muni verið hafa vestan um
haf, þvl að fundust eftir þeim bælcur irskar og bjöllur
og baglar og enn fleiri hlutir þeir, að það mátti skilja’
að þeir voru Vestmenn. Það fannst í Papey austur og
í Papýli. Er og þess getið á bólcum enskum, að í þann
tíma var farið í millim landanna.
Tilvísun Sturlu til Beda á við rit hans, er Tímatals-
fræði og landaslcipan heitir, De temporum ratione, kap-
31—32. f öðru riti, De natura rerum, getur Beda haf-
ísanna, er liggi dagleið norður frá Thile. En í hvorug^
þessara rita er önnur vitneskja en sú, sem runnin Éf8“tl
verið frá miklu eldri latínuritum, er ræða um Thule
(Thile) einhvers staðar norður eða austur frá Bret-
landi og telja það flest vera byggt land (Hjaltland eoa