Saga - 1958, Blaðsíða 153
465
Þar sem ég hef frestað að tala um vígslu þeirra
og biskupssetur, virðist ekki eiga illa við að
lýsa um leið legu Danmerkur og náttúrufari
hinna landanna, sem liggja fjær.
ÍTr IV, 34. kap.
Eyin Thyle, sem liggur í miðju úthafi óend-
anlega langt frá hinum eyjunum, er að sögn
nærri óþekkt. Um hana segja rómverskir höf-
undar og barbarar margt, sem vert væri að
kynna. Hið yzta Thyle, segja þeir, þar sem eng-
in nótt er um sumarsólstöður, þegar sól er í
krabbamerki, en um vetrarsólhvörf er að sama
skapi enginn dagur; þetta halda sumir, að
gerist sjötta hvem mánuð. Einnig skrifar Beda,
að hinar björtu nætur Bretlands á sumrin leyfi
þá ályktun efalaust, að við sumarsólstöður hafi
Heinrekur var sá, sem hann kallar hinn digra, fyrrum
gjaldkeri Knúts konungs ríka og hefur skilið norræna
tungu. í Orkneyjum varð Heinrekur biskup, en náði
fjársjóðum Knúts með sér til Danmerkur og lifði í vel-
lystingum, segir Adam, og „menn segja hann hafi haft
ánægju af þeim háskavana að drekka sig fullan, kvið
hans blés upp og sprakk“. Þá hafði Heinrekur um fá
ár verið biskup Sveins konungs Úlfssonar í Lundi, en
Adam árfærir þetta ekki, heldur fer að nefna aðra
(biskupa), sem létu líf með sama hætti undir handar-
jaðri Sveins konungs. Adam tók danskt skop hátíðlega
°g rengdi fátt. — Um íslandsdvöl Bjarnharðs sax-
lenzka, sem ,stóð frá því hann kom 1047 nývígður úr
Páfagarði og ávann sér hylli Aðalberts og fram yfir
fall Haralds harðráða 1066, getur Adam ekkert, frem-
Ur en för Heinreks. En hann segir „Bemhard" þennan,
sem var biskup í Selju og síðan í Björgvin, vera enn
að starfi og kristniboðun í Noregi, þegar hann lýkur
8°gu Hamborgarerkibiskupa. Aðalbert vígði ekki neinn
»kapelán“ sinn til íslands.
Saga - 30