Saga - 1958, Blaðsíða 94
406
hafa þekkt um 960 ætiarsagnir um dauða Vík-
ars konungs, en leifar þeirra eru í Gautreks-
sögu. Björn buna og ölvir barnakarl voru
sonarsonasynir Vatnars herkonungs, sem lá í
Vatnarshaugi nærri Hákonarhellu á Sunn-
hörðalandi. Vatnar var sonur Víkars kon-
ungs. Engan varðar framar um satt eða logið
í því máli, aðeins um það, hverju menn trúðu
og gerðu að ættararfi sínum.1)
1) Eins og vænta mátti og vera ber um tignarætt,
sem margir girntust eiga, fer tvennum sögum, ef ekki
þrennum, um ætt frá Víkari konungi, og er hér í
meginmáli fylgt Viðauka Skarðsárbókar. Eins og aðrar
ættir í Viðauka mun hún þar tekin úr Hauksbókar-
kafla, sem annars er týndur nú (Jón Jóhannesson:
Gerðir Landnámab., 16; — Skarðsárbók. Jakob Bene-
diktsson gaf út. Rvík. 1958. Bls. xxxix—xl og 191—92).
í Víkarsbálki, þeirri mynd er hann fékk í Gautreks-
sögu, er sagt, að skilgetnir synir Víkars væru tveir,
Haraldur konungur á Þelamörk og Neri jarl á Upp-
löndum. E. t. v. er þarna þó ekki um gagnstæðar sagnir
að ræða; ekkert bannar, að í jafngömlum kveðskap og
nátengdum hafi Vatnar herkonungur verið talinn einnig
son þessa Víkars, svo sem heimild Skarðsárbókar
(Hauks lögmanns) taldi, og síðan rekur hún ættina
þannig:
Vatnar Víkarsson
Hjaldur
Veðrar-Grlmur i Sogni
Björn buna
Ketill flatnefur
Auður djúpúðga
Þorsteinn rauður
Þorgerður, er átti
Kollur, Veðrar-
grímsson, Ása-
sonar
Hrappur
Þórður skeggi
Helga=Ke tilb j örn
I
Þuríður
Þorgrímur
örrabeinn
Snjallur
Einar (egðski)
Ölvir barnakarl á
Ögðum
Einar
Óleifur breiður
Þormóður skafti
Þórvör
Þóroddur goði
Skafti lögsögumaður
Landnáma í núverandi mynd getur hvergi faðernis
Ölvis bamakarls né Veðrar-Gríms í Sogni (Veðrar-