Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 4
-4- vizkunni. Það truflar,- en hér er meðalveg- urinn beztur. Ungur maöur Þráir aö verða nýtur maður,- mikill maður. "Hver veit nema ég verði - viða frægur um siðir", sagði ungur maöur i fornöld. "Svona skyldi ungár maður hugsa", hefur vitur maður sagt. Við getum öll orðið nýtir menn, ef við viljum, bara ef við not- um skynsamlega Þessi arin, meðan við erum að nokkru lejiti a.ð skapa undirstöðu lifs okkar. "Sumir týna i æskunni ýmsu, sem Þeir eru alla æfina að leita að aftur", segir eitt af skáldum okkar. Við skulum reyna aö týha engu, En við skulum reyna að finna margt. Hvorttveggja gerir okkur betur undir- búna undir lifið. Nú skyldi enginn skilja neitt af Þessu svo, að ég væri að telja menn frá Þvi að ¦ skemmta sér á skólaárunum. Þvert á móti. Heilbrigð skemmtun, gleði, er æskumanninum, eins og raunar ó'llum, afar holl. Ef við eig- um að verða nýtir menn, eins og ég talaði um áðan, verðum við aö njota gleðinnar á skóla- árunum. En Það var gjálifi, sem ég talaði um i sambandi við hirðuleysið. Og gjálifi er skaðlegt, Þvi að gjálifi er hirðuleysi,-gjá_ lifur æskumaöur er sofandi æskumaður. Verum glaðir,- skemmtum okkur.1 Gleði hefui- ávalt einkennt skóla okkar, og Þar sem æskan er, Þar a gleðin a.ð rikja. Eg sagði áðan, a.ð við hefðum mikla mögu- leika til Þess að mynda okkur heilbrigðar og ákveðnar skoðanir. Það hafa allir menn, og ekki sizt við, sem á skóla gb'ngum. Tökum til dæmis stjórnmS la.sk oáanir. "Pullorðna fólkið" segir að stjórnmálaskoðanir ungu mannanna séu "unggæðislegar og vitlausar." Og jafnvel Þótt ungur maður sé Þaullesinn i Þessum efnum, er sa.gt, að hann hafi ekkert vit á slikum hlutum,- hann hafi engin skil- yrði til Þess a.ð hafa neitt skynbragó á Þá. Þetta. er rangt. Ef hinn ungi maður er lesinn,i og skoðanir hans Þannig rökstuddar, hefur hann engu minni skilyrði til Þess að hafa heilbrigðar stjórnmálaskoðanir, en sá hinn fullorðni. Skoðanir margra hinna ungu manna eru skoöanir Þeirra., sem lita ekki á málin frá sjónarmiöi sinna. eigin hagsmuna einna . saman. I skoðunum Þeirra er dómgreind Þeirra og Þekking að verki„ Skoðanir margra Þeirra eru skoðanir Þeirra, sem fyllast heitri sam- úð með hinum undirokuðu i Þjóðfélaginu,finna til með verkamanninum i bágindum hans. 3?eim finnst, að svona Þurfi Það ekki að vera, og svona eigi Það ekki að veraj Þess vegna fyll- ast Þeir áhuga æskumannsins og vilja, berjast með hinum vinnandi stéttum fyrir réttindum Þeirra,- og berjast til sigurs. Skoðanir margra Þeirra eru skoðanir Þeirra, sem horfa fram á lifið, og sjá, að Það er fullt af erfiðleikum, erfiðleikum, sem ekki Þyrftu að vera til,- misrétti,sem ekki Þyrfti aó vera til,- og órétti, sem heldur ekki Þyrfti að vera til. Og Þeir vilja breyta til,- skapa nýtt Þjóðskipulag, Þar sem misréttinum óg óréttinum er útrýmt,- Þar sem b'llum er gert jafnhátt undir hb'fði,- Þar sem öllum liður vel. Enn eru skoðanir margra skoðanir Þeirra, sem álita ekkert skipulag heppilegra, en Þetta Þjóðskipulag, sem við lifum nú i, og viður- kenna ekki réttmæti baráttunnar fyrir öðru skipulagi. Allar geta skoðanir Þessar verið heilbrigð- ar, ef Þær eru grundvallaðar á og rökstuddar með viðlesinni Þekkingu. En stjórnmálaskoðan- ir hins fullorðna eru oft börn hagsmuna hans og pyngju,- hann tekur ekki alltaf tillit til dómgreindar sinnar og Þekkingar. Hér i skólanum höfum við dásamleg skilyrði til Þess að auðga anda okkar að Þekkingu. Við hb'fum einnig skilyrði til Þess að læra að hugsa og skilja. Eitt langar mig til að minnast örlitið á. Mjög er leiðinlegt til Þess að vita, hve mjög menn læra hér i skólanum vegna einkunnanna og prófanna. Menn vilja komast undan Þvi að læra ýmsar gagnlegar námsgreinar^ af Þvi að menn eru "vondir i Þeim" og fá. Þess vegna lágt. Þetta er i rauninni eðlilegt, Þvi að lág ein- kunn getur fellt mann við próf, en Það getur valdið Þvi, að menn verða að hætta nami. Hér er Það skólinn, sem Þarf að breyta tilj hann Þarf að hætta að hafa einkunnirnar hangandi, eins og refsivönd, yfir höfðum manna. og flraga Þannig úr Þeim góða árangri, sem fæst, eða gæti fengist, með kennslunni. En nemendur Þurf a einnig a.ð breyta til • Við Þurf um að hætta að læra vegna prófanna,- við eigum að læra vegna lærdómsins og sjálfra okkar.- Hirðuleysi Hauks konungssonar olli Þvi,að hann fann eigi hamingju sina.. Látum eigi hið sama henda okkur. Notum skólárin vel,- Þau eru frjósamur timi. Kappkostum að verða raerm, sem vita, hvað Þeir vilja, Þvi að viljinn er skapari. Kapp- kostum að verða menn, sem hafa heilbrigðar og ákveðnar skoðanir. Kappkostum að verða menn, sem aldrei láta yfirbugast. Kappkostum að verða menn, sem kunna að hugsa. skynsamlega. Kappkostum að verða lærðir menn. Kotum skóla- árin og Þá munum við finna hamingju okkar. G. G.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.