Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 5
-5- —1— B E T L J Klukkan var sex um morguninn. Vindurinn gnauöaöi Þunglamalega, Þegar hann Þaut fram hjá götuhornunum, eins og hann væri i vondu skapi yfir Þvi, hve fáum rigningardropum hann gat Þeytt áfram, en vildi Þó ekki hætta; Þvi að himininn var alskýjaður, og hver vissi nema Það kæmi rigningj I úthverfi hæjarins era margir stórir, kaldir og óvistlegir timburhjallar, sem verkamenn búa i„ 1 einu af Þessum húsum log- aði Þennan morgun, eins og svo marga aðra, dauf ljóstýra i hornherbergi einu á. efstu hæðinni. Hún kastaði birtu um stórt og óvistlegt herbergi. Loftiö i Þvi var allt skellótt, Þvi að málningin var upp úr Þvi hingað og Þangað, og veggfóðrið, sem að visu aidrei hafói verið vandað, var skitugt og rifið. I Þessu herbergi stóðu tvö stór r.úm, 0g á milli Þeirra var litil vagga. Við einn veggin stóð kommóða, og yfir henni hékk mynd af Jesú Kristi með útbreiddan faðminn, og fyrir neðan Þessi Þekkta áletr- un: "Komið til mín allir Þér, sem erfiði og Þungc eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvildj " Á mióju gólfi var stóit ómálað borð, og stóöu við Það Þrir baklausir stólar. I öðru rúminu svaf húsmóðirin með tvo krakka tii fóto, en i hinu húsbóndinn, sömuleiðis með tvo anga til f&ta sér. 1 vöggunni svaf litil og veikluleg telpa. Af Þessari sjö mannc fjölskyldu var aðeins húsbóndinn vak- andi. Hann starði hugsandi út í loftið, og fram i huga hans brutust myndir - myndir eymdar og örbirgðar. . Kann sá konuna sina tærast upp dag frá degi af skorti.' Hann sá börnin sín, lítil og veikluleg, biðja um skó, föt, góðan ma.t, og alltaf fá sama svariö; Þegar pabbi fær vinnu. Þeim var alls varnað, að Þvi að pabbi Þeiirra var" bara atvinnulaus verkamaðurí Stundu síðar kom konan fram i eldhúsið, (stofan og eldhúsið er eins og menn vita kappnóg handa sjö manna verkamonnaf jblskylduj) til Þess að hita kaffið. Hún var grb'nn og veikluleg,og yfir andliti hennar var kæru- leysislegur hb'rkusvipur, Þaó hefur mikið verið skrifað um konuna. Skáldin hafa reist i henni minnisvarða i kvæðum sinum,og lista- mennirnir nafa skapað ódauðleg listaverk með konunni sem fyrirmynd. En hve mörg Þeirra j lýsa konu, sem hvorki er töfrandi fögury né klædd i skrautleg föt, heldur bara verkamanna-^ kona., sem vinnur baki brotnu fyrir heimili sitt? Pá eða engin. Stuttu siðar kemur húsbóndinn fram i eld- húsið. Hann er með annan skóinn sinn i hend- inni. "Geturðu ekki gefið mér bréfpjötlu i skó- inn minn, - Það er gat á. sólanum?" "JÚ*í "Ef ég verð ekki kominn klukkan tiu, Þ,ó sendirðu Nonna með kaffi til min. Ég ætla að fara niður eftir,- Það kom kolaskip i gær. " "Ég skal gera Það". Niðri á uppfyllingunni stóðu verkamenn- irnir. Þeir mynduðu stóran hnapp i skjóli við nokkrar járnplötur, sem stóðu upp á endann, studdar af nokkrum xjlönkum. Þeir töluðu litið, en börðu sér Þvi meir. Verkamaðurinn okkar gekk inn i hópinn. "Er hann kominn?" Það Þurfti ekki aö spyrja um, hver hann væri. Auðvitað var Það ve rk s t jórinnj "0-nei, hann sefur vist ennÞá". "Eruð Þið búnir að biðo lengi?" "Siðan snemma i morgun". Verkstjórinn ha.fði sérstöðu á. meðal Þeirra, og til Þess lágu gildar orsakir. I fj^rsta lagi fékk hann tuttugu aurum - tuttugu - meira um tímann en Þeir. I öðru lagi umgekkst henn daglega atvinnuveitendurna, og fékk meira að segja stundum að heimsækja. Þá.' Og i Þriðjja lagi var Það hann,sem réði Þvi, hverjir fengu að vinna. Og Þess vegna leit hann jafn- mikið niður á verkamenninn. og atvinnuveit- endurnir á hann sjálfan. Loksins kom"hann". "Jæja, Þá er bezt að byrja, ekkert Þýðir a.ð stonda svona eins og rolur,' Komd Þú, og Þú og Þú -". Um leið og hann sagði Þetto, benti hann á. hina útvöldu. Þegar hann kom.að verkamanninum, sem átti heima i stóra kass- anum, leit hann snöggvast á hann^ en hélt svo áfram. Hinn gekk i veg fyrir hann. . "Get ég ekki fengiö vinnu?J" "Ef Þú hefur augu i hausnum, Þá sérðu liklega,að ég benti ekki á. ÞigJ " "En ég má til að f á. vinnui " "Getur vel verið - Þú færð hana bara ekki hér' " "En konan min,- börnin min ég-" "Mér er andskotans samaj Ef Þú hefur hrúg- að niður krökkum,- ja, Þá Þú um Það. Slikt hefðir Þú átt að athuga. aður. Skárra er Það nú andsk.; . vinnubetliðj" "Betlið?: "Já andsk... betliðj"

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.