Norðurland


Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 6

Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 6
IMORÐURLAND Málgagn sósíalista í Noröurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Sigurfiarson, Páll Hlöfivesson, Gufirún Afialsteinsdóttlr og Krlstfn Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guömundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryggvl Jakobsson. Ritstjóm, afgreiösla, auglýslngar: Eifisvallagata 18, simi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyrl. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefíö út af kjördæmisráöi Alþýðubandalagsins. 1. maí sásem hörfar finnur sig að lokum uppvið vegg og ekkert eftir nema sókn spurning dagsins er hvernig við eigum að beita vopnum okkar að þau verði lagvopn en ekki múrskeiðar ríkjandi kerfis til að spjót okkar beinist gegn því þurfum við að kollvelta okkur sjálfum og vinza burt dauðar hugmyndir Splunkunýr dagur, Pétur Gunnarsson Það er orðið langt síðan alþýða heimsins gerði 1. maí að alþjóðlegum baráttudegi sínum. Ekki þar fyrir, að framsæknum verkalýð eru allir dagar baráttudagar. En á þessum degi setur verkafólkið upp kröfur sínar og óskir í bráð og lengd. Og söngur hins vinnandi manns hljómar um heimsbyggðina á ótal þjóðtung- um: „Fúnar stoðir burt vér brjótum. . . .“ Frá því saga verkalýðshreyfingar hefst, til okkar daga hefur mörg krafan orðið að veruleika. Sumar óskir hafa ræst eftir langa baráttu. Það er stétta- barátta verkalýðsins sem hefur bætt líf almennings í efnalegum skilningi á margvíslegan hátt. Aðrar kröfur verkalýðshreyfingarinnar hafa verið stungnar svo og stýfðar yfir samningaborðum, að þær þekkj- ast ekki eftir þófið. Þá er sú kröfugerðin, sem heyrir sögunni til: þær kröfur sem einu sinni voru letraðar skýrum stöfum en sjást nú ekki meir. Þannig er nú orðið um sjálft jafnréttisþjóðfélagið, Sósíalismann. Einu sinni var aðal verkalýðshreyfingar að eiga sósíaliskt samfélag að markmiði. Við höfum mátt sjá á eftir því og fleiru í afskiptaleysishít félaganna. Þjóðfrelsismálin, sem verkalýðshreyfingin lét löng- um til sín taka, heyrast ekki lengur nefnd nema á tyllidögum ellegar sem skrúðmælgi úr forustumönn- um á kosningafundum. í þessum sorgarlitum er pólitík verkalýðshreyf- ingarinnar út á við í dag. Ekki tekur betra við, þegar skyggnst er á innra borð. Verkalýðsfélögin eru orðin eins konar afgreiðslustofnanir, skrifstofubákn svo langt frá félögum sínum og óaðlaðandi að á aðlafundi mæta ekki nema brot félaga svo sem dæmin sanna. En það er fleira en skrifræðið sem fælir fólk frá virkni í verkalýðshreyfingunni. Sá djöfull, sem hefur hrakið og kvalið vinnandi fólk frá því fyrsta krónan var slegin undir íslenska burgeisa er vinnuþrælkunin. Enda þótt verkalýðs- hreyfingin hafi frá árdögum sínum barist fyrir stytt- ingu vinnuvikunnar, hefur sáralítið tekist að létta þrælkunina á borði. Það er til lítils að eiga samninga upp á Qörutíu stunda vinnuviku, - en þurfa sjötíu til framfærslu. Einn erki óvina vinnandi fólks, verka- lýðshreyfingar og baráttunnar fyrir afnámi mann- fjandsamlegs auðvaldssamfélags, - er vinnuþrælk- unin. Of langur vinnutími með bónus og refsibónus sem tilbrigði er orðin daglegt brauð þorra vinnandi fólks. Og neysluvenjur okkar eru þéss eðlis, að menningin er þannig að manneskjan er ekki nema þiggjanda- hvilft og fórnardýr færibandaframleiðslu. Svo Iítið hefur okkur sést fyrir í fórnarlund og uppgjafargeði við skrum kapitalismans, að við eigum ekki lengur menningu kennda við sósíalisma. Verkalýðshreyf- ingunni og flokki hennar hefur ekki tekist að halda svo barninginn, að sjái leiðarljós óskalandsins, sósíalismans. Okkur hefur ekki tekist að halda uppi því menningarlega og pólitíska andófi sem dugir til landvinninga fyrir hugsjónir sósíalista. Auk þess er hinn vinnandi maður jafn óra fjarri því að verða herra vinnu sinnar og jafnan áður. Ástandið í verkalýðshreyfingunni og flokki hennar kallar á þátttöku og virkni vinnandi fólks. Ein megin forsenda þess að vel lukkist í framtíðinni er að vinnu- þrælkuninni verði raunverulega afiétt. Þá gæti komið að því að fjöldinn tæki þátt í alvöru,l. maí og alla aðra baráttudaga, „að byggja réttlátt þjóðfélag“ óg- 6 - NORÐURLAND Steingrímur Eggertsson Gamlar minningar úr stéttabaráttunni á Akureyri Það er dálítið einkennilegt, að alltaf öðru hvoru er fólk að spyrja mig, hvort ég ætli ekki að halda áfram og skrifa fleiri greinar i svipuðum dúr og ég skrifaði í fyrra, en þær greinar birtust allar í Norðurlandinu. Svör mín eru oftast þau, að mér finnst ég hafa svo mikið að skrifa um og frá svo mörgu að segja, að ég geti aldrei byrjað á neinu. Nú síðast sagði Þórir Áskelsson, vinur minn, við mig: Farðu nú að byrja svo eitthvað verði komið á blað áður en þér verður tosað suður og upp á höfðann -. Það væri meira en lítið skrítið, ef ég, einn af aldamótamönn- unum, hefði ekki frá einhverju að segja, svo miklar hafa breytingar verið hér á landi síðastliðna hálfa öld, og við höfum orðið að vera þátt- takendur, hvort sem okkur hefur líkað betur eða verr. Megnið af þeim fróðleik fer í grafirnar með aldamótafólkinu og verður aldrei til frásagnar. Það er ekkert frekar ómennt- aða fólkið, eins og ég og mínir likar, sem vilja að ég rifji eithvað upp og festi á blað. Steingrímur Eggertsson. Miklu fremur hefur það verið vel menntað fólk, sem talað hefur að því, að ég segði eitthvað frá samferðafólki mínu á árum áður. Margir vilja heyra, hvernig mál gengu fyrir sig fyrir þess minni. En ef maður fer að segja frá mönnum og málefn- um, þá á maður nærri víst, að afkomendurnir verða óánægðir og rísa upp og trúa ekki því, sem maður segir frá, þó það sé alger sannleikur. Það er svo oft ótrúlegt, hvað var sagt og hvað var gert. Gott dæmi um þetta er þegar sex „rosknir og góðir Eyfirðingar“, sem allir voru aldir upp á „betri bæjunum“ í firðinum, ruku til og gáfu út yfirlýsingu í Degi um það, sem Tryggvi Emilsson sagði í bók- inni sinni, Fátækt fólk, um bernsku sína í firðinum, væri „ósannindi og rugl“. En nú er Tryggvi búinn að fá svo góða viðurkenningu fyrir bókina, að ekki verður á mikið betra kosið. Einn af afkomendum þessara sex Eyfirðinga, Guðmundur Hjaltason, Grenivöllum 14, sagði við mig um það, sem ég hef skrifað: „Þetta er allt ósköp ómerkilegt, sem þú hefur skrif- að, og þú getur ekkert af þessu sannað". Svo er nú það. Það er erfitt að fá vottorð frá samferða- fólkinu frá þeim árum, þegar flest af því er komið í kirkju- garðinn á Akureyri eða aðra kirkjugarða. Ein elskuleg og indæl hjón hér á Akureyri urðu mjög óánægð með, hvernig ég sagði frá kolasölunni hér á árunum, þegar hún var sem mest. Þó sagði ég ekkert nema það sem ég tók þátt í og vann að ár eftir ár. Vor í verum Það eru rúm tuttugu ár síðan bókin Vor í verum, eftir Jón Rafnsson, kom út, og hefur mig öll árin síðan langað mjög mikið til að skrifa um hana og gera athugasemdir við nokkur atriði í henni. Það er sérstaklega Novu- deilan, sem ég er ekki sáttur við hvernig er sagt frá á nokkrum stöðum í bókinni. Ég tók þátt í Novuslagnum frá upphafi og flestum öðrum þessháttar átök- um hér á þeim árum, og það gekk það nærri mér og mörgum fleirum, að það týnist ekki svo glatt úr huganum. í bókinnierá nokkrum stöðum sagt rangt frá gangi mála, svo og sagt frá mönnum, sem hvergi komu nærri, og öðrum sleppt, sem mikinn þátt tóku í átökunum. En atburðarásin var hröð og ekki hægt að fylgjast nákvæm- lega með öllu, sem gerðist. Ég tel missagnirnar að miklu leyti sprottnar af misminni og kölk- un vissrar manneskju, sem Jón leitaði upplýsinga hjá, sér til halds, þegar hann gerði alvöru úr að fara að skrifa bókina, og svo hafði sú manneskja líka dálítið misgott álit á fólkinu, viðurkenndi helst ekki suma, sem kannski lögðu nokkuð góðan hlut fram. Nú vil ég taka fram, að Jón Rafnsson og Þóroddur Guð- mundsson komu hingað til að vera okkur til halds og trausts í átökunum. Ólafur með manillureipið Á blaðsíðu 163 í bókinni stendur: „Að vörmu spori má sjá, að yfir þvera bryggjuna all- framarlega hefur myndast fylk- ing og hefur hún fyrir sér strengdan kaðal.“ Mér finnst mætti fylgja með, hver var for- ingi kaðalmanna. Það var Olaf- ur Magnússon sundkennari, síðast búandi í Laxagötu 4. Hann sótti með leyfi Vilhjálms Þór splunkunýja skipamanillu í Kornvöruhús KEA til þessara hluta. Ég var mjög vel kunnug- ur í Kornvöruhúsinu. Þar var afgreiðslumaður Þorsteinn Þor- steinsson, foringi róttækra verkamanna um mörg ár. Þegar ég var drengur á þrettánda ári lifði ég undir sama þaki sem Þorsteinn í moldarhrúgu, sem var nefnd bær, á Neðstalandi í Öxnadal, og við vorum góðir vinir meðan hann lifði. Ég fékk oft vik að vinna við vörur í Kornvöruhúsinu hjá Þorsteini. Ólafur sótti, með hjálp ein- hverra KEA-verkamanna, sem ég man nú ekki hverjir voru, mjög stóra rúllu áf strámanillu, báru þeir hana niður á bryggju- enda og röktu þar í sundur. Svo smátíndust andstæðingar okkar fram til Ólafs og röðuðu sér á kaðalinn, og hugðust sópa rauð- liðum upp af bryggjunni og hreinsa hana þannig svo að upp- skipun úr Novu gæti hafist. Það var mikil fásinna af þeim. Við komum strax á móti og vor- um miklu fjölmennari, og svo fylgdi fast á eftir okkur nokkur hundruð manna, sem voru að mestum hluta okkar fólk, en kannski margir líka, sem komu af forvitni einni og vildu af engu missa. Þegarfylkingarnarmætt- ust varð fyrst mikið hnoð. Ekki sá ég neinn reiða hnefa eða berja frá sér, en orðbragðið var það róttækasta, sem íslensk tunga á til. Skorið á síðustu stundu Þetta var blýþung skriða, sem skall á kaðalmönnum, og þeir hröktust undan henni eins og fis út á bryggjuenda, og við hefðum hrakið þá í sjóinn, hvort sem okkur hefði líkað betur eða ver vegna þrýstings aftan á okkur, hefði kaðallinn ekki allt í einu verið skorinn í sundur. Jón seg- ir, að það hafi gert Adolf Krist- jánsson skipstjóri, og það má vel vera að sé rétt, en ég horfði á Magnús Gíslason múrarameist- ara taka úr pússi sínu einn gríð- arlegan skeiðarhníf og skera í sundur kaðalinn. Ég man svo vel, hvað Magnús lenti í miklum vandræðum með hnífrnn, hann var stórhættulegt vopn, og að koma honum aftur í hulstrið var illmögulegt í þeirri þröng, sem þarna var. Það var varla hægt að róta sér í þvögunni. Það var stórt lán, að Ólafur og félagar tóku ekki vírmanillu til að hreinsa bryggjuna með. Hún var líka til í Kornvöruhúsi KEA. Það hefði enginn skorið hana sundur með skeiðarhníf, og þá hefðu áreiðanlega margir hrakist fram af bryggjunni og fengið kalt bað-----. Ljósmyndarinn fundinn Það er svo skrítið, að einn af þeim snauðustu í rauðliðahópn- um átti þá myndavél, vafalítið sú eina í þeirri sveit. Hann klifraði upp á stýrishús á einu skipinu í dokkinni og náði nokkrum myndum af átökun- um, myndum sem sýna mjög vel ástandið á þeim augnablikum, þegar hann smellti af. Hann var heilsuveill, fyrrverandi berkla- sjúklingur, og hefði ekki verið fær um að fara í slaginn, þar sem mátti búast við öllu mögulegu. En mér finnst hans hlutur ekki minnstur, því myndir eru alltaf Stoingrímur Jóneson.. SyelumaBur Eyjafjaröarsýslu. Bœjarfógeti AkureyrarkaupstaBar. Kunngjörir: í tilofnn. af uppþoti því er varB 14. þ.m. á TorfUnofsbryggju cg samkvæmt tilmælum bæjarstjómar Akureyrar, _ eruB þjer herra C/ .eí*?fYyyyy.. £vf‘TYYyyy/. . e. ftT~ff7YTy'.*-'* hjermeB skipaBur aÐstoBarlögreglumaBur hjer í kaupstaBnum fyrst um sinn og eftir því som þörf*krefur Til staBfestti nafn mitt og ombættisstimpill. 5krifstofu EyjafjarBarsýslu og AkureyrarkaupstaBar, 17. marts Í933.- r/kfp.. Skipunayby j ef -fyrirK ....................... til aB Vera aBstoBarlögreglumaBur í AkureyrarkaupstaB--

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.