Norðurland


Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 10

Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 10
Grœnland, „Land fólksins“ ** Framhald af bls. 3. sem varða þá, stig af stigi. Aðalmarkmiðið er með öðrum orðum að grænlenska þjóðin sjálf þrói hið grænlenska þjóð- félag. Stjórn þjóðfélagsmála skal byggð á félagshyggjunni og tryggja skal að fjármagn sem skapast hefur í Grænlandi verði fjárfest þar og á þann hátt stuðl- að að þróun grænlenska at- vinnulífsins. Atvinnuhættir skulu grund- vallast á náttúruauðlindum landsins og auknum gæðum grænlenskrar framleiðslu. Vinnsla hráefna úr jörðu og hafsbotni verði einungis leyfð þar sem jafnvægi grænlenska vinnumarkaðarins verður ekki stofnað í hættu og tillit tekið til þarfa grænlenska þjóðfélagsins og strangra náttúruvernda- sjónarmiða. Efnahagsstjórnin skal stuðla að framgangi samvinnuhug- sjónarinnar og stofnun fyrir- tækja á sámvinnufélagsgrund- velli þannig að sem flest byggða- lög þróist, og að peningar al- mennings og gróði ákveðinna einstaklinga verði ekki misnot- aðir, en komi þjóðfélaginu í heild til góða. Atvinnuleysið, sem er feikna mikið sérstaklega meðal ungs fólks, hefur skapast af undan- farinni þjóðfélagsþróun (kapi- talismi og nýlendustefna Dana). Það er stefna Síúmút að tryggja öllum menntun, næga atvinnu og mannsæmandi vinnuaðstæð- ur. í skólamálum skal stefnt að uppbyggingu grænlensks skóla- kerfis, sem grundvallast á græn- lenskri menningu og tungu og þörfum grænlenska þjóðfélags- ins. Síúmút stefnir að því að skól- arnir verði staðsettir þannig að komist verði hjá óæskilegum aðskilnaði nemenda og for- eldra. í nýafstaðinni kosningabar- áttu setti Síúmút einnig fram kröfu um að komið yrði á algeru áfengisbanni á Grænlandi. Þetta er ekki af ástæðulausu þar sem fjölmargir Grænlend- ingar hafa reynt að drekka sig út úr þeim ótöldu félagslegu og sálrænu vandamálum sem kapí- tölsk þróun og dönsk nýlendu- stefna hafa skapað þeim. Ofangreind stefnumál varða fyrst og fremst innri málefni Kalaatdlít-núnaat frá sjónarhóli Síúmút. Þegar fjallað hefur verið um iwkkur samsvarandi atriði hjá Ínúít Ataqatígíít verður í lokin greint svolítið frá því sem varðar alþjóðatengsl Kalaatdlít- 10 - NORÐURLAND núnaat og sem að miklu leyti er sameiginlegt báðum flokk- unum. Ínúít Ataqatígíít Ínúít Ataqatígíít er þróað upp úr Unge Gronlænderes Rád í Kaupmannahöfn, stjórnmála- mótinu í Sísímíút (fyrfum Hol- steinsborg) 1976 og Aussívík sumarmótunum á ýmsum stöð- um í Grænlandi síðan. Hreyf- ingin var sett á fót í nóvember 1976 af m.a. Arkaluk Lynge, Jens Geisler og Malik Hoegh. Ari síðar var samtökunum breytt i stjórnmálaflokk. Um síðustu áramót hafði Ínúít Ataqatígiít 7 félagsdeildir. Þessi flokkur er því ung stjórnmála- hreyfing en fylgi hennar er til- tölulega mikið meðal ungs fólks. Ínúít Ataqatígíít er alfarið á móti heimastjórnarfyrirkomu- laginu og telur það vera fram- hald á nýlendustefnu Dana og skjalfesting á yfirráðum þeirra yfir Grænlandi. Þeir krefjast umsvifalaust stofnunar sjálf- stæðs ríkis á Grænlandi, og vilja að einungis fólk af grænlensk- um uppruna hafi eignarétt á landinu. Inúít Ataqatígíít telur sig málsvara iðnaðarmanna og allra annarra hópa verkalýðs- stéttarinnar þar með talið fiski- og veiðimanna. Þróa skal með öllu tiltækum ráðum samskipti Ínúíta í Kalaatdlít-núnaat, norðurhluta Kanada og Alaska. Ínúít Ataqatígíít taka það sér- staklega fram að þeir styðja all- ar kúgaðar þjóðir í frelsisbar- áttu þeirra og telja Grænlend- inga hluta þriðja heimsins. Öll framleiðslutæki danska ríkisins og tjölþjóðarfyrirtækja skulu gerð eign grænlenska rík- isins, bæjar- og sveitafélaga. Verðmætum, sem vinnandi fólk skapar skal skipt réttlátlega og skuli starfsmenn í samein- ingu standa að áætlanagerð, rekstri og stjórnun á öllum vinnustöðum. Brottflutning Grænlendinga verður að stöðva. Eigi Græn- lendingar að lifa af sem þjóð verður fólksfjöldi að aukast og getnaðarvarnir skal forðast nema þar sem sjúkdómar gefa tilefni til. Ínúít Ataqatígíít hyggst eftir föngum taka þátt í starfsemi grænlenskra stjórnsýslustofn- ana en ekki starfsemi danska þjóðþingsins og stofnunum Efnahagsbandalags Evrópu. Grænlenska landsþingið ætl- ar Ínúít Ataqatígíít að nota fyrst og fremst sem ræðupall, en muni ekki neyta atkvæðisréttar síns jafnvel þó að þeir e.t.v. kynnu að fá meirihluta (!!). Kalaatdlít-núnaat, EBE, NATO og fjölþjóða-auðhringar Um áramótin 1972-73 var Grænland neytt inn 1 Efnahags- bandalag Evrópu í trássi við úr- slit þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar. Eftir 10 ára aðlögunartíma - þ.e.a.s. ef aðild Grænlands stendur þá enn óhreyfð - getur fjármagn, vinnuafl og vörur frá öllum öðrum efnahagsbanda- lagslöndum streymt óhindrað inn í Kalaatdlít-núnaat (og út úr landinu aftur ef svo ber við). Með öðrum orðum veitist auð- hringum og kapítalistum frá allri Vestur-Evrópu full- komið athafnafrelsi á Græn- landi eftir áramótin 1982-83. Lítil þjóð, 43.000 Ínúítar (plús e.t.v. hinir 11.000 Danir) í óhemjustóru landi (2,2milljónir ferkm.) mun að sjálfsögðu ger- samlega kaffærast ef slíkt næði fram að ganga. Til dæmis gerir EBE-fram- kvæmdastjórnin í Brussel nú þegar tilkall til grænlensku fisk- veiðilögsögunnar, jafnvel löngu áður en aðlögunartími Græn- lands er útrunninn. Útgerðar- auðvaldið í mörgum EBE-lönd- um sækist eftir að beina tog- urum sínum á hinn auðugu fiski mið Grænlands. Það er augljóst að hið sama muni gerast á mörgum öðrum sviðum efna- hagslífsins og afleiðingarnar verða ekki einungis arðrán á auðlindum og íbúum landsins, heldur munu kapítalskir fram- leiðsluhættir festast enn frekar í sessi og vaxa fiskur um hrygg. Eftir þessu mun þá fara lítið fyrir Inúítum á Grænlandi og menningu þeirra. Frá upphafi síðari heimstyrj- aldar hafa Bandaríkjamenn haft herstöðvar á Grænlandi og 1949 tóku Danir að sjálfsögðu þáverandi nýlendu sína með sér inn í NATO. Auk þess er Græn- land skilgreint sem svæði innan Ríó-samningsins frá 1947 sem veitir Bandaríkjunum rétt til íhlutunar í innri málefni við- komandi landa telji þau öryggi sínu ógnað. Alþjóðleg efnahags- og stjórn mál ráðast í æ ríkari mæli af fjöl- þjóða auðhringum. Efnahags- bandalag Evrópu og NATO eru að mestu leiti útibú þessara fjöl- þjóða auðhringa. Vegna þess er það greinilegt að barátta fyrir sjálfstæðu og óháðu Kalaatdlít- núnaat felur í sér baráttu gegn grænlenskri aðild að EBE og NATO., Bæði Ínúít Ataqatígíít og stór meirihluti í Síúmút vilja að Grænland gangi úr EBE að fenginni heimastjórn. Atassút er á hinn bóginn eindregið fylgj- andi áframhaldandi aðild. Þrátt fyrir ýmsa styrki úr EBE-sjóðum, sem líka ^ eru veittir í áróðursskyni, telja Inúít Ataqatígíít og Síúmút að Kalaatdlít-núnaat standi langt- um betur að vígi utan við EBE þar sem þá einnig verður hægt að semja sérstaklega í hverju ein stöku tilviki ef landsstjórnin telur ástæðu til. Síúmút, og þó sérstaklega Ínúít Ataqatígíít, krefjist úr- sagnar Kalaatdlít-núnaat úr NATO og þess að bandarísku herstöðvarnar verði lagðar niður. Þetta mál er þó enn ekki komið almennt á dagskrá í grænlenskum stjórnmálum, úr- sögn úr EBE stendur hinsvegar efst á blaði, enda ergreinilegt að heimastjórnin verður að öðrum kosti að engu gerð. Síúmút og ínúít Ataqatígíít eru báðir andheimsvaldasinn- aðir vinstri ílokkar sem einnig munu vinna að sósíalskri um- sköpun grænlenska þjóðfélags- ins. Að vísu notar Síúmút ekki þetta hugtak eins og Ínúít Ataqatígíít gera ófeimnir, en það er þó ljóst að stærsti stjórn- málaflokkur Kalaatdlít-núnaat stefnir í þessa átt. Ástæðan fyrir því að Síúmút vill ekki nota hugtakið „sósíalísmi" um stefnu sína er e.t.v. að finna í ósk þeirra um að finna raunverulegargræn lenskar lausnir á þeim vanda- málum sem Kalaatdlít-núnaat hefur við að glíma. Hinu er ekki að leyna að manni finnst eima svolítið af „barnasjúkdómi kommúnísmans" (Lenin) hjá fnúít Ataqatígiit þegar skoðað eru ýmis atriði stefnuskrár þeirrar. Þeir deila á hinn bóginn mikið á Síúmút fyrir að vera „borgaralegur flokkur". Við hér á landi skulum ekki leggia frekari dóm á þetta heldur að svo stöddu einungis óska fram- farasinnuðum íbúum Kalaatd- lít-núnaat að þeir - þrátt fyrir nauðsynlegar hugmyndafræði- legar deilur - beri gæfu til að standa saman um að leiða hin. mikilvægu sameiginlegu stefnu • mál til sigurs. 24. apríl 1979 Ole Lindquist. Framtíðin? Hvetjum alla félagsmenn okkar til að taka þátt í hátíðahöldum verkalýðs- félaganna 1. maí. STJÓRN IÐJU, félags verksmiðjufólks Akureyri TILKYNNING um aðstöðugjöld á Akureyri Samkvæmt heimild í 5. kafla laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, samanber reglugerð nr. 81/1962, um aðstöðugjöld, hefur bæjarstjórn ákveðið að innheimt skuli aðstöðugjald í kaup- staðnum á árinu 1979, samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá: 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla. 0,65% af rekstri verslunarskipa og af fiskiðnaði. 1,0% af hvers konar iðnaðarrekstri öörum. 1,3% af öörum atvinnurekstri. Akureyri 17. apríl 1979 Skattstjórl Norðurlandsumdæmis eystra Aðalfundur Félags verslunar og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni verður haldin í Sjálfstæðishúsinu (litla sal) laugardaginn 28. apríl kl. 2 e.h. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnln H.F. Eimskipafélag ísiands AÐALFUNDUR Aóalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík miðvikudaginn 23. maí 1979 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. greln samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt 15. grein samþykktanna. 3. önnur mál, löglega uþþ borin. Aögöngumiðar áð fundinum veröa afhentir hlut- höfum og umboösmönnum hiuthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavík, 16-21.4X181. Rtaykjmrik, 31. mars 1979 Stjómin

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.