Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 4
Helgi Guðmundsson form. Trésmiðafélags Akureyrar
er besta vörnin
Undanfarið ár hefur verið
næsta viðburðaríkt að því er
varðar baráttustöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar. Niðurstaða
kosninganna á sl. ári var rök-
rétt framhald þeirra stétta-
átaka sem átt höfðu sér stað í
þjóðfélaginu mánuðina á und-
an. Myndun þeirrar ríkisstjórn-
ar sem enn situr, þó með harm-
kvælum hafi verið undanfarnar
vikur, var einnig í fullu og eðli-
legu framhaldi af þeim stétta-
átökum.
Til valda var komin ríkis-
stjórn rækilega studd af verka-
lýðshreyfingunni með þann
einstæða starfsgrundvöll að
hafa þegar á fyrstu mánuðum
sínum fengið fyrirheit um að
hún gæti reiknað með vinnu-
friði næsta árið. Verkalýðs-
hreyfingin ætlaði að fella sig
við óbreyttan kaupmátt launa
næsta árið. Sólstöðusamning-
arnir skyldu gilda til ársloka
1979.
Sókn
Nú virðist meiga reikna með
að ríkisstjórnin hafi komið sér
saman um skaplegan starfsfrið
næstu vikurnar að minnsta
kosti, þótt óneitanlega liggi í
loftinu að ekki hafi rimman
um kjaraskerðinguna verið til
lykta leidd.
Eigi Alþýðubandalagið að
geta með sæmilegri reisn rök-
stutt langa setu sína í þejrri
ríkisstjórn sem þegar hefur að
nokkru vikið sér undan því að
standa við samkomulag um
óbreytta kjarasamninga allt
þetta ár, hefur þar að auki
keypt aðild sína að ríkisstjórn-
inni því verði að láta flest ógert
í hermálinu, þá þarf árangur-
inn af starfi flokksins í félags-
og menningarmálum að verða
slíkur að sköpum skipti til
margra næstu ára.
Þannig verða félagsleg rétt-
indamál, margvísleg, bætt að-
staða verkafólks og samtaka
þeirra, sókn í menningarmál-
um og umskipti í menntunar-
málum einkum með tilliti til
fullorðinna ekki minna virði
þegar frá líður en einhver
krónutöluhækkun launa.
I þeirri umræðu sem átt
hefur sér stað undanfarna
mánuði um nauðsyn þess að
ríkisstjórnin sitji vegna þessað
hún eigi svo mörgu af góðum
verkum lokið hefur allt of lítið
farið fyrir hugmyndum um
hver þessi góðu verk eigi að
vera. Það er mikil nauðsyn að
gera sér grein fyrir hvort þessii
menn fái í öðrum málaflokk-
um svo mikinn ávinning að
menn leggi hefðbundna kjara-
baráttu á hilluna um sinn.
Innan tíðar munu opinberir
starfsmenn ganga til atkvæða
um það hvort þeir vilji heldur
þrjú prósent launahækkun en
aukinn verkfallsrétt. Það væri
merkilegskammsýni ef niður-
staða þeirra atkvæðagreiðslu
yrði sú að verkfallsréttinum
yrði hafnað fyrir 3% launa-
hækkun. Er vert að minna á, í
því sambandi að nær allar
félagslegar umbætur, að ekki
sé minnst á launamál, sem orð-
ið hafa í landinu, eru tilkom-
nar fyrir tilstuðlan verkalýðs-
hreyfingarinnar og vegna full-
vissunnar um það afl sem sam-
tök launafólksbúa yfir í krafti
verkfallsréttarins. Urtölu-
menn meðal opinberra starfs-
manna geta vafalítið bent á að
launamálum þeirra sé ekki
verr komið en annars verka-
fólks þrátt fyrir engan eða
mjög takmarkaðan samnings
og verkfallsrétt um árabil.
Þetta er vissulega rétt að
nokkru, en það skulu þeir
góðu menn muna að staða
opinberra starfsmanna er ekki
síst til kominn vegna samnings
og verkfallsréttar félaganna í
Alþýðusambandinu. Undan-
farna áratugi hefur launa og
réttindamálum þeirra verið að
mestu leyti skipað með tilliti til
þess hver varáranguralmennu
verkalýðsfélaganna í landinu í
stéttabaráttunni.
Það tók verkalýðshreyfing-
una mörg ár og harða og
langvinna baráttu að knýja
fram þau mannréttindi sem
samnings og verkfallsréttur
felur í sér. Það væri sérstætt
verðmætamat ef opinberir
starfsmenn virtu ekki þann
rétt meir en 3% launahækkun.
Gildismat breytist að sjálf-
sögðu með árunum. Með
hverri breytingu, sem verður
til batnaðar á félagslegri stöðu
verkafólks, breytist fljótlega
gildismatið þannig að hin
áunnu réttindi verða sjálfsögð
og það svo mjög, að fjölda
mörgum dettur ekki annað í
hug, en að hið nýja ástand sé
fullkomlega sjálfsagt tilkomið
án nokkurar baráttu. Það hafi
alltaf verið svona og engum
muni nokkru sinni detta í hug
að breyta því.
Þetta sjónarmið er ákaflega
varasamt og ekki í neinu
samræmi við talandi reynslu
undangenginna ára. I því
sambandi er vert að minna enn
einu sinni á að hægri stjórnin,
sem hrökklaðist frá völdum í
fyrra vor, hafði á prjónunum
áform um mjög skerta starfs-
aðstöðu verkalýðssamtak-
anna. Tillögur hennnar um
nýja vinnulöggjöf beindust
allar í þá átt að takmarka
baráttugetu samtaka launa-
fólks. Kosningaósigur hennar
kom í veg fyrir þau áform og
mörg fleiri sem afturhaldið í
landinu hefur haft á sínum
óskalista um margra ára skeið.
Ihaldið hefur lengi klæjað í
fingurgómana eftir ráðherra-
yfirráðum yfir menntamálum
og útvarpi. Þröngsýni og
menningarleg nesjamennska
að viðbættu því að hafa áhuga
á að takmarka sem mest
starfsaðstöðu vinstri sinna í
fjölmiðlum og menntakerfi er
einkenni á stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í menningarmálum.
En varnarsigur í framan-
greindum málum er ekki nóg.
Sókn fram á við er eina vörnin
þegar til lengdar lætur og það
er hlutverk Alþýðubandalags-
ins að leiða hana og fylgja
henni eftir.
hágé.
Sjö stelpur
Þessi fríði og föngulegi hópur vann að byggingu Svæðisíþróttahússins
sl. sumar.
Arsþing IBA
Höfundur: Erik Thorstensson
(dulnefni)
Leikstjóri: Viðar Eggertsson
Leikmynd: Leikhópurinn.
Leikklúbburinn Saga frum-
sýndi „Sjö stelpur“ sl. þriðju-
dagskvöld. Klúbburinn var upp
haflega á vegum Æskulýðsráðs
Akureyrar, en starfar nú innan
vébanda Bandalags íslenskra
leikfélaga. í honum eru aðallega
nemendur framhaldsskóla
bæjarins. „Sjö stelpur" er 4.
verkefni Sögu og hentar flokk-
num ágætlega, þar sem inntak
(leiksins hlýtur að höfða til þessa
aldurshópss, þótt efnið eigi ekki
síður erindi til þeirra eldri. Leik-
ritið gerist á sænsku upptöku-
heimili fyrir svonefndar vand-
ræðastúlkur. í verkinu tekst vel
að lýsa vanlíðan stelpnanna,
óöryggi þeirra, vanmáttar-
kennd, taugaveiklun og ein-
manaleik. Oryggisleysið brýst
fram í æðisköstum, ruddaskap,
sljóleika, grimmd og eiturlyfja
neyslu. Reynt er að skyggnast í
bakgrunn stelpnanna og leyta
ástæðna fyrir stöðu þeirra.
Gerir höfundur þar persónum
sínum afar misjöfn skil. Finnst
mér helsti veikleiki verksins
reyndar felast í of lítilli natni við
leitun orsaka þessa bágborna
ástands. Sem leikhúsverk
stendur það nokkuð vel fyrir
sínu, atburðarás lífleg, flestar
persónur áhugaverðar og ger-
andi talsverð með hinu talaða
orði.
Sýningin ber þess að sjálf-
sögðu merki að hér er á ferðinni
fólk með litla leikreynslu. Það
kemur helst niður á óskýrri
framsögn á köflum, of miklum
hraða og æsingi, sem leikendur
ráða ekki allskostar við. Eintöl
og fámennar senur eru áberandi
betri en hópsenurnar. Margt er
þó prýðisvel gert, sérstaklega
þar sem reynir á einlægni per-
sónanna þegar þær Iýsa draum-
um sínum og tilfinningum.
Leikstjórinn Viðar Eggertsson,
hefur greinilega unnið verk sitt
af natni og skapað skilning og
samúð leikendanna með per-
sónum sínum. Leikmynd er
smekkleg og þjónar verkinu vel.
Hafi þetta unga leiklistarfólk
þökk fyrir framlag sitt. Vonandi
heldur starfið áfram að blóm-
stra.
káó.
íþróttabandalag Akureyrar hélt
sitt 34. ársþing að Jaðri dagana
22. mars og 3.ja. apríl s.l. Rétt til
setu á þinginu höfðu 60 fulltrúar
frá 19 aðildarfélögum. ísak
Guðmann bauð fundarmenn vel-
komna, sérstaklega fulltrúa frá
íþróttafélaginu EIK þ.e. íþrótta-
félagi þroskaheftra en þeir sátu
þing I.B.A. í fyrsta sinn.
Aðurnefndur formaður hafði
áður tilkynnt að hann gæfi ekki
kost á sér til endurkjörs en hann
hafðigegnt formennsku i Í.B.A.
í 12 ár. Stungið var upp á Knúti
Otterstedt og var hann sam-
þykktur með lófaklappú Knút-
ur er einnig formaður Iþrótta-
ráðs bæjarins. Fráfarandi for-
manni voru þökkuð vel unnin
störf í þágu bandalagsins og
formenn K.A. og Þórs færðu
honum gjafir í þakklætisskyni.
Auk Knúts skipa stjórn Í.B.A.
þeir Gunnar Kárason fulltrúi
K.A. og Þröstur Guðjónsson frá
Þór og voru þeir báðir í gömlu
stjórninni.
Margar merkar tillögur voru
bornar fram á þinginu. Þar var
samþykkt m.a. tillaga varðandi
niðurfellingu á tollum og vöru-
gjaldi af íþróttatækjum, vélum
og búnaði til viðhalds og
byggingu íþróttamannvirkja.
Þá lýsti þingið fyllsta stuðningi
við framkomna þingsályktunar-
tillögu flutta af Lúðvik Jósefs-
syni, Einari Ágústssyni, Árna
Gunnarssyni og Ellert Schram.
Ársþingið fól stjórn banda-
lagsins að skipa nefnd til þess að
vinna að því að kosinn verði
íþróttamaður ársins á Akureyri
ár hvert. Síðast en ekki síst er að
geta tillögu þar sem þingið
hvetur bæjarstjórn til þess að
gerð áætlun um framkvæmdir
við Svæðisíþróttahúsið 1979
standist og heimili lántökur svo
því markmiði verði náð.
Hinn nýi formaður banda-
lagsins Knútur Otterstedt boð-
hjá bandalaginu, Til stórvið-
fyrir skömmu. Við það tækifæri
færði hann fyrirrénnara sínum
Isak Guðmann viðurkenningu
frá I.B.A. fyrir gott starf í þágu
bandalagsins. Á þessum fyrsta
fundi kom fram aðgróskumikið
og blómlegt starf er framundan
hjá bandalaginu. Til sórvið-
burða telst vetraríþróttahátíð
sem haldið verður í lok febrúar á
næsta ári. Hátið þessi er í
nánum tengslum við íþróttahá-
tíðina í R.vík. seinna á sama ári.
Síðast var haldið íþróttahátíð
1970 og hyggst Í.S.Í. leggja á
nýjan leik í þetta stórvirki.
EB
r >
Sendum félögum okkar og
verkafólki um land allt
baráttukveðjur 1. maí.
Verkalýðsfélag Raufarhafnar
Sendum félögum okkar og
verkafólki um land allt
baráttukveðjur 1. maí.
Verkalýðsfélag Norðfirðinga
4 - NORÐURLAND