Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 8
Námskeið í stillingu og viðhaldi
olíukynditækja
verður haldið í Reykjavík dagana 14.-18. maí n.k.
Námskeiðið fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík.
Á námskeiðinu fer fram fræðileg og verkleg kennsla
um kyndihagkvæmni, olíubrennara, katla, rafbúnað
og stjórntæki, viðhald kynditækja og notkun still-
ingartækja.
Iðnaðarráðuneytið ber kostnáð af sjálfu námskeiðs-
haldinu, en ferða- og uppihaldskostnaður greiðist af
þátttakendum eða viðkomandi sveitarfélagi.
Þátttaka tilkynnist ráðuneytinu fyrir 4. maí n.k.
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ.
Sendurn starfsfólki okkar
kveðjur 1. maí
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Tilkynning
Það tilkynnist viðskiptavinum Stefnis, að óheimilt
er að skrifa akstur frá og með 1. maí nk.
Þeim aðilum.sem þessóska.erbentáaðsemjavið
stöðina um sín viðskipti fyrir þann tíma.
Akureyri, 23. apríl 1979.
Bifreiðastöðin Stefnir.
Sendum starfsfólki ókkar
kveðjur 1. maí.
Samband íslenskra samvinnufélaga
Iðnaðardeild
íbúð óskast til leigu!
Óska eftir fjögurra herb. íbúð á Akureyri eða í ná-
grenni. Skipti á 3ja herb. íbúð í Reykjavík koma til
greina.
Guðlaugur Arason, rithöfundur, sími 72232,
Reykjavík.
Vða um land eru vel búin hótel.
Þú getur farið í helgarferð með ílugfélaginu
í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö.
Hringdu og spurðu um verð á helgarferð.
FLUGLEIDIR
Flug og gísting
Ein heild á lækkuðu verði.
Gamlar
minningar
Framhald af opnu.
Sigurður E. Hlíðar var einn af
fulltrúum íhaldsins, og fyrir mín
eyru bar hann af fulltrúunum
með háttvísi, og oft heyrði ég
hann reyna að bera klæði á
vopnin, þegar í hart var komið.
Fyrstu kynni mín af Sigurði
Hlíðar voru, þegar hann var að
koma á vorin vestur í dalina til
að vana folana. Þegar þeir voru
frískir og oft mjög erfitt að
yfirbuga þá og koma þeim
niður, svo hann gæti svæft þá á
meðan hann gerði þá óvirka, þá
kallaði hann þá „Elvítis svína-
best“.
Einn er enn, sem ég man vel
eftir frá þessum árum. Það var
Jón Gitðlaugsson frá Hvammi.
Hann var skrifstofustjóri, gjald-
keri ög fleira hjá Ragnarsbúinu.
Hann var svolítið fatlaður mað-
ur. Hann var heyrnarskertur og
fylgdist því óft ekki svo með sem
skyldi á fundunum, og ég man
eftir, að við atkvæðagreiðslur í
bæjarstjórninni sagði Jón stund
um á eftir: „Hvurn assskotann
voruð þið að samþykkja núna,
greyin mín“. Það kom ekkert að
sök þó Jón Guðlaugs rétti ekki
upp hendi, það voru nógu
margar íhaldshendurnar á lofti
samt.
Eg var á þessum árum hörku-
kolamokari og fékk stundum
vinnu hjá Ragnarsbúinu við að
moka kolum - malarblönduð-
um - bæði í skip undirgufukatla
og líka í húsin í eldavélarnarhjá
húsfreyjunum. Það hvarflaði
stundum að okkur, svörtu kola-
körlunum, að Jóni gamla Guð-
laugs finndist fullmikið að snara
í okkur einni krónu fyrir
klukkutímann fyrir skít- og
malar-moksturinn.
Ekki veit ég, hvað skal halda
lengi áfram að rifja upp gamlar
minningar, efnið er næstum
ótakmarkað. Sjálfsagt koma
einhverjir Guðmundar af ein-
hverjum Grenivöllum og segja
þetta allt ósannindi, en ég læt
mér það í léttu rúmi liggja
meðan ég fer með rétt mál, og
það væri hægt að segja miklu
svartara frá mörgu um þessa
karla og marga aðra, og það
lægi fyrir aftan þá vantrúuðu að
ná í vottorð úr gröfunum til að
afsanna það sem ég segi.
Steingrímur Eggertsson.
8 - NORÐURLAND