Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 3
1. Maí: Grcenland verður yyLand fólksins“
Þann 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, tek-
ur við heimastjórn í Kalaatdlít-núnaat („Land fólksins“)
- eins og íbúar Grænlands kalla landið sitt.
Það var í byrjun þessa áratugs
að nokkrir ungir Grænlending-
ar settu heimastjórnarmálið á
dagskrá og á tilltölulega stutt-
um tíma hafa stefnumál þeirra
náð fram að ganga.
Hversu takmörkuð og um-
deild heimastjórnin kann að
vera markar hún þó tímamót í
sögu allrar Inúít-þjóðarinnar.
Þar sem u.þ.b. helmingur allrar
Inúít-þjóðarinnar býr á Græn-
landi er það örlagaríkt hversu
vel tekst til á Grænlandi á kom-
andi árum.
Allir Islendingar, og þó sér í
lagi framfarasinnað fólk hér á
landi, hlýtur að fylgjast vel með
framvindu mála hjá næsta ná-
granna okkar og styðja við bak-
komið á 1. maí næstkommandi
með sérstakri lagasetningu
danska þjóðþingsins ekki ósvip-
að því er gerðist hér á landi með
stöðulögunum árið 1871 og
heimastjóminni 1903 og hjá
Færeyingum 1948. Hérerumað
ræða einhliða danska lagasetn-
ingu sem danska þjóðþingið í
raun og veru getur numið úr
gildi hvenær sem er þar sem
stjórnarskrá landsins hefur ekki
verið breytt í samræmi við lög
þessi og Danmörk ekki gerð að
sambandsríki.
Eftir gildistöku heimastjórn-
arinnar munu Grænlendingar
eftir sem áður senda tvo fulltrúa
á danska þjóðþingið. Danska
ríkið mun hafa sérstakan full-
ið á þeim sem hyggjast byggja
upp hið nýja grænlenska þjóðfé-
lag.
Hér á eftir skal stuttlega lýst
nokkrum atriðum varðandi
heimastjórn Kaiaatdlít-núnaat
og sagt nánar frá stefnumálum
tveggja vinstriflokka á Græn-
landi, þ.e.a.s. stærsta stjórn-
málaflokks landsins, Síúmút
(heitið merkir „áfram“, 46,2%
atkvæða við nýafstaðna kosn-
ingar og 13 fulltma af 21 á
landsþinginu) og Inúít Ataqatí-
gíít (sem táknar „samfylking",
4,4% atkvæða og engan fulltrúa
á landsþinginu).
Fyrir siða sakir skal þess getið
að til eru tveir aðrir stjórnmála-
flokkar á Grænlandi. Mið- eða
hægriflokkinn Atassút (41,8%
atvæða, 8 menn á þinginu)
kennir sig við hefðbundna sósíal-
demokratíska stefnu, en slíkt er,
eins og allir vita, mjög svo
teygjanlegt hugtak. Atassút er í
stórum dráttum fylgjandi hæg-
fara umbótastefnu innan nú-
verandi þjóðskipulags og þeirr-
ar takmörkuðu heimastjórnar
sem nú tekur gildi. Flokkurinn
er sambandssinnaður hvort
heldur varðar danska ríkið,
Efnahagsbandalag Evrópu eða
NATO.
Fjórði stjórnmálaflokkurinn,
Súlissartíút Partiat, sem tók
þátt í kosningunum í byrjun
aprílmánaðar, (5,5% atkv. og
engan mann kjörinn), varstofn-
aður rétt fyrir kosningar. Flokk
urinn var stofnaður af græn-
lenska Alþýðusambandinu eftir
miklar deilur.
Takmarkaða heimastjórnin
Hinni takmörkuðu heima-
stjórn Kalaatdlít-núnaat verður
trúa í Kalaatdlít-núnaat, svo-
kaljaðan „rigsombudsmand".
A Grænlandi mun starfa svo-
kallað landsþing með 21 fulltrúa
og skipar landsþingið lands-
stjórn 4-5 manna. Er nú
augljóst að Súúmút mun einn
flokka fara með landsstjórnina
á grundvelli hreins meirihluta
síns á þinginu.
Eftirfarandi málefni munu á
næstu fimm árum flytjast frá
danska ríkinu til grænlensku
heimastjórnarinnar: Starfsemi
Konunglegu Grænlandsversl-
unarinnar, sem spannar t.d.
millilandasiglingar, útgerð,
frystihúsrekstur, hverskonar
inn- og útflutning, heildsölu- og
smásöluverslun, skólamál,
vinnu- og félagsmál, verk-
menntun og menntun kennara
og félagsfræðinga ýmiskonar,
kirkjumál, útvarp og sjónvarp,
bókasöfn og tómstundastarf-
semi.
Danir munu áfram einir fara
með allt sem varðar utanríkis-,
öryggis- og varnarmál Kalaatd-
lít-núnaat ásamt lög- og dóm-
gæslu.
Það á að heita að danska rík-
ið og grænlenska heimastjórnin
hafi í sameiningu umráð yfir
auðlindum Kalaatdlít-núnaat.
Að vísu má þetta teljast spor í
rétta átt miðað við það sem
hingað til hefur verið, þar sem
danska ríkið hefur verið skil-
greint sem eini eigandi á auð-
lindum Grænlands. Segja máað
þetta hafi verið umdeildasta at-
riðið í samningunum um heima-
stjórn. Nýja ákvæðið er mála-
miðlun, sem danska ríkisstjórn-
in (þá sósíaldemókratar) með
Anker Jorgensen í broddi fylk-
ingar neyddist til að fallast á,
þegar leit út fyrir að slitna
mundi upp úr samningunum. Ef
það hefði gerst er ekki ólíklegt
að þróunin í átt til sjálfstæðis á
Grænlandi hefði getað orðið enn
örari en danska íhaldið, Efna-
hagsbandalag Evrópu, NATO,
Bandaríkin og fjölþjóða auð-
hringar hefðu getað gert sér í
hugarlund.
Eitt er þó víst að ekkert af
þessum ákvæðum munu standa
óbreytt til eilífðar! Þeim má
breyta eins og öllum mannanna
verícum - það sem ræður úrslií-
um og hraða þjóðfélagsbreyt-
inganna er að sjálfsögðu styrkur
vinsti vængs grænlenskra stjóm-
mála.
Síúmút
Síúmút var stofnaðsem stjórn
málahreyfing árið 1975 af
mönnum eins og Moses Olsen,
Lars Emil Johansen og Odaq
Olsen. Samtökunum varbreyttí
stjórnmálaflokk í júlí 1977 og
átti 7 af 17 fulltrúum í gamla
landsráðinu grænlenska, þ.e.
a.s. héraðsstjórnin fyrir „amtið
Grænland“, sem einungis hefði
ráðgefandi stöðu gagnvart
dönsku rikisstjórninni. Síúmút
var um s.l. áramót með flokks-
deildir á 28 stöðum og yfir 800
félaga.
Eftir nýafstaðnar kosningar
til nýja landsþingsins, sem eftir
1. maí þessa árs mun fara með
heimastjórn Grænlands, hafa
þeir 13 af 21 fulltrúum á þing-
inu. Þessi hreini meirihluti þýð-
ir, að þeir muni einir skipa
fyrstu grænlensku landsstjórn-
ina.
Síúmút félagar eru samþykkir
heimstjórninni, en líta á hana
sem áfanga að auknu sjálfstæði.
Auka skal stoðugt ábyrgð
Grænlendinga í öllum málum,
Framhald á bls. 10.
Siminn er 81333
UOWIUINN
SIÐUMTTLA 6 SIMI 81333
P.S SUNNUDAGSBLAÐIÐ er stórglæsilegt.
Umboðsmenn Þjóðviljans á Norðurlandi eystra:
Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079.
Dalvík: Guðný Ásólfsdóttir, Heimavistinni, sími 96-61384.
Húsavík: Björgvin Árnason, Baughóli 15, sími 96-41267.
Ólafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18, sími 96-62297.
Raufarhöfn: Sigurveig Björnsdóttir, Ásgarði 5, sími 96-51194.
NORÐURLAND - 3