Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 12
NORÐURLAND
Fðstudagur 27. apríl 1979
MÁLGAGN SÓSÍALISTA
í NORÐURLANDSKJÖR-
D/F.MI EYSTRA
GERIST
ÁSKRIFENDUR
- Stminn er 2-18-75 -
AUGLYSIÐ I
NORÐ'URLANDI
- Síminn er 2-18-75 -
1. maí-hátíðahöld verkalýðsfélaganna á Akureyri
KRÖFUGANGA BARNASAMKOMA í Siálfstæðishúsinu kl. 15.00.
Safnast verður saman við Verkalýðshúsið kl. 13.30.
ÚTIFUNDUR
á Ráðhústorgi að aflokinni kröfugöngu.
Dagskrá:
1. maí-ávarp verkalýðsfélaganna á Akureyri flytur
Jökull Guömundsson.
Ræðumenn verða:
Karl Steinar Guönason, form. Verkalf. Keflavíkur.
Svavar Gestson, viðskiptaráðherra.
Upplestur: Ljóð verkalýðsins (Viöar Eggertsson).
Fundarstjóri Jökull Guðmundsson, vélvirki, formaður 1.
maí-nefndar.
Lúðrasveit Akureyrar leikur fyrir göngunni og á fundin-
um. Stjórnandi Stefán Bergþórsson.
Fjölmennið til hátiðahaldanna. Berið merki dagsins.
Skemmtiatriði og dans.
Aðgöngumiðar verða seldir í Verkalýðshúsinu frá kl. 10
f.h. og við innganginn.
HÁTÍÐARSÝNING Leikfélags Akureyrar á Sjálf-
stæðu fólki kl. 20.30 1. maí.
DANSLEIKUR verður einnig á vegum 1. maí-nefndar
mánudaginn 30. apríl. í Sjálfstæðishúsinu. Dansað til 2.
Hljómsveit hússins leikur. Miðasala við innganginn.
Væntanlegir matargestir hafi samband við yfirþjón
frá kl. 3.
Kvennadeild Einingar verður með opið hús og kaffi-
sölu að loknum útifundi í Alþýðuhúsinu.
Gleðilega hátíð 1. mai.
1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna.
Brynjólfur Gíslason og Guðrún Helgadottir 1 hlutverkum sinum í Svefnlausa
Brúðgumanum, sem Leikfélag Þórshafnar hefur verið að sýna.
Svefnlaus
Þórshöfn 24/4 Varðskip losaði
mb. Fald úr ísnum í fyrradag, -
báturinn er nú á leið til Norð-
fjarðar. Varðskipsmenn könnuðu
skemmdir á skipinu, en þær
reyndust sem betur fer vera minni
en haldið var í fyrstu. Bátarnir
tveir, sem enn eru fastir á Krossa-
víkinni eiga ekki annars úrkosta
en bíða. Skipverjar eru að vonum
orðnir leiðir á að vera þarna.
Varðskip hefur haldið sig í nám-
unda við bátana.
„Svefnlausi brúðguminn1
var sýndur hér þrisvar sinnum.
brúðgumi
Alls sáu um 300 manns leikinn.
Ekki eru fyrirhugaðar fleiri sýn-
ingar.
Þistlarnir þe. íbúar í Þistil-
firði hafa verið að æfa leikritið
Skjaldhamra heima á bæjunum
undanfarið en eru nú komnir
með sitt hafurtask til Þórshafn-
ar og æfa af kappi. Þeir munu
frumsýna um næstu ’helgi.
Atvinnuástand er slæmt hér
nú, - ekki einu sinni hægt að
stunda grásleppuveiðar.
Arnþór.
0PID HÚS - 1. MAÍ
í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18.
Dagskrá:
1. Orn Arason leikur á gítar.
2. „Menning hvunndagsins" dagskrá í tali og tónum.
Samantekt úr ritverkum seinni ára.
Kaffiveitingar.
Húsið opnað eftir útifund verkalýðsfélaganna.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Alþýðubándalagið Akureyri.
Alþýðubandalagið á Akureyri sendir alþýðu
landsins baráttukveðjur.
Félagar!
Fjölmennum í kröfugönguna 1. maí.
Hittumst síðan í oþnu húsi.
f' 1 ....
Sendum íslenskri cdþýðu
baráttukveðjur
í tilefni dagsins.
Kjördæmisráð
Norðurland Alþýðubandalagsins
Undirbúningur að
félagsheimili
Verkalýðsfélögin á Akureyri
hafa sett á laggirnar 12 manna
nefnd til að vinna að sameigin-
legri byggingu félagsheimiiis.
Nefndinni er ætlað að ná sem víð-
tækastri samstöðu á milli verka-
lýðsfélaganna á svæðinu og bæj-
arfélagsins.
Félagsmiðstöð þessi hefur
lengi verið á óskalista margra
félaga, því sameiginleg félags-
aðstaða er ekki fyrir hendi.
Á þessari teikningu af miðbæjar-
skipulaginu sést S-húsið merkt með x
við Ráðhústorg.
Þegar eru uppi hugmyndir um
staðsetningu félagsheimilisins.
Það yrði samkvæmt þeim í
hjarta bæjarins, - við Ráðhús-
torgið. Samkv. skipulaginu er
gert ráð fyrir stórhýsi við sunn-
anvert torgið, - svokölluðu
S-húsi, sem þykir næsta freist-
andi fyrir félagsheimili verka-
lýðsfélaganna.
„Farfuglar“
á skak
Hrísey 24/4 Nautgripirnir í
einangrunarstöðinni þrífast vel.
Á tímabilinu frá 1. jan. til 1. apríl
hafa gripirnir 24 þyngst um 1707
kg-
Stærsti netabáturinn héðan
fór vestur á Rif. Þá stóð til að
venju að fara héðan á grásleppu
til Flateyjar á Skjálfanda, en
hefur ekki verið hægt vegna íss.
Algengt er að menn komi hing;
að á sumrin og geri út á skak. I
fyrra voru t.d. 6 trillur gerðar út
af aðkomumönnum héðan. Þeir
eru að byrja að láta sjá sig - ein-
hver skýrði þá „farfuglana“.
Mikill fjöldi skakbáta er gerður
út héðan á sumrin. Guðjón.
Vonandi aðeins byrjunin:
Yfirvinnuþak
Undanfarin ár hefur yfirvinna
fólks oft verið óhóflega mikil.
Nokkrar umræður hafa farið
fram í þjóðfélaginu um nauðsyn
þess að stemma stigu við þessari
þróun. Ekki hefur þess þó orðið
vart að þetta ástand hafi vakið
sérstaka athygli almennt í röðum
forustumanna verkalýðshreyf-
ingarinnar t.d. framkvæmda-
stjórnar A.S.Í.
Á 8. þingi Málm- og skipa-
smiðasambands íslands sem
haldið var 5.-7. maí 1978 var þó
ályktað að draga bæri úr yfir-
vinnu félagsmanna M.S.Í., og
athugað yrði hvort eðlilegt væri
að setja takmarkanir í lög félag-
anna.
Hjá Sveinafélagi járniðnað-
armanna Akureyri hefur mikið
verið rætt um þessa hluti að
undanförnu. Félagsmönnum er
ljóst að mjög villandi umræður
eiga sér stað í þjóðfélaginu um
laun málmiðnaðarmanna. Þar
er í flestum tilvikum talað um
árslaun, sem í nokkrum tilvik-
um eru all há, en byggjast alls
ekki upp á háu tímakaupi,
heldur á mjög löngum vinnu-
tíma.
Sem dæmi má nefna að tíma-
kaup sveina á fyrsta ári að loknu
sveinsprófi er í dag kr. 1.05l.-í
dagvinnu. Þá má einnig í þessu
sambandi nefna að ekki er óal-
gengt að félagsmenn Sveinafé-
lagsins hafi unnið á milli 1000
og 1500 stundir umfram dag-
vinnutíma, á árinu 1978.
Öllum má því ljóst vera að
þetta er ekki æskilegt ástand til
frambúðar, með tilliti til vinnu-
álags á viðkomandi menn og
fjölskyldulífs þeirra.
Á fundi sem haldinn var í
Sveinafélagi járniðnaðarmanna
á Akureyri 17. apríl 1979varþví
ákveðið að setja þak á yfirvinnu-
tíma félagsmanna sem er tæpar
700 stundir umfram dagvinnu á
tímabilinu frá 1. maí til aðal-
fundar ársins 1980. Sá fundur
skal síðan fjalla um reynslu þá
sem fengist hefur af þessari
ákvörðun, og taka síðan
ákvörðun um næsta stig í mál-
inu.
Ljóst má vera að þörf er á ný-
skipan þessara mála og breytt-
um hugsunarhætti.
Leikhúsráðið
nýja
Bæjarstjórn hefur skipað
fulltrúa sinn í leikhúsráðið
nýja Valgarð Baldvinsson
bæjarritara og varamann
hans Hrein Pálsson bæjar-
lögmann. Aðrir í leikhús-
ráði eru:
Guðmundur Magnússon
Þórey Aðalsteinsdóttir
Viðar Eggertsson
Svanhildur Jóhannesdóttir
Sigurveig Jónsdóttir
• •
Orskot á
Skessunef
í framtíðinni ætti Akur-
eyringum að ganga þrauta-
lausar að komast uppá
brekkubrún úr miðbænum
en hingað til. Bæjarstj. hef-
ur ákveðið, að sú kvöð fylgi
húsnæði því sem á að rísa á
milli Útvegsbankans og
Amaro, að þar verði lyfta til
að flytja fólk frá Hafnar-
stræti upp á brekkubrún-
ina, sem heitir Skessunef.
Þetta kom fram við af-
greiðslu miðbæjarskipu-
lagsins í bæjarstjórn sl.
þriðjudag.
Biðskýli
Bæjarstj. hefur samþykkt
heimild til strætisvagna-
nefndar um að láta byggja
biðskýli. í ljós hefur komið,
að eftir tilkomu nýja leiða-
kerfisins hefur notkun
strætisvagnanna aukist
verulega. Verið er að leita
fyrir um kaup á nýjum
strætisvagni. Þá er verið að
ganga frá gerð veggspjalda
með leiðakerfmu.
Pennavinur
Blaðinu hefur borist beiðni
um pennavin frá Afríku-
landinu Chana. Hann bið-
ur um pennavini af báðum
kynjum á öllum aldri.
Áhugamál hans eru, að
spila á spil, skipti á póst-
kortum og íþróttir. Nafn og
heimilisfang:
Samuel Cobbina
c/o Miss Hannah Cobbina,
Johova Withness
P.O.Box 468
Sekondi
Chana.
Fjölskyldu-
samkoma
og bingó
verður í Dynheimum, laug-
ardaginn 28. apríl kl. 14.00.
Dagskrá: Söngur: ítalski
söngvarinn Reinard Geifl-
er, gítarleikur: Örn Arnar-
son, leikþáttur í léttum dúr,
danssýning: íslandsmeist-
ari í diskódansi, Jón Ragn-
ars. Trúðar koma í heim-
sókn. Kynnir verður Birgir
Marinósson og verður
hann með ýmislegt í poka-
horninu.
Að lokum verður spilað
bingó. Allur ágóði rennur i
hússjóð. Komið og styrkið
gott málefni!
Geðverndarfélag Akureyrar
Ferðafélagið
Kaidbakur. Göngu- eða
skíðaferð laugard. 28. apríl
kl. 1 e.h. Þátttaka tilkynn-
ist kl. 6-7. Sími 22720.
Súlur. Gönguferð þriðjud.
1. maí kl. 10 f.h. Þátttaka
tilkynnist kl. 6-7 mánudag.
Sími 22720.