Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 9
NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80
MARGIR STÓRVINNINGAR
V
MIÐIER MOGULEIKI
Auk þess ótal húsbúnaðarvinningar á 100 þúsund, 50 þúsund og 25 þúsund
krónur hver.
Mánaðarverö miöa er 1000 krónur.
Sala á lausum miöum og endurnýjun flokksmiöa og ársmiöa stendur yfir.
Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.
Verklýdsfélag Dalvíkur
Þetta er brúðkaupsmynd frá 1930 af Pétri Valdimarssyni fyrsta ritara fé|ags-
ins og fyrri konu hans Jóhönnu Þorfinnsdóttur. Pétur er nú búsettur á Siglu-
firði.
afhentir til varðveizlu verklýðs-
sambandi því er félagið hefur
verið þátttakandi í er starfsemi
þess lagðist niður og skal sam-
bandið skylt að afhenda þetta
aftur nýju félagi er rísa kynni
upp á staðnum, en þó þvíaðeins
að félagið starfi á sama grund-
velli og hið fyrra, og sje að áliti
sambandsstjórnar fullkomlega
starfhæft.
' 12. grein.
Breytingar á lögum þessum
má aðeins gera á aðalfundi og
sjeu slíkar breytingartillögur
ræddar á næsta fundi fyrir aðal-
fund félagsins. Úrslitum allra
mála ræður einfaldur meiri-
hluti greiddra atkvæða.
Þannig samþykt.
Kosin stjófn: Eiríkur Lín-
dals formaður, Pétur Baldvins-
son ritari, Kristján Jóhannes-
Eiríkur Líndals, fyrsti formaður
Verkalýðsfélags Dalvíkur. Nú Iátinn.
son gjaldkeri. Meðstjórn: Krist-
inn Jónsson og Ögmundur
Friðfinnsson.
Fundi slitið.
Brynja.
Frá árinu 1932 hefur verið starf-
andi verkalýðsfélag á Dalvík. Þá
var þörfin fyrir stofnun þess all
brýn. Byrja þurfti á að samræma
kaup. Þá mun og hafa tíðkast að
utanbæjármenn ynnu við losun og
lestun skipa, meðan bæjarmenn
voru atvinnulausir. Félagið beitti
sér fyrir því að innansveitarmenn
gengju fyrir um atvinnu og lagði
áherslu á gerð hafnar. Þá var
'samstaða gegn því að útgerðar-
menn færu upp úr þurru að taka
olíu og beitukostnað af óskiptum
hluta sjómanna. Félagið var
strax á fyrsta ári innlimað í
Verkalýðssamband Norðurlands.
Á öðrum fundi félagsins var
ráðist í að stofna pöntunarfélag
og fyrsta vörupöntunin gerð um
haustið 1932. Verkalýðsfélag
Dalvíkur er nú í breyttri mynd
orðið Dalvíkurdeild Verkalýðs-
félags Einingar. Formaður er nú
Eiríkur Ágústsson, sem jafn-
framt er varaformaður Einingar.
Hér fer á eftir fyrsta fundar-
gjörð Verkalýðsfélags Dalvíkur
óbreytt úr gjörðabók félagsins.'
FUNDARGJÖRÐ
Laugardaginn 23. jan. 1932
var fundur haldinn í húsi Ung-
mennafélags Svarfdæla á Dal-
vík.
Fundinn setti Pétur Bald-
vinsson. Skýrði hann frá, að til
fundarins hefði verið boðað, í
þeim tilgangi að stofnað yrði
verklýðsfélag á Dalvík. Fundar-
stjóra tilnefndi hann Andrés
Straumland sem var mættur á
fundinum, sem fulltrúi fyrir
Verklýðssamband Norður-
lands, til aðstoðar félagsstofn-
uninni.
Ræðutími fundarmanna var
ákveðinn 15 mínútur. Fyrstur
talaði Straumland. Sýndi hann
fram á hve nauðsynlegt væri fyr-
ir verkalýðinn að hafa samtök í
hagsmunabaráttu sinni og
stand^ skipulagður gegn hinum
ýmsu árásum stærri atvinnu-
rekenda og auðvalds.
Næstur talaði Tryggvi Jóns-
son. Mótmælti hann félags-
Júlíus Halldórsson,
Svavar Tryggvason,
Kristján Jóhannesson,
Vilhjálmur Pétursson,
Bertha Gísladóttir,
Guðrún Þorleifsdóttir,
Magnfríður Bjarnadóttir.
Lesin voru upp og samþykkt
eftirfarandi lög félagsins.
Fyrsta grein.
Félagið heitir „Verklýðsfélag
Dalvíkur".
2. grein.
Tilgangur félagsins er, a) að
efla hag og velgengni verkalýðs-
ins á Dalvík og grend. b) að
fræða félagana um verklýðsmál-
in og eðli stéttabaráttunnar.
Tilgangi sínum hygst félagið að
ná með því að berjast fyrirhags-
munum verkalýðsins á grund-
velli stéttabaráttunnar, meðal
annars með því að stuðla að því,
að hann fái viðunandi kaup fyrir
vinnu sina, aukið öryggi og auk-
in réttindi innan þjóðfélagsins.
3. grein.
Inngöngu í félagið geta allir
fengið sem teljast til verklýðs-
stéttarinnar og undirrita lög fé-
lagsins. Umsóknir sendist skrif-
lega til stjórnarinnar, er getur
veitt mönnum inntöku en fund-
arsamþykt þarf þó til þess að
beir öðlist félagsréttindi.
Kristinn Jónsson, fyrsti meðstjórn-
andi. Þriðji formaður félagsins.
Lengi hreppsnefndarmaður og sund-
kennari á Daivík. Nú iátinn.
4. grein.
Árgjöld eru: Fyrir karla 3
krónur, fyrir konur 2 krónur.
Greiðist fyrir 1. okt. ár hvert.
5. grein.
Stjórnina skipa 5 menn,
form., ritari, gjaldkeri og tveir
meðstjórnendur er skulu kosnir
á aðalfundi ár hvert, hver til síns
starfa. Eins skulu kosnir 5 menn
í varastjórn og tveir endur-
skoðendur reikninga. Skyldur
stjórnarinnar eru: Formaður
boðar fundi og er sjálfkjörinn
fundarstjóri. Skyldurerhannað
boða til aukafundar ef minnst 5
félagar æskja þess. Ritari heldur
gjörðabók félagsins. Gjaldkeri
annast fjármál félagsins, inn-
heimtur og greiðslur, en enga
greiðslu má hann greiða úr fé-
lagssjóði, nema eftir ávísun for-
manns. Allir félagsmenn eru
skyldir að taka á móti kosningu
í þarfir félagsins.
6. grein.
Félagið skal halda minst 6
fundi á ári og eru þeir lögmætir,
ef boðað hefur verið til þeirra
með 10 klstunda fyrirvara. Að-
alfundur skal haldinn í janúar-
mánuði. Reikningsár félagsins
er almanaksárið.
7. grein.
Kauptaxti félagsins skal sam-
þykktur á lögmætum fundi í fé-
laginu og skulu allir félags-
menn skyldir að fylgja honum.
Skyldur er hver félagsmaður að
leggja fram vinnusamning sinn,
hvort heldur er um mánaðar eða
akkorðsvinnu að ræða, ef stjórn
in krefst þess, svo og skiprúms-
samning.
NÝTT HAPPDRÆTTISÁR
ykkur helst i....
10 vinningar til íbúðakaupa
tyrir 7.5 til 10 milljónir hver.
...húseign?
nú aö eigin vali vinnanda
fyrir 25 milljónlr
...bíla?
sumarbústaó?
aö Hraunborgum í Gríms-
nesi fullfrágenginn og meö
öllum búnaöi og húsgögnum.
Verömæti 15 milljónir.
100 bílavinningar. Simca
Matra Rancho í maí, Mazda
929L Station í ágúst Ford
Mustang í október — og 97
bílavinningar á 1,5 og 2
milliónir hver.
...utanferðir?
Kristján Jóhannsson, fyrsti gjaldkeri
og annar formaður félagsins, lengi
hreppsstjóri. Búsettur á Dalvík.
stofnuninni harðlega. Sagði
hann m.a. „að verklýðsfélög
hefðu gott takmark, en þrátt
fyrir það hefðu Dalvíkingar
ekkert með slíkan félagsskap að
gjöra.“
Þá töluðu á móti félagsstofn-
uninni þeir Egill Júliusson og
Jón Jónsson. Eftir nokkrar um-
ræður óskaði fundarstjóri eftir,
að þeir fundarmenn sem alls
ekki tækju þátt í félagsstofnun-
inni, gengju af fundi. Þá gerðu
andstæðingar félagsins það
ónæði að flytja varð fundinn í
„prívat" hús. Félagið var stofn-
að þar, með eftirtöldum sextán
meðlimum:
Pétur Baldvinsson,
Ólafur Sigmundsson,
Kristinn Jónsson,
Halldór Sigfússon,
Eiríkur Líndals,
Maríanna Halldórsdóttir,
Jóhanna Þorfmnsdóttir,
Anna Arngrímsdóttir,
Ögmundur Friðfinnsson,
300 utanlandsleröir á 250
og 500 þúsund krónur hver.
Aðalfundur kýs 5 manna
dómnefnd til eins árs í senn og 5
til vara. Til hennar skal skjóta
öllum kærum um brot og ávirð-
ingar félagsmanna og hefur hún
dómsvald í þeim, að fengnum
upplýsingum frá hendi kæranda
og kærða. Dómi nefndarinnar
má skjóta til stjórnarsambands
þess er félagið starfar innan og
þaðan til sambandsþings.
Kaup á Dalvík 1932
Alm. vinna í landi. Karlar:
80 aurar á klst.
Konur: 60 aurar á klst.
2 árum síðar voru karlar
komnir með eina krónu og
tíu aura á tímann en konur í
65 aura. Engin stórstíg
skref í jafnréttisátt en ár-
angur óumdeilanlegur.
_____________________________/
9. grein.
Brot gegn lögum og kaup-
taxta félagsins varða í fyrsta
sinn áminningu og láti hinn
brotlegi ekki strax af henni,
skal hann tafarlaust rekinn úr
félaginu.
10. grein.
Úrsögn úr félaginu skal send
skrifleg til stjórnarinnar og er
því aðeins lögleg að hlutaðeig-
andi sje skuldlaus við félagið.
11. grein.
Hætti starfsemi félagsins
skulu skilríki þess öll og sjóðir
NORÐURLAND - 9