Norðurland


Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 5
Fréttir Á allra síðustu árum hefur mátt merkja umtalsverða sókn hjá Esperantohreyfingunni víða um heim, en hún hafði verið í nokkurri lægð, þó alltaf væri þar Iífsmark að finna og veruleg útgáfustarfsemi í gangi, svo og ýmisleg önnur starfsemi. Það hefir greinilega mátt sjá, að heimsstyrjaldirnar báðar höfðu geysimikil neikvæð áhrif á gengi hennar og svipaða sögu er hægt að segja um þá spennutíma, sem nefndust kalda stríðið. Um þessi áhrif mætti fara mörgum orðum svo og um þá fordóma sem ennþá gætir í garð þessa alþóðatungu- máls, sem fyrir löngu hefir sannað yfirburði sína sem auð- lært mál, en jafnframt blæbrigða- ríkt og merkingarlega nákvæmt. Hér skal ekki fjölyrt um kosti Esperantos, heldur tínd til nokk- ur atriði er gefi til kynna þá sókn sem nú er hafin. UNESKO Með falli Þjóðabandalagsins varð Esperantohreyfingin fyrir miklu áfalli, en í skjóli þess m.a. hafði hún lifað blómaskeið á árunum milli heimsstyrjaldanna. Sameinuðu Þjóðirnar sem stofn aðar voru eftir seinna stríðið sýndu Esperantohugmyndinni engan áhuga, og það muna þeir sem sátu á skólabekk á fimmta áratugnum, að allar umræður nemenda um nauðsynina á hlutlausu alþjóðamáli voru um- svifalaust stimplaðar sem hættu legur kommúnismi af áhrifa- miklum skólamönnum hérlend- um, og þannig var andrúmsloft- ið vafalítið í grannlöndum okk- ar einnig. Arið 1954 tekst loks að fá samþykkta í- UNESKO (Menningar og Fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna) ályktun hliðholla Esperanto í hverri aðalfram- kværpdastjórinn er hvattur til að fylgjast með framgangi máls- ins og hafa tengsl við Alþjóða- samband Esperantista (UEA). Þessi táfesta sem Esperanto- hreyfingin náði á vegum sam- einuðu þjóðanna bar lítinn ávöxt þar til 1977 er aðalfram- kvæmdastjóri UNESKO’s M’Bow mætti sjálfur á setningu 62. heimsþings Esperantista í R.vík. og lýsti yfir trú sinni á Esperanto og tilganginn með því. Síðan hefir M’Bow rækt mjög vinsamlegt samband við UEA og lofar það sannarlega góðu um framhladið. Fjárhagurinn. í allmarga áratugi hefur UEA verið aðalsamtök Esperantista og fjárhagsstaða þessara sam- taka slæm, en þrátt fyrir það hefir þeim auðnast að halda uppi nauðsynlegri félagslegri starfsemi og einnig hrundið í framkvæmd ýmsum stórvirkjum á sviði útgáfustarfsemi. Það er því ekki lítið fagnaðarefni að fjárhagur samtakanna skuli fara síbatnandi, en sú hefir verið raunin nokkur undanfarin ár. Þá hafa ungir menn bæst við í fremstu forystusveit UEA og nýjar hugmyndir og starfsað- ferðir komið með þeim. Sérstök þáttaskil urðu í þessu efni á 59. heimsþinginu sem haldið var í Hamborg 1974. Esperantoþorpið. Fyrir um það bil 6 árum keyptu ítölsk hjón, Grattapag- lia, búgarð í Brasilíu og settust þar að. Þau gáfu honum nafnið Bona Espero (Góð Von) og stofnsettu þar „Esperantistaný- lendu“ sem síðan hefur dafnað og vaxið. Þangað hafa leitað fjölmargir Esperantistar til lengri eða skemmri dvalar og sumir sest þar að fyrir fullt og allt, svo að nú hefir þarna orðið til lítið þorp og hið daglega tungumál þorpsbúa er Esper- af Esperantohreyfingunni anto enda eru þeir þangað komnir úr hinum ólíkustu heimshlutum. IRAN Hjá stúdentum viðháskólann í Teheran hefir síðustu 4 árin blossað upp slíkur áhugi á Esperanto að ekkert líkt er þekkt í hinni 90-ára löngu sögu málsins. Þessi sprengikennda hreyfing sem magnast hefur ár frá ári nær langt út fyrir raðir háskólans, en upphafsmaður hennar er íranskur sálfræðingur og rithöfundur dr. Saheb-Zam- ani sem starfar við háskólann. Að sjálfsögðu leggur hópur annarra ágætra manna einnig hönd á plóginn enda skipta þeir þúsundum sem árlega hefja nám í málinu. Erfitt er að spá um framtíð þessarar hreyfingar í því umróti sem nú ríkir í Iran, en sem betur fer á Esperanto- hreyfingin sér nú skipulagða formælendahópa innan fjöl- margra trúarflokka og annarra voldugra samtaka. Esperanto- hreyfingin lýsti í upphafi yfir algeru og ævarandi hlutleysi í öllum deilum um stjórnmál og trúmál í víðustu merkingu þeirra orða. Við þetta hlutleysi hefir alltaf verið staðið og þess vegna vænta Esperantistar þess að samtök þeirra fái að starfa hvernig sem stjórnmál annars skipast. Ungverjaland. A s.l. ári hlaut Esperanto viðurkenningu sem fullgilt tungumál í skólakerfi Ungverja- lands og skal vera í boði (ásamt þeim 7 erlendu málum sem áður nutu þessarar viðurkenningar) í sérhverjum skóla fyrir nem- endur á aldrinum 14-18 ára. Þetta mikilvæga skref skal vera komið til framkvæmda árið 1981. Aðdragandi þessa er sá að við háskólan í Budapest var árið 1966 stofnaður kennarastóll í Esperanto (máli og bókmennt- um) og það hefur á rúmum áratug leitt til þess að augu manna hafa opnast fyrir mögu- leikanum og nauðsyninni á alþjóðamáli svo og yfirburðum Esperantos, auk þess sem nægi- lega stór hópur manna hefir tekið próf í málinu til að hægt sé að bjóða það fram sem valkost á móti hinum hefðbundnu er- lendu þjóðtungum í skólakerf- inu. Af Esperantohreytingunni á Islandi eru að vísu engin stórtíð- indi, en þó má geta þess að heimsþingið í Reykjavík '11 hefur haft mjög örvandi áhrif á starfsemi hennar og nú fer fram kennsla i því á þrem stöðum á landinu. Vert er að vekja sérstaka athygli á því hér, að Baldur Ragnarsson kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð er formaður þeirrar nefndar sem velur þau bókmenntaverk á Esperanto sem verðlaun hjóta á hinum árlegu heimsþingum samtakanna UEA. Það er sann- arlega ekki út í bláinn að bera fram kröfu um kennarastól í Esperanto við Háskóla íslands. J.H.J. Fjölbreytniy glœsileiki og flug kynnt sér esperanto fyllast aðdáun á hve vel hefur tekist til við gerð málsins. Hvernig hefur tekist að sameina ein- faldleika annarsvegar og fjöl- breytni og glæsileika hinsveg- ar. Orðstofnarnir eru að % hlut- um fengnir úr latínu, en hinir úr ýmsum þjóðtungum. Ef eitthvert orð hefur rutt sér til rúms í mörgum tungumálum er það jafnan notað. Þetta veldur því að vesturlandabúar með nokkra málakunnáttu þekkja og skilja stóran hluta orðaforðans eða jafnvel megn- ið af honum, og veitist þeim Esperanto var skapað fyrir því námið ótrúlega auðvelt. tæpri öld. Höfundur þess var Málfræðin er mjög einföld, pólski augnlæknirinn Ludvig en þó afar mikilvæg. Allar Zamenhof. Hann var mikill reglur eru án undantekninga málamaður og þekkti margar og komast helstu atriðin fyrir þjóðtungur. Honum var Ijóst að Öðrum megin á póstkorti. með alþjóðlegu, hlutlausu Hver orðflokkur endar á til- tungumáli væri hægt að auka teknum bókstaf, og má þannig ' kynni og samskipti fólks og á augabragði átta sig á hvaða eyða allskonar misskilningi og orðflokki hvert orð tilheyrir. þjóðrembingi. Það yrði þá erf- Föllin eru aðeins 2 og fallend- iðara um vik að magna upp ing alltaf sú sama, án þess að hatur milli þjóða, sem leiddi til orðstofninn breytist. Hver styrjalda. bókstafur er alltaf borinn eins Þeir sem eitthvað hafa fram, án tiliits til hvar í orðinu hann stendur og hvaða stafir veit dæmi um mann sem hafði standa næst honum. lært dönsku í 4 áren esperanto En það sem hvað mest í 7 vikur. Hann var á móti einkennir málið er mikil í Danmörku og hlustaði þar á notkun forskeyta og við- ræðu en skildi varlaorðí henni skeyta. Þetta hefur tvenns- fyrr en hún var þýdd á konar þýðingu: í fyrsta lagi má esperanto. breyta merkingu orða með Það er til mjög mikið af notkun þeirra og fækka þann- bókmenntum á esperanto og ig fjölda orðstofnanna sem fjöldi esperanto-mælandi þarf að leggja á minnið. Dæmi: manna skrifast á. Á hverju ári Granda þýðir stór, en mal- eru haldin mörg mót og nám- granda litill, en forskeytið mal skeiðút um allan heim, og það þýðir öfugt, gagnstætt. er til öflugur félagsskapur I öðru lagi Iagi gefa for- meðal esperantosinna sem skeytin og viðskeytin tungunni stuðlar að ferðalögum og fjölbreytni, glæsileika og flug. innbyrðis kynnum félaganna. Esperanto hefur töfra og í Reykjavik er öflugt félag sveigjanleika engu síður en esperanto-manna, og hér í bæ þjóðtungurnar. eru um 2 tugir manna sem hafa nokkuð vald á málinu og hafa Þórbergur Þórðarson var þeir með sér félag og halda mikill unnandi esperanto. uppi töluverðu starfi. M.a. Hann hélt því fram að esper- hafa verið haldin nokkur anto vært bæði nákvæmara og námskeið í málinu. blæbrigðaríkara en aðrar Ég vil hvetja alla sem hafa tungur, gagnstætt því sem oft áhuga á að læra esperanto að heyrist hjá tungumálamönn- snúa sér til formanns félagsins, um sem ekki þekkja esper- J6ns Hafsteins Jónssonar, en anto- strax og nægur fjöldi nemenda Reynslan hefur sýnt, að það fæst verður efnt til námskeiðs. tekur 5-10 sinnum styttri tíma _ , aðlæraesperantoenensku.Ég Magnús Asmundsson, Sendum félögum okkar og annarri alþýðu landsins baráttukveðjur 1. maí Verkakvennafélagið Aldan Sauðárkróki s___ ^ Sendum félögum okkar og verkafólki um land allt baráttukveðjur 1. maí. Verkalýðsfélagið Vaka Sigluflrði -------- N Sendum félögum okkar og annarri íslenskri alþýðu baráttukveðjur 1. maí. Alþýðusamband Norðurlands ^ --- -..-.J ------------------------------------- Sendum félögum okkar og annarri íslenskri alþýðu baráttukveðjur 1. maí. Sjómannafélag Eyjafjarðar ------------------------------------ í samstöðu er sigurinn fólginn Minnumst þess í dag / , , . 7 A 7 og alla daga. Amaðaroskir og barattukveðjur L mai Verkalýðsfélagið EINING NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.