Norðurland


Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 27.04.1979, Blaðsíða 1
Ávarp 1, maí nefndar verkalýðsfélaganna á Akureyri 1979 Frá því að íslensk alþýða fylkti síðast liði á hinum alþjóðlega hátíðis og baráttudegi verkalýðsins 1. maí hafa orðið mikil og afdrifarík umskipti í ís- lensku þjóðlífl. Ríkisstjórn sú sem verkalýðshreyf- ingin átti í höggi við fyrir réttu ári féll, og til valda er komin önnur fyrir tilstuðlan verkalýðshreyf- ingarinnar sjálfrar. Þessar breyttti aðstæður leggja verkalýðssam- tökunum nýan vanda á herðar, sem krefst ekki minni leikni i störfum launþegasamtakanna en þegar giímt er við fjandsamlegt ríkisvald. Megin verkefni ríkisstjórnarinnar og verkalýðssamtak- anna um þessar mundir er glíman við verðbólg- una og þar með glíma við þann braskaralýð sem hefur fært auðstéttinni milljarða gróða undanfar- in ár í skjóli verðbólgunnar. Verkalýðshreyfmgin mun beita áhrifum sínum til þess að launafólk verði ekki látið bera byrð- arnar sem af þessari baráttu leiðir heldur verði þeir sem hafa rakað saman verðbólgugróðanum látnir skila honum aftur. Full atvinna, og félagslegt öryggi alþýðu eru nú sem fyrr þýðingamikil baráttumál. Við þær póli- tísku aðstæður sem ríkja, hafa alþýðu samtökin meiri möguleika til þess að auka félagslegt réttlæti og efnahagslegan jöfnuð en verið hafa um árabil. Þessar aðstæður eiga samtökin að hagnýta sér til hagsbóta fyrir almenning með virku samstarfi við ríkisstjórn og Alþingi um setningu margvíslegrar löggjafar um félagslegar úrbætur. Við leggjum áherslu á: Fulla atvinnu handa öllum. Styttingu vinnutímans þannig að 40 st. vinnuvika verði að veruleika. Oskertan kaupmátt launa. Auknar veikinda og lífeyristryggingar. Tryggara og mannlegra vinnuumhverfí. Aukinn styrk Félagsmálaskóla alþýðu og Menningar og fræðslusambands alþýðu. Öfluga fullorðinsfræðslu. Jafnrétti kynjanna til náms og launa. Barátta verkalýðsins á íslandi fyrir réttlátara samfélagi er framlag hans til baráttu kúgaðra og snauðra um allan heim fyrir rétti sínum. Með stuðningi við mannréttindabaráttu í víð- tækustu merkingu, andstöðu við efnahagslega yfirdrottnun auðhringanna, með framlagi til bar- áttu fyrir friði og afvopnun, með mótmælum gegn veru íslands í Atlandshafsbandalaginu og dvöl bandaríks herlíðs í landinu, með frumkvæði í sjálf- stæðismálum smáþjóðar, með stuðningi við bar- áttuna fyrir yíírráðum íslendinga yfir auðlindum lands og sjávar, leggur íslenskur verkalýður sitt ljóð á vogarskálina í alþjóðlegri baráttu verka- lýðsins fyrir frelsi jafnrétti og bræðralagi. A þessum degi skulum við einnig líta í eigin barm og huga að því hvort ekki megi bæta úr ýmsu í okkar daglega starfi í verkalýðssamtökun- um. Þess gerist þörf. Viðverðumaðeflafélagslega samstöðu í okkar eigin röðum. Við verðum að leita nýrra leiða til að gera hreyfingu okkar að raunverulegum félagslegum valkosti fyrir félags- mennina, við verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að mæta kröfum tímans í öllum okkar starfsaðferðum. Við viljum ekki að fjölda- samtök launafólks verði félagslega óvirk stofnun í þjóðfélaginu heldur þvert á móti, lifandi og virk fjöldahreyfing. Styrkur verkalýðssamtakanna er fólginn í þeim samtakámætti og félagslegu afli sem býr með þeim mikla fjölda sem í samtökunum eru. Þennan styrk verðum við að auka því að þó að nú sé kyrrt um sinn, þurfa alþýðusamtökin á öllum styrk að halda í áframhaldandi sókn fyrir því þjóðfélagi sem byggir á alþýðuvöldum og er stjórnað með hagsmuni alþýðunnar að leiðarljósi. 1. maí NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.