Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 2
og í þessu tilfelli, að stakkatopunktur með striki (þ. e. a. s. porta- menio merki) yfir þrítugasta—og—öðrumparti væri spilað nákvæm- lega sem sextugasii—og—fjórði—partur, plús hundrað—tuttugasti —og—áttundi—partur, hundað—tuttugasta—og—átlundaparts þögn. Nú vildi svo til, að ég vissi þetta og hafði æft eins nákvæmlega og mér var unnt. í tímanum spilaði ég þetta og taldi mjög nákvæm- lega í hljóSi, en kennarinn var ekki ánægður fyrr en ég taldi upp- hátt. Gerði ég það nákvæmlega á sama hátt og ég hafði gert í hug- anum og þori ég að fullyrða, að spilið var það sama í hæði skiptin. Eftir þetla taldi ég svo alltaf í hljóði og allt var í lagi .En af þessu uppátæki efast ég ekki um, að ég hafi átt að og draga af lærdóm, ef mér tekst að gleyma ekki uppálækinu. Af orgeltónskáldum hefur Bach líklega orðið hvað mest fyrir barðinu á þýzkri nákvæmni. Hvernig Bach spilaði verk sín sjálfur, vitum við ekki, eða viljum ekki vita. Bach hefur verið sviðsettur á eitt nóínaborð, á tvö, þrjú, fjögur og allt upp í sjö. Hann hefur verið lá^inn dansa á milli nótnaborðanna, eða haldið sem mest á sama nótnaborSinu, veriS registeraður mikið og lílið, skrautlega eða einfalt. Hann hefur ver- ið spilaður moho legato, molto stakkaío og allt þar á milli, og allt hafa þetta verið stílar ákveðinna tímabila, ekki aðeins aðferðir vissra spilara. Ég tók einu sinni upp á því að vera í tímum hjá tveim orgelleikurum samtímis og vissi hvorugur um hinn. Var ann- ar þeirra eldri maður, hinn var af yngri eða yngstu kynslóðinni. „Studeraði" ég sömu verkin hjá báðum og hef ég varla komist í krappari dans. Það, sem annar reyndi að byggja upp reif hinn nið- ur í næsta tíma. I Tríósónötu eftir Bach vildi annar að ég spilaði tvær eða þrjár tegundir af stakkato í fyrsta þættinum og fraseringar, sem hann hefur vafalaust látið alla aðra nemendur sína gera ná- kvæmlega eins. Hinn kennarann skipti þetta aftur á mó'i minna máli, aðalatriðið fyrir hann var, að hnén væru sem nálægust hvort öðru. Ekki efa ég, að báðir þessir organleikarar hafi sagt mér sann- leika, en víst er það einnig, að ég var meir en lítið ruglaður, þegar ég yfirgaf þessa tvo herra. Þegar mesti sviminn var runninn af mér reyndi ég að velja úr minningunum það, sem hentaSi mér, cn setja annað í kæli. „Tækni" er víst ekki hægt aS leiSa hjá sér, þegar talaS er um hljóðfæraleik. En hvað er tækni? Æfi maður fingraæfingar 5 klst. á dag, öðlast maður þá tækni? Því miður þarf svo ekki að vera, sem 2 ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.