Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 13
erindi séra Ágúst Sigurðsson, Valla- nesi. — AS mótinu stóðu 5 kirkju- kórar meS 98 söngfélögum. í upp- hafi sungu kórarnir hver fyrir sig nokkur lög, en því næst sungu kirkju- kórarnir af Héraðinu tvö lög undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar og í lokin sungu allir kirkjukórarnir sam- eiginlega þjóðsönginn — Ó, guð vors lands — undir stjórn Jóns Mýrdal. Frcttir jrá Vcstmannaeyjurn: Sunnudaginn 20. apríl var Helgi- stund í Landakirkju. Meðal annars söng kirkjukórinn þrjú lög úr Grall- aranum í austurkór kirkjunnar. Ný- stofnaður barnakór söng með aSstoð barna, sem léku á altblokkflautur og pákur. Á tónleikum 8. júní voru flutt verk fyrir trompet, blokkflautu, strengja- kvartett, kór og orgel. Helgina eftir Þjóðhátið fór kirkju- kórinn í skemmtiferð til Hornafjarðar. Eins og nokkrum sinnum áður, slóst kirkjukór Garðahrepps með í förina. Gleði og ánægja ríkti, þótt veðrið væri ekki sem bezt. Á sunnudeginum sungu báðir kórarnir við messu hjá séra Skarphéðni Péturssyni. Tónleikar voru haldnir í Landa- kirkju 8. júní sl. undir stjórn Martin Hunger organista. Á efnisskránni voru lög fyrir strengjakvartett, orgel, alt- blokkflautu og trompet, eftir H. Isaac, Max Reger, J. Eccard, Mozart, A. Scarlatti, J. C. Graupner, J. S. Bach °g Grieg. Flytjendur voru: Hjálmar Cuðnason, trompet, Þorvaldur Stein- grimsson, fiðla, Jónas Dagbjartsson, liðla, Miro^lav Tomecek, lágfiðla, Old- rich Kotora, cello, Hrefna Oddgeirs- dóttir annaðist orgelundirleik, Kirkju- kór Landakirkju söng. Bislcupsvígsla fór fram að Hólum í Hjaltadal 24. ágúst sl. Biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson vigði séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri, til vigslubiskups í Ilólabiskupsdæmi forna. Kirkjukór Akureyrar söng við vígsl- una, organleikari var Jakob Tryggva- son. G. S. Útlendar fréttir. Tveir enskir organistar settu nýlrga met i þolspili á orgel. Þeir léku á Allra Heilagra-orgelið í Hertford í 36 klukkustundir samfleytt. Nýtt músik-tímarit, American Musi- cal Digest hefur göngu sina á þessu hausti. Fyrir því stendur félag tón- listargagnrýnenda í U.S.A. Það mun eins og nafnið bendir til, aðallega flytja útdrætti um tónlistarmál, með sérstakri áherzlu á þarlend efni. í Novosibirsk var nýlega haldin hin fyrsta Bach-hátíð þar — í 44 stiga frosti. Julius Katchen, píanóleikari, sem hér hefur leikið við góðan orðstír, lézt í París 29. apríl sl. aðeins 42 ára að aldri. Hann var i röð beztu píanóleikara. 12—15 nemendur munu stunda tón- listarnám hjá tölvu við rikisháskól- ann í Pennsylvaníu í Bandarikjun- um á þessu ári. í Taskent í Sovétrikjunum var ný- lega stofnsett barnaópera með 86 söngvurum, drengjum og stúlkum. Nokkur tónskáld í Uzbekistan vinna ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.