Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 5
legri kennara að öllu leyti. Mér fannst hún skilja mig svo vel. Enda held ég að hún hafi haft óvenju góða dóm- greind. Hún lærði að spila hjá Árna Eiríkssyni frá Fossnesi, Jónasi Helga- syni dómkirkjuorganleikara og píanó- spil hjá frú Önnu Petersen í Reykja- vík. Margrét var organisti viS Stóra- Núpskirkju í 6 ár. Var alltaf sungiS tvíraddað viS messur. Um aldamótin (1900) æfSi Margrét sönginn í kirkj- unni á jólum, meS fjórum röddum. Á þessu timabili hafSi hún allmarga nem- endur í organleik, og eftir að hún giftist Gesti Einarssyni á Hæli (1906) og fór að búa, hafði hún á hverjum vetri nokkra nemendur, þar á meðal börn sín og mig. Dvaldi ég á Ha-li í 6 vikur, en gekk svo þangað tvisvar i viku í 2 mánuði. Eru mér minnis- stæSar kennslustundirnar og þær stundir er Margrét settist í rökkrinu með gítarinn, spilaði og söng. Hún hafði eitthvað lært að syngja hjá konu i Reykjavík. Hún hafði mild og sér- lega blæfögur hljóð. Veit ég aS áhrif.i hennar með smekk fyrir góðum söng, gætir enn í Gnúpverjahreppi. Mar- grét er ein af þeim konum, sem ég hefi kynnzt, sem er mér ógleymanleg. — Margrét Gísladóttir var fædd 30. sept. 1885 og lézt 7. júní síðastliðinn. Kjartan Jóhannesson. Eleanor Sveinbjörnsson Prú Eleanor Sveinbjörnsson, ekkja prof. Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds lézt í Kanada 2. sept. sl. Hún var fædd 7. febr. 1870 og skorti pví nokkra mánuði á að hún næði nundraS úra aldri. Frú Sveinbjörns- son var skosk og var faðir hennar John Christie, lögfræSingur. Árið 1890 giftist hún Sv. Sv. Vor'u þau lengst af búsett í Edinborg, en þar stund- aði Sveinbjörn píanókennslu o. fl. tón- listarstörf. Um tíma voru þau búsett í Kanada en 1922—'23 bjuggu þau í Reykjavík og hélt Sveinbjörn þá tón- leika hér í bæ. Síðan fluttust þau til Kaupmh. Þar lézt Sveinbjörn viS hljóðfærið sitt 23. febr. 1927. Var hann jarðsettur hér í Reykjavík með viShiifn og mikilli hluttekningu. Frú Sveinbjörnsson flutti þá til Kanada og dvaldi hjá Ibörnum sínum tveim, sem búsett eru i Calgary í Alberta- fylki. Frú Sveinbjörnsson var glæsi- leg og vel menntuð kona. Fyrir nokkr- um árum gaf hún íslenzka ríkinu óll tónverkahandrit mannsins síns, og eru þau nú geymd i Landsbókasafninu. ORGANISTARLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.