Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 3
betur fer. Er tækni Guðs gjöf? Margir eru þeir sem það ætla. Eins og ég skil hugtakið tækni er það ekki aðeins fingraspil eða, að kom- ast hindrunarlaust yfir hvaða „litteratur“ sem er, heldur miklu fremur hvernig skalinn er spilaður, hvernig trillan er spiluð og hversu „ryttmiskt“ spilið er, og margir aðrir hlutir heyra undir „tekkniskt" spil. Ef þetta er rétt, getum við talað um, að „tækni“ sé Guðs gjöf. Það er ekki aðeins að líkamsbygging spilarans verði að henta því hljóðfæri, sem hann leikur á, heldur ræður einnig inn- slilling hugans og þroski sálarinnar því, hve nákvæmur skalinn er og hve fullnægjandi trillan er. Sagt er, að Gieseking hafi verið svo nákvæmur á þessa hluti, að gáfuðustu nemendur hans höfðu ekki möguleika á að heyra sína eigin galla, fyrr en eftir langa þjálfun. Þó heyrum við ekki þessa óhemju tækni Giesekings nema sem túlk- un lónlistar, stundum, að manni finnst, fullkomna túlkun, ef liægt er að tala um að túlkun sé fullkomin. Snilligáfur heyrum við s'und- um talað um. Þær eru sjaldgæfar, en þó aðeins gáfur eða gjöf, sem vissum einstaklingum eru meðfæddar, efniviður, sem vinna má úr óvenjulega liluti. Eftir er samt langt nám og mikill þroski, áður en snildarverkið verður til. Slíkt er ekki neitt „hugarsvcrmirí", held- ur taktföst vinna liugar og handa, þar sem allt verður ein „harmoní“ og tæknin hefur enga undanþágu, sem dauður hlutur. En án kenn- ara getum við ekki verið, hversu vel sem við erum af Guði gerð. Við þurfum meira að segja marga kennara og ólíka kennara. Við þurfum að upplifa margs konar álirif og margs konar stílar þurfa að dynja á okkur, en síðan þurfum við að vera fær um að rata heim aflur, byrja að nýju, leita uppi okkar eigið ég. Ég vona, að enginn móðgist eða misskilji þótt ég nefni, að dá- lítið skrítið finnst manni, eftir að hafa flækst land úr landi, horg úr borg til þess að’ leita nýrra áhrifa og nýrra leiða, að smátt og smátt skuli maður átta sig á því, að hér lieima á Islandi eigum við þann orgelleikara, sem var sá andi gefinn að ge'a gefið skölunum líf og trillunum tign. En „heimskur er heimaalinn“, og stundum Verðum við að fara víða til þess, að skilja það sem næst okkur er. Ragnar Björnsson. Erindi þetta var flutt á fundi F.Í.O. í Dómkirkjunni fyrir u. þ. 1). ári síðan og ekki ætlað til prentunar. Þar sem við töldum það eiga erindi til fleiri, en fundarmanna á ofangreindum fundi, birtist ])að óbreytt, eins og höfundurinn flutti það. — G.S. - P.H. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.