Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 11
75 ára. Björn Jakobsson fra Varmalæk í Borgarfirði átti 75 ára afmæli 5. júní sl. Tlann var kennari við Hvítárbakka- skólann og síðar við Héraðsskólann í Reykholti og hafði ])ar m. a. söng- k^nn. lu á hendi. Björn hefur verið kirkjuorganisti í full 60 ár. 85 ára. Bjarni Bjarnason organleikari — (óJalsbóndi á Skáney frá 1909—1945). Bjarni Bjarnason fæddist að Hurð- arbaki í Reykholtsdal 30. sept. 1884. Þar bjuggu um langt skeið stórbúi foreldrar hans: Bjarni Þorsteinsson og eiginkona hans Vilborg Þórðar- dóttir. — Þrá Bjarna til söngs og tónlistar vaknaði, er hann enn var ungur að árum. Innan við tvítugt naut hann um skeið kennslu í organ- leik hjá þáverandi dómorganleikara, Brynjólfi Þorlákssyni. En hann var strangur og harðduglegur kennari. — Bjarni gróf ekki pund sitt í jörðu, er heim kom. Laust eftir aldamótin kom fyrsta organið í Reykholtskirkju. Við það settist Bjarni og lék á það alla messudaga og hélt uppi kirkju- söng hátt á sjötta tug ára samjellt. Og við fleiri kirkjur í nágrenni sínu hefur hann um langan eða skamman tíma leikið við messugjörðir. — Með- an við áttum fárra kosta völ um prentaðar tónbókmenntir, viðaði Bjarni að sér miklu úrvali sönglaga á þann hátt að rita lögin upp, hvar sem hann gat höndum undir komið. Hann á því í fórum sínum geysilcga fjölskvúðugt nótnahandrit. Fra 1915 og marga næstu ara tugi stjórnaði Bjarni karla- kóri, sem Brœður nefndist. — Þótti anr.álsvert þolgæði Bjarna við að halda söngfélagi þessu vakandi svo langan tima við mjög erfiðar aðstæður. En söngur BrœSra var um langt árabil talið eftirsóknarvert skemmtiatriði, þar sem efnt var til meiri háttar mann- ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.