Organistablaðið - 01.11.1969, Page 11

Organistablaðið - 01.11.1969, Page 11
75 ára. Björn Jakobsson frá Varmalæk i Borgarfirði átti 75 ára afmæli 5. júní sl. Tlann var kennari við Hvítárbakka- skólann og siðar við Héraðsskólann i Keykholti og hafði þar m. a. söng- ko:in. lu á hendi. Björn hefur verið kirkjuorganisti í full 60 ár. 85 ára. Bjarni Bjarnason organleikari — (óJalsbóndi á Skáney frá 1909—1945). Bjarni Bjarnason fæddist að Hurð- arbaki í Keykholtsdal 30. sept. 1884. lJar bjuggu um langt skeið stórbúi foreldrar hans: Bjarni Þorsteinsson og eiginkona hans Vilborg Þórðar- dóttir. — Þrá Bjarna til söngs og tónlistar vaknaði, er hann enn var ungur að árum. Innan við tvítugt naut hann um skeið kennslu i organ- leik hjá jiáverandi dómorganleikara, Brynjólfi Þorlákssyni. En hann var strangur og harðduglegur kennari. — Bjarni gróf ekki pund sitt í jörðu, er heim kom. Laust eftir aldamótin kom fyrsta organið í Reykholtskirkju. Við það settist Bjarni og lék á það alla messudaga og hélt uppi kirkju- söng hátt á sjötla tug ára samjeUt. Og við fleiri kirkjur í nágrenni sínu hefur hann um langan eða skamman tima leikið við messugjörðir. — Með- an við áttum fárra kosta völ um prentaðar tónbókmenntir, viðaði Bjarni að sér miklu úrvali sönglaga á þann hátt að rita lögin upp, hvar sem hann gat höndum undir komið. Hann á því í fórum sínum geysilega fjölskrúðugt nótnahandrit. Frá 1915 og marga næstu ára tugi stjórnaði Bjarni karla- kóri, sem Brædur nefndist. — Þótti ani'.álsvert þolgæði Bjarna við að halda söngfélagi þessu vakandi svo langan tima við mjög erfiðar aðstæður. En söngur BræSra var um langt árabil talið eftirsóknarvert skemmtiatriði, þar sem efnt var til meiri háttar mann- ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.