Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 12
fagnaðar í héraðinu. — Þá hefur Bjarni einnig glætt tónlist og komið allmörgum i nána snertingu vi8 hana á þann hátt ;iS kenna þeim að leika á hljóSfæri. Bjarni Bjarnason var kvæntur Helgu (f. 5. maí 1878, d. 3. ágúst 1948) Hannesdóttur frá Deildartungu, frá- bærri hæfileikakonu, sem unni listum af alhug og studdi mann sinn í mikil- vægu menningarstarfi með ráS og dáð. Þ. Kr. Frá aðalfundi F.Í.O. Útdráttur úr fundargerS aSalfundar. ASalfundur F.Í.O. var haldinn 1. sept. í Domus Medica. FormaSur skýrSi frá því aS illa liti út meS styrkveitingar vegna Norræna kirkjutónlistarmótsins. Tillögur félagsins um aS kirkjumála- raðherra setti lög um organleikara væru í athugun og virtist því máli miSa eitthvaS. GuSmundur Gilsson, formaSur launa- nefndar, skýrði frá samningum um launamál viS Reykjavíkurprófastsdæmi og var áréttuS uppsögn samninga viS prófastsdæmiS. Gunnar Sigurgeirsson, formaSur rit- nefndar Organistablaðsins sagSi frá fjárhagshorfum blaSsins og virSist fjárhagurinn ekki valda teljandi á- hyggjum. Stjórnarkjör fór fram og voru kjörnir Páll Kr. Pálsson formaSur, Gústaf Jóhannesson gjaldkeri og Ragn- ar Björnsson ritari. Jón G. Þórarins- son baSst undan endurkosningu. Formaður skýrði frá breytingu á tíma listahátíðar í Reykjavík. Mundi hátíðinni seinka og yrði eftir 20. júní næsta ár. Lagði formaður til, aS Nor- ræna kirkjutónlistarmótiS hæfist 20. júní og félli þá mótiS inn í tíma tón- listarhátíðarinnar. Var þaS samþykkt með ölliim greiddum atkvæðum. Frá ritara. Tónleikahald í Reykjavík og nágrenni. Engir tónleikar hafa verið á veg- um kirkjunnar á liðnu sumri, og verð- ur þessi pistill því heldur efnislítill, að þessu sinni. Þó langar mig til að geta tónleika, sem haldnir voru í Austurbæjarbíói í sumar, en þar var aS verki útvarpskór Þórshafnar í Fær- eyjum. Kórinn flutti tónlist af ýmsu tagi og kom flutningur kórsins, á hin- um ýmsu verkefnum, mér satt aS segja á óvart. Kórinn var skipaSur börnum og fullorðnum og langt var frá, að mikiS væri um úrvals raddir í röðum hans. En meðferð kórsins á verkefn- unum var honum og Færeyjum til sóma, bæði þegar hann söng sín eig- in þjóSdanskvæöi og krefjandi Madrigalatónlist miSalda. Er hugsan- legt aS við getum lært fleira af Fær- eyingum en þorskveiSar. R. B. Úr bæ og byggð. Kirkjukórasamband Austurlands minntist 25 ára starfsafmælis síns 28. júní sl. meS samsöng í félagsheimil- inu Valaskjálf aS EgilsstöSum. Aðal- söngstjórar mótsins voru: Kristján Gissurarson, Eiðum og form. kirkju- kórasambands Austurlands, Jón Mýr- dal, organisti í Neskaupstað. Flutt voru 25 sönglög eftir innlenda og erlenda höfunda og auk þess flutti 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.